Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 6
6 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Ársfundur Hins íslenska biblíufélags 7. febrúar kl. 12:30 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju Dagskrá 1. Ársreikningur 2009 2. Skýrsla stjórnar og stefnulýsing 3. Tillögur að lagabreytingum 4. Kjör í stjórn 5. Önnur mál Óvissa vegna synjunar forseta Bresk og hollensk stjórnvöld leggja áherslu á að staða Icesave-máls- ins skýrist sem fyrst, en samtöl við ráðamenn þar hafa ekki breytt neinu um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar synjunar forseta Íslands á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesa- ve, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann segir fjármálaráðherra Bretlands og Hollands hafa verið vinsamlegri í samtölum við sig en í viðtölum við fjölmiðla. Allir séu sammála um að töf á úrlausn máls- ins sé báðum til tjóns. Steingrímur segir sína orku fyrstu dagana eftir ákvörðun for- setans fara í að slökkva elda. „Það er augljóst hvað [þarf að gera] núna, það er að verja landið eins og hægt er, draga úr neikvæðum áhrifum af [ákvörðun forsetans], og halda virkum stjórnmálatengslum milli Íslands, gagnaðilanna og nágranna- landanna.“ Stórskaðleg umræða fór af stað víða erlendis eftir blaðamannafund forsetans á þriðjudag, segir Stein- grímur. Víða hafi fjölmiðlar talið að ákvörðun hans þýddi að Ísland ætl- Stórskaðleg umræða fór víða í gang eftir tilkynningu forseta segir fjármálaráðherra: Öll orkan fer í að slökkva elda ÁBYRGÐ Ekki kemur til greina að staðfesta ríkisábyrgð áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram þrátt fyrir að lögin sem forsetinn synjaði staðfestingar hafi form- lega tekið gildi, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra heldur til fundar við fjármálaráðherra Noregs og Danmerkur í dag eða á morgun, sam- kvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneyt- inu. Þar mun hann ræða um áhrif synjunar forseta Íslands á lánaloforð Norðurlandanna til Íslands. Ekki stendur til að Steingrímur fari til Bretlands í þessari ferð. Steingrímur sagðist í gær telja að ummæli norrænna ráðherra hafi verið oftúlkuð, ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að lánveitingar verði stöðvaðar vegna synjunar forsetans. Þvert á móti virðist sem hin Norðurlöndin muni bíða átekta þar til niðurstöður úr þjóðaratkvæðagreiðslunni verði komnar fram. FUNDAR UM NORÐURLANDALÁNIN aði ekki að standa við sínar skuld- bindingar. Með snörum viðbrögðum hafi vonandi tekist að bæta mesta skaðann. „Að sjálfsögðu ætlum við ekki að láta þann stimpil festast á Íslandi að við ætlum ekki að axla okkar skyld- ur í samfélagi þjóðanna,“ segir Steingrímur. „Það eru vonbrigði að þetta setji í óvissu þrotlaust puð síðustu mán- aða við að byggja hlutina hér upp og komast áfram. Þetta setur það óneit- anlega í óvissu, það verður bara að horfast í augu við það, en við gerum allt sem við getum til að áhrifin af því verði sem minnst,“ segir Stein- grímur. - bj Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var varaður við því að synjun laga um ríkisábyrgð vegna Icesave, gæti stórlaskað stöðu Íslands í alþjóðasamstarfi og aukið hættu á greiðslufalli. Þetta kom fram í bréfi frá sérfræðingum í Stjórnarráði Íslands, sem forset- inn fékk í hendur á mánudag. Þar er varað við alvarlegum efnahags- legum afleiðingum. Í bréfinu segir að verði lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti skapast alvarlegt ástand. Bret- ar og Hollendingar myndu neyta utanríkispólitísks aflsmunar á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (AGS) og EES. Það mundi tor- velda endurfjármögnun íslenska ríkisins, sveitarfélaga og orkufyr- irtækja. Þá er minnt á að núver- andi gjaldeyrishöft séu í andstöðu við grunnreglur EES og háð sam- þykki annarra samningsaðila. Sérfræðingarnir telja að ef lögin verði felld séu allar líkur á að fyrri samningar falli einnig úr gildi. Þetta kemur einnig fram í minnis- punktum Steingríms J. Sigfússon- ar fjármálaráðherra, sem hann fór yfir með forsetanum. Þar segir að ríkislögmaður geti ekki vottað hvernig málið standi verði lögin felld. Í bréfi sérfræðinganna er einn- ig varað við því að verði lögin felld fái Bretar og Hollendingar meg- inþorra allra úthlutana úr þrota- búi Landsbankans og fyrstu sjö árin alveg það sama og þeir hefðu fengið samkvæmt samningnum. Þá er ítrekað að samstarfsáætl- un AGS og Íslands yrði óvirk og henni jafnvel rift. Matsfyrirtækin myndu einnig lækka landið niður í ruslflokk, nokkuð sem þegar hefur gerst. Í minnisblaði Steingríms er einnig sagt að trúverðugleiki íslenskra stjórnvalda sé í húfi, núverandi ríkisstjórn, að minnsta kosti fjármálaráðherra, yrði í afar vandræðalegri stöðu gagnvart við- semjendum. Þá hrósar Steingrím- ur þjóðinni fyrir yfirvegun, en undir kraumi mikið og ástandið í samfélaginu sé brothætt og aukið atvinnuleysi á útmánuðum gæti gert ástandið verra. Friðrik Már Baldursson, prófess- or í viðskiptafræði við HR, ræddi við forsetann í síma í aðdraganda ákvörðunar hans. Í samtali við Fréttablaðið á þriðjudag, sagði Friðrik óttast að synjun forsetans hleypti nauðsynlegri endurfjár- mögnun í uppnám. Greiðslukúfur væri fram undan fyrir landið, árin 2011 og 2012, og fjármögnun yrði því að vera skýr. „Þetta er mikil áhætta sem við erum að taka.“ kolbeinn@frettabladid.is Var varaður við af- leiðingum synjunar Forsetinn fékk gögn frá sérfræðingum í stjórnarráði um efnahagslegar afleið- ingar synjunar. Fjármálaráðherra sagði ríkislögmann telja málið í óvissu. Sér- fræðingur sem ræddi við forsetann telur synjunina mjög áhættusama. TILKYNNIR SYNJUN Ólafur Ragnar Grímsson fékk gögn sem vöruðu við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þess að synja lögunum staðfestingar. Hann synjaði engu síður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í yfirlýsingu Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, um synjun- ina, er fullyrt að felli þjóðin lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni, séu eldri lög um ríkisábyrgð, sem samþykkt voru í lok ágúst, áfram í gildi. Lögspekingar virðast ekki jafnvissir um þetta og forsetinn. Í yfirlýsingu Ólafs segir: „Verði lögin samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu, gilda þau að sjálfsögðu áfram. Verði úrslitin á annan veg, eru engu að síður áfram í gildi lög nr. 96/2009 sem Alþingi samþykkti 28. ágúst 2009 á grundvelli sam- komulags við stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi, en þau fela í sér við- urkenningu Íslendinga á skuld- bindingum sínum.“ Í minnisblaði fjármálaráðherra til forsetans, sem farið var yfir í aðdraganda ákvarðanatökunnar, er hins vegar sagt að með öllu sé óvíst hvort þau lög gangi í gildi. Ótvíræð ríkisábyrgð þurfi að vera til staðar, samkvæmt laga- bókstafnum, til að þau taki gildi. „Ríkislögmaður getur ekki vottað að málið sé klárt …“ segir þar. Björg Thorarensen, deildarfor- seti lagadeildar HÍ, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að væru lögin felld yrðu lögin frá í sumar í gildi. Ríkisábyrgðin yrði hins vegar ekki virk. „Hún verður ekki virk nema fallist verði á fyrirvarana að öllu leyti af viðsemjendum.“ Hollend- ingum og Bretar hafa þegar hafn- að hluta fyrirvara. - kóp Forsetinn og ríkislögmaður ekki sammála um lagatúlkun: Óvissa um hvaða lög gilda TELUR LÖGIN GILDA Ríkislögmaður virðist ekki deila vissu forsetans um að eldri lög um Icesave taki gildi verði þau nýju felld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.