Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 4
4 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI O lís e r l ey fis ha fi Q ui zn os á Ís la nd i TB W A\ RE YK JA V ÍK \ S ÍA 890kr. BÁTUR MÁNAÐARINS, PEPSI, SNAKK & SMÁKAKA Að síðustu var tekist á um það hvort upp- lýsingarnar sem endurupptakan byggðist á, fundargerðir samráðshóps um fjármálastöð- ugleika frá því sumarið 2008 og upplýsingar sem aðrir fulltrúar í hópnum kynnu að búa yfir, væru nýjar upplýsingar eða ekki. Dómarinn telur að svo hafi verið þrátt fyrir þau rök lögmanns Baldurs að FME hafi borið að rannsaka málið með fullnægjandi hætti á þeim sex mánuðum sem fyrsta rannsóknin tók og að óeðlilegt sé að taka mál upp að nýju vegna þess að rannsókn hafi áður verið ábóta- vant. Þá segir í úrskurðinum að eftir að málið var tekið til úrskurðar hafi dómnum bor- ist bréf frá Baldri þar sem athygli er vakin á efni fréttar Fréttablaðsins, þar sem Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, skýrir fyrirkomulag skjalavörslu fundargerða sam- ráðshópsins sem áður var nefndur. „Hér er um að ræða atriði sem heyrir undir rannsókn sérstaks saksóknara,“ segir dómari. Baldur hefur einnig krafist þess að kyrr- setningu eigna hans – sömu upphæðar og meint svik námu – verði aflétt. Málflutn- ingur vegna þeirrar kröfu fer fram 12. janúar. stigur@frettabladid.is GENGIÐ 06.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,2829 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,99 125,59 199,83 200,81 179,44 180,44 24,110 24,252 21,867 21,995 17,585 17,689 1,3511 1,3591 195,40 196,56 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR DÓMSMÁL Héraðsdómur hafnaði í gær kröfu Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, um að rannsókn sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum með 192 milljóna króna hlut í Landsbankanum yrði lýst ólögmæt og hún felld niður. Baldur seldi hlutabréfin rétt fyrir bankahrunið. Í úrskurðinum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að Fjármálaeftirlitið hafi gert fyrirvara um mögulega endurupptöku á máli Baldurs þegar það tilkynnti honum í maí í fyrra að upphaf- legri rannsókn á máli hans væri lokið. Ein af röksemdum lögmanns Baldurs fyrir því að málið skyldi fellt niður var sú að hann hefði í raun verið sýknaður þegar honum var tilkynnt um að rannsókninni væri lokið, og því væri óheimilt að rannsaka það að nýju. Á þetta fellst dómari ekki og segir engin rök til þess að slík tilkynning, með fyrirvara um mögulega endurupptöku, hafi réttaráhrif lokadóms um sýknu í sakamáli. Lögmaður Baldurs gagnrýndi raunar einn- ig þennan fyrirvara í tilkynningunni, og sagði að ekki væri stoð fyrir honum í lögum. Því er dómari ósammála og segir að telja verði eðli- legt að FME geri slíkan fyrirvara, jafnvel þótt hvergi sé sérstaklega kveðið á um hann í lögum. Saksóknari og lögmaður Baldurs tókust einnig á um það hvort skilyrðinu fyrir því að taka málið upp hefði verið fullnægt. Benti lög- maður Baldurs á að fyrst hefði eitthvað þurft að koma til sem ógilti fyrri niðurstöðu. Á henni hefðu með öðrum orðum þurft að vera gallar af völdum annarra en FME. Saksóknari benti á að svo væri ef aðili máls hefði, viljandi eða af gáleysi, veitt rangar eða villandi upp- lýsingar í fyrstu atrennu. Því skilyrði væri fullnægt, enda hefði Baldur sagt ósatt um það að hann hefði aldrei hitt stjórnendur Lands- bankans að máli. Dómari segir að þetta skipti í raun ekki máli. Þegar nýjar upplýsingar bárust í málinu í sumar hafi komið fram rökstuddur grun- ur um saknæmt athæfi og þá hafi FME borið, lögum samkvæmt, að vísa málinu tafarlaust til lögreglu, í þessu tilviki sérstaks saksókn- ara. Við þær aðstæður þurfi fyrri niðurstaða ekki að vera ógildanleg. Dómari hafnar kröfu Baldurs Rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar verður ekki stöðvuð. Dómari kvað upp þann úrskurð í gær. FME gerði fyrirvara um endurupptöku þegar tilkynnt var um lok fyrri rannsóknar. Málið fer fyrir Hæstarétt. Verjandi Baldurs lýsti því yfir fyrir dómi í gærmorgun að úrskurðinum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Það mun því fyrr en varir reyna á það í fyrsta sinn hvort einhverjir hæsta- réttardómarar eru vanhæfir í máli tengdu bankahruninu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja starfsmenn sérstaks saksóknara rétt að efast um hæfi minnst tveggja dómara í máli Baldurs; þeirra Árna Kolbeinssonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Báðir voru þeir í briddsklúbbi með Baldri á árum áður, ásamt Davíð Oddssyni. Einnig séu tengsl á milli Baldurs og Gunnlaugs Claessens sem kunni að gera hinn síðarnefnda vanhæfan. Ekki er þó búist við því að þeir dómarar sem kunna að verða umdeildir verði skipaðir í dóminn í máli Baldurs. Komi hins vegar til þess er líklegt að saksóknari muni mótmæla því og krefjast þess að þeir víki. ÞRÍR HÆSTARÉTTARDÓMARAR MÖGULEGA VANHÆFIR ÁRNI KOLBEINSSON GUNNLAUGUR CLAESSEN JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON BALDUR GUÐLAUGS- SON Hefur einnig krafist þess að kyrr- setningu eigna hans verði aflétt. Málflutningur í því máli fer fram 12. janúar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ / STEFÁ N VIÐSKIPTI Eina dæmið um pólitísk afskipti af málefnum bankanna virð- ist snúa að byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. Þetta upplýsti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, í viðtali við Ingva Hrafn Jónsson í þættinum Hrafnaþingi á ÍNN í vikunni. Aðspurður segir Finnur að forræði verkefnisins um byggingu tónlist- arhússins hafi verið hjá ráðherrum mennta- og fjármála, en telur einingu hafa verið um það hjá ríki og borg að bygging hússins væri það langt komin að halda yrði áfram með hana. Finn- ur segir bankana hins vegar ekki hafa viljað koma að verkefninu án þess að fjármögnun væri tryggð. Þar hafi ríkið hlaupið undir bagga. Aðkoma ríkisins segir Finnur að hafi skipt miklu máli vegna áhættuflokkunar verkefna innan bankanna. Áhættu- vægi verkefnisins verði minna og því bindi það minna eigið fé bankanna en lán til venjulegra fyrirtækja. Lands- bankinn leiðir lánveitinguna til verk- efnisins, en Arion banki og Íslands- banki koma einnig að henni. Í viðtali við Fréttablaðið í byrjun desember sagði Finnur hafa komið sér þægilega á óvart hversu mikinn frið bankinn hafi fengið fyrir væng stjórnmálanna og kvað stjórnmála- menn jafnvel meðvitaðri en áður um að slík afskipti væru óæskileg. - óká TÓNLISTARHÚSIÐ Eina dæmið um að stjórnmálamenn hafi beitt bank- ana þrýstingi í lánveitingum eftir hrun virðist vera vegna tónlistar- hússins í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pólitísk afskipti af málefnum bankanna virðast einskorðast við eitt tilvik: Skiptu sér bara af tónlistarhúsinu DÓMSMÁL Forseti Íslands náðaði í desember Þjóðverja á sjötugsaldri sem í janúar í fyrra var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að flytja rúm 20 kíló af hassi og 1,7 kíló af amfetamíni til Íslands. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Maðurinn flutti efnin til lands- ins falin í bíl í Norrænu haustið 2008. Síðasta sumar fékk mað- urinn heilablóðfall og dvaldi í á annan mánuð á sjúkrahúsi. Vegna ástands mannsins mælti náðunar- nefnd með því að hann yrði náð- aður. Á það var fallist. Maðurinn er snúinn aftur til Þýskalands, en náðuninni fylgdi endurkomubann. - sh Eldri Þjóðverji fékk slag: Forseti náðaði veikan smyglara VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 2° -7° -2° 0° -3° 1° -3° -3° 22° 1° 15° 3° 16° -17° -2° 14° -3° Á MORGUN Vaxandi S-átt V-til síðdegis. LAUGARDAGUR Strekkingur vestan- lands, annars hægari. 2 3 1 0 -4 -4 -6 2 -1 4 -8 2 6 7 6 5 4 3 2 2 4 5 4 2 0 -4 0 6 4 4 0 3 VEÐUR FER HLÝNANDI Það hef- ur hlýnað heldur um vestanvert landið frá því sem verið hefur og í dag má búast við allt að sex stiga hita við ströndina. Á morgun dregur úr frosti norðanlands og á laugardag verða víða komnar rauðar hitatölur, síst þó austanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SVEITARSTJÓRNIR Byggðaráð Borg- arbyggðar hefur ákveðið að lækka greiðslu vegna dagforeldra um 25 prósent. Er þetta hluti af sparnað- araðgerðum. Einnig á að grípa til mik- ils sparnaðar í leikskólum sem verður lokað í fimm vikur næsta sumar. Endurskoða á reglur sem gilda um barnafjölda á hvert stöðugildi til að spara í manna- haldi. Fækkað verður á deildum í leikskólum þar sem barnafjöldi og aðstaða gefur tilefni til og draga á úr stjórnunarkostnaði. Starfsemi í leikskólanum í Varmalandi verður hætt um mitt þetta ár. - gar Sparnaður hjá Borgarbyggð: Skera niður hjá dagforeldrum BORGARNES Niðurskurður bitnar á barnafólki eins og öðrum. LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn og ein kona, öll Litháar á þrí- tugsaldri, hafa verið úrskurð- uð í gæsluvarðhald til 3. febrúar vegna gruns um aðild að smygli á þremur kílóum af metamfetamíni og um 4.200 MDMA-töflum. Málið er rannsakað í samvinnu við lögregluyfirvöld í Færeyjum og Litháen með aðkomu Europol og tollyfirvalda á Íslandi. Tveir menn eru í haldi í Færeyjum og eru þeir einnig frá Litháen. Um er að ræða grun um innflutning á fíkniefnum sem falin voru í öku- tæki. Efnin fundust við leit í bif- reiðinni í Færeyjum en hún var þá á leið til Íslands. - jss Þrennt í gæsluvarðhaldi: Þrjú kíló af metamfetamíni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.