Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 2
2 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 25. janúar ... tíu mánudagar frá 20-23 Framhald ... 27. janúar ... átta miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Bridsskólinn býður jafnaðarlega upp á námskeið fyrir byrjendur og fjölbreytt framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja auka kunnáttuna. Framhaldið er nú með nýju sniði, þar sem höfuðáherslan er á æfingaspilamennsku. • Námskeið skólans eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. • Hægt er að mæta stakur, í pari eða í hóp. • Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna. • Sjá ennfremur á Netinu undir bridge.is/fræðsla. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ DÓMSMÁL Kakkalakkar sem illa gekk að losna við úr fjölbýlishúsi einu enduðu inni á borði úrskurð- arnefndar húsnæðismála. Kona ein sem bjó í ónefndu fjöl- býlishúsi hér á landi kallaði sjálf til meindýraeyði til að freista þess að ráða niðurlögum kakkalakka sem lifað höfðu af þrjá atlögur meindýraeyðis á vegum húsfélags- ins. Konan krafðist þess að húsfé- lagið greiddi fyrir þjónustu mein- dýraeyðisins sem hún pantaði en það vildi húsfélagið ekki. Í niðurstöðu úrskurðarnefnd- arinnar segi að konan hafi ætlað að flytja en „hafi ekki viljað flytja kakkalakkana með“. Hún hafi því látið formann húsfélagsins vita að kakkalakkarnir væru komn- ir aftur og að það þyrfti að eitra fyrir flutningsdag svo kakkalakk- ar myndu ekki fylgja með hús- búnaðinum. Það hafi síðan verið neyðarúrræði hjá henni að kalla til meindýraeyði því sá sem for- maðurinn pantaði hafi ekki mætt á staðinn. Formaðurinn neitaði að greiða reikning viðkomandi mein- dýraeyðis. Í máli konunnar og húsfélagsins var síðan teflt fram ýmsum rökum og rakti hvor aðili sína sýn á mála- vexti um kakkalakkana og mein- dýraeyðana. Lyktir málsins urðu þær að úrskurðarnefndin taldi húsfélaginu ekki skylt að borga nýja meindýraeyðinum. Guðmundur Björnsson, hjá Mein- dýravörnum Reykjavíkur, segir tilfelli með kakkalakka koma upp öðru hverju. Fyrst og fremst sé um að ræða dýr sem berist með send- ingum erlendis frá eða farangri fólks úr utanlandsferðum. Erfitt geti verið að eyða slíkum mein- dýrum. „Það er aldrei hægt að segja að það verði hundrað prósent árangur en yfirleitt hefst þetta þó að lokum,“ segir Guðmundur sem kveður lítið sem fólk geti sjálft gert nema gæta þess að bera ekki pöddurnar með sér. Á vef Náttúrufræðistofnun- ar Íslands segir að tvær tegund- ir kakkalakka þekkist á Íslandi; þýski kakkaklakkinn og sá amer- íski. „Kakkalakkinn lifir alfar- ið innanhúss sem afar hvimleitt meindýr og leggst á flest sem tönn á festir, spillir og óhreink- ar. Þar má telja matvörur af öllu tagi, dauð dýr og plöntur, leður, lím, veggfóður, textílvörur og hvað eina sterkjuríkt. Auk þess að éta og naga óhreinkar hann mikið með saur sínum og illum þef,“ segir stofnunin um þetta óvelkomna dýr. gar@frettabladid.is Nágrannar deila um eyðingu kakkalakka Þótt meindýraeyðir kæmi þrisvar í íbúðir í fjölbýlishúsi tókst ekki að flæma kakkalakka úr húsinu. Íbúi sem flutti og vildi ekki kvikindin með sér réði sjálf- ur meindýraeyði. Úrskurðarnefnd segir húsfélagið ekki skylt til að borga honum. KAKKALAKKI Á ÍSLANDI Eitt kvikindið sem gert hefur sig heimakomið á Fróni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUÐMUNDUR BJÖRNSSON Fólk verður að gæta þess að hafa ekki pöddur með sér í farangrinum frá útlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm pólska karlmenn í vikunni, sem grun- aðir eru um innbrot í heimahús. Fjórir mannanna hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald og sá fimmti var leiddur fyrir dómara síðdegis í gær. Á mánudagsmorgun var fyrsti maðurinn hand- tekinn þar sem hann var við innbrot í Hamrahverfi, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns á lögreglustöð 4. Í kjölfarið voru þrír til viðbótar handteknir og hafa þeir allir verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhags- muna. Í fyrradag var svo fimmti maðurinn handtekinn. Hann reyndist vera með þýfi á sér, sem talið er vera úr einu þeirra innbrota sem lögregla rannsakar nú. Árni Þór segir að nú sé unnið að rannsókn á nokkrum óupplýstum innbrotum, þar á meðal í Graf- arvogi, Norðlingaholti og Mosfellsbæ. Þá séu sumir mannanna grunaðir um innbrot í Breiðholti. Viðkom- andi lögreglustöðvar vinni sameiginlega að rann- sókn þessara mála. Sumir mannanna hafa komið við sögu hjá lögreglu áður, meðal annars vegna þjófnaðarbrota. - jss HÉRAÐSDÓMUR Úrskurðaði mennina í vikulangt gæsluvarð- hald. Fimm menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á innbrotum: Meint pólskt þjófagengi tekið FANGELSISMÁL Brasilíski lýtalækn- irinn Hosmany Ramos, sem hót- aði fangaverði með eggvopni þegar hann reyndi að flýja frá fangavörðum í fyrradag, var beittur agavið- urlögum vegna málsins og sett- ur í einangrun á Litla-Hrauni. Hann þarf að sæta einangr- un í tíu daga og verður síðan að öllum líkind- um vistaður á öryggisgangi á Litla-Hrauni, samkvæmt upplýs- ingum frá Fangelsismálastofn- un. Verið var að flytja Ramos fyrir dómara þegar hann reyndi flóttann, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Hann náði að losa af sér handjárnin og stökk út úr fangaflutningabílnum. Lög- reglubíll á næstu grösum náði að sveigja í veg fyrir hann og lög- reglumanninum í bílnum og tveimur fangaflutningamönnum tókst svo að handsama hann. Þá hafði hann hótað öðrum fangaverðinum lífláti með því að ota að honum heimatilbúnu eggvopni, sem hann hafði leynt á sér. Ramos var í héraðsdómi úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. janúar. Hann hefur kært úrskurð dómsmálaráðuneytis þess efnis að hann verði fram- seldur til brasilískra yfirvalda vegna glæpaverka í heima- landinu, til héraðsdóms. - jss EGGVOPN RAMOSAR Þannig lítur það út, eggvopnið sem Ramos hótaði fanga- verði lífláti með. Mjög hert öryggisgæsla á brasilíska gæsluvarðhaldsfanganum: Ramos var settur í einangrun HOSMANY RAMOS DÓMSMÁL Ívar Anton Jóhannsson, 22 ára, sem kærður hefur verið fyrir að hafa tælt þrjár ungar stúlkur á Facebook og nauðg- að að minnsta kosti einni þeirra hrottalega, skal sitja í gæsluvarð- haldi í fjórar vikur til viðbótar, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Ívar Anton kærði úrskurðinn til Hæstarétt- ar. Ívar Anton komst í kynni við stúlkurnar, þrettán, fjórtán og sextán ára, á Facebook. Í fram- haldi var hann kærður fyrir nauðgun og samræði við stúlkur undir lögaldri. Ívar Anton hefur komið við sögu hjá lögreglu áður vegna umferðarlagabrota, fíkni- efnabrota og þjófnaðarmála. - jss FYRIR DÓMARA Ívar Anton Jóhanns- son var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Facebook-nauðgarinn: Situr áfram í gæsluvarðhaldi Örlög Haga ráðast fljótlega Enn er gert ráð fyrir að Arion banki taki ákvörðun um framtíð 1998, eignarhaldsfélags Haga, um miðjan þennan mánuð. Þetta segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka. Meðal þess sem er til skoðun- ar er hvort bankinn gangi til samninga við Jóhannes Jónsson og meðfjárfesta hans í félaginu, selji félagið í opinni sölu, skrái félagið í kauphöll, eða skipti því upp og selji í bútum. VIÐSKIPTI DÓMSMÁL Kærunefnd fjöleigna- húsmála verður ekki við kröfu íbúa í blokk einni um að úrskurða að páfagaukur á hæðinni fyrir ofan verði að hverfa úr húsinu. Páfagaukurinn hafi valdið honum miklu ónæði. „Skrækir páfagauksins ber- ist um stigagang og út í sameig- inlegt port nokkurra íbúða og húsa“, segir um málavexti. Benti nágranninn á móti á að kvartand- inn hefði sjálfur verið með dverg- hamstra. Kærunefndin sagði að til að koma við algeru banni við páfagaukum í húsinu þyrftu allir að vera því sammála. Því væri ekki að heilsa í þessu tilviki. - gar Kærunefnd um fjöleignahús: Páfagaukur má skrækja í blokk PÁFAGAUKUR Ekki er allir hrifnir af hljóðum páfagauka. Eirný, trúir þú á ost við fyrstu sýn? „Já, allt fyrir ostana.“ Eirný Sigurðardóttir, verslunarstjóri í ostaversluninni Búrinu, ætlar að halda námskeið um ostamenningu. KÖNNUN Rétt rúmlega helming- ur landsmanna mun samþykkja Icesave-lögin í þjóðaratkvæða- greiðslu, samkvæmt skoðana- könnun Capacent Gallup sem RÚV greindi frá í gær. Þá muni 41 prósent landsmanna kjósa gegn lögunum en sex prósent skila auðu. Í könnuninni kemur fram að sextíu prósent landsmanna telji að ákvörðun forsetans að stað- festa ekki lögin á þriðjudag hafi slæm áhrif á þjóðarhag. Einungis tíu prósent lands- manna gera ekki ráð fyrir því að taka þátt í kosningunni. - jab Ný könnun Capacent Gallup: Meirihluti styð- ur Icesave-lögin IÐNAÐUR Engar tafir hafa orðið á gerð fjárfestingarsamnings stjórnvalda við Verne holding um gagnaver á Suðurnesjum, segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra í samtali við Vísi. Fram- kvæmdir voru stöðvaðar í gær, að sögn vegna dráttar á afgreiðslu Alþingis á fjárfestasamningi. „Það hefur engin töf orðið á neinu varðandi þennan fjárfesta- samning í meðförum þingsins. Frumvarp til heimildarlaga var lagt fram á Alþingi og fór strax í eðlilega þinglega meðferð og er fyrstu umræðu lokið,“ segir Katrín. Vinna við gagnaver stöðvuð: Engin töf orðið segir ráðherra SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.