Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 8
8 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Óvissa vegna synjunar forseta Ríkisstjórnin afgreiddi í gær fyrir sína parta frumvarp um þjóðarat- kvæðagreiðslu vegna ákvörðun- ar forsetans um að synja lögum Alþingis staðfestingar. Málið var rætt á sérstökum ríkisstjórnar- fundi og í þingflokkunum. Kostn- aður vegna þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar er áætlaður um 160 milljónir króna. Sérstök lög verða sett um kosn- inguna og fær Alþingi frumvarpið til meðferðar á föstudag. Sem kunn- ugt er eru ekki til lög um fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu og kemur því til sérstakrar lagasetn- ingar nú. Í frumvarpinu er kveðið á um að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram í síðasta lagi fyrsta laugardaginn í mars. Upphaflega hugðist ríkis- stjórnin boða til kosninga hinn 20. febrúar en eftir að hafa farið yfir málið á ríkisstjórnarfundi í gær varð niðurstaðan sú að kjósa í síð- asta lagi laugardaginn 6. mars. Þó er allt eins líklegt að kosið verði laugardaginn 27. febrúar. Í frumvarpinu er einnig kveð- ið á um að dómsmálaráðuneyt- ið skuli auglýsa atkvæðagreiðsl- una einu sinni í Lögbirtingablaði og þrisvar sinnum í Ríkisútvarp- inu, í síðasta lagi einni viku fyrir atkvæðagreiðsluna. Þá skal einnig birta spurninguna sem lögð verð- ur fyrir kjósendur með auglýsingu í dagblöðum, auk þess sem vakin verður athygli á að frumvarpið til laganna og öll skjöl varðandi með- ferð þess séu aðgengileg á áber- andi stað á heimasíðu Alþingis. Fyrir Alþingi liggja tvö frum- vörp um þjóðaratkvæðagreiðslur: annars vegar stjórnarfrumvarp og Atkvæðagreiðslan kostar 160 milljónir Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna synjunar forsetans á Icesave-lögunum verður í síðasta lagi haldin 6. mars. Meirihluti greiddra atkvæða mun ráða niðurstöðu samkvæmt stjórnarfrumvarpi. Ekki er kveðið á um lágmarksþátttöku. Spurningin verður svohljóðandi: „Eiga lög nr. ?? um breytingu á lögum nr 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Trygg- ingarsjóðs innstæðueigenda og fjár- festa frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. að halda gildi sínu eða eiga þau að falla úr gildi?“ Á kjörseðlinum skulu kjósendur merkja við annan hvorn af tveimur kostum: ■ Já, þau eiga að halda gildi. ■ Nei, þau eiga að falla úr gildi. SPURNINGIN Í ATKVÆÐAGREIÐSLUNNI SAMFYLKINGIN RÆÐUR RÁÐUM SÍNUM Þegar synjun forsetans lá fyrir á mánu- dag kom þingflokkur Samfylkingarinnar saman og fjallaði meðal annars um tilhögun væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN hins vegar frumvarp þingmanna Hreyfingarinnar, Sigmundar Ernis Rúnarssonar og Þráins Bertelsson- ar. Í framhaldi af synjun forseta á staðfestingu fjölmiðlalaganna 2004 fjallaði starfshópur ríkis- stjórnarinnar, sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður fór fyrir, um mögulega tilhögun væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá var lagt til að spurningin yrði orðuð svo: Eiga lög nr. 48/2004, um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993, sem Alþingi samþykkti, en forseti synjaði staðfestingar, að halda gildi sínu? bjorn@frettabladid.is Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Á arionbanki.is getur þú skoðað hvort þessi leið hentar þér. Gáðu að því að þetta er aðeins ein af fjölmörgum lausnum sem bankinn hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustu- ráðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000. Lægri höfuðstóll léttir greiðslubyrði Arion banki býður viðskiptavinum sínum að lækka höfuðstól innlendra og erlendra íbúðalána niður í 110% af markaðsvirði eignar. Til viðbótar býðst fólki sértæk skuldaaðlögun, sé núverandi greiðslugeta minni en sem nemur 110% veðhlutfalli. Virði eigna miðast við núverandi markaðsvirði, en mat á virði eigna fer ekki niður fyrir fasteignamat 1.1.2010. Íbúðalán ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 56 9 01 /1 0 Leiðarahöfundur breska dag- blaðsins Guardian segir að Íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en að greiða „tveim- ur miklu ríkari og valdameiri ríkjum“, nefnilega Bretlandi og Hollandi, 3,5 milljarða evra eða „útiloka sig ella frá utan- aðkomandi fjárhagsaðstoð og öruggu athvarfi tilvonandi Evrópusambandsaðildar“. Leiðarahöfundurinn segir skiljanlegt að Íslendingar séu reiðir vegna þessa. Þeir líti á sig sem fórnarlömb, þótt þeir hafi tekið fagnandi á móti gróðanum meðan allt lék í lyndi. „En hver svo sem útkom- an verður úr þjóðaratkvæða- greiðslu, þá verða þeir að borga.“ - gb Leiðari í Guardian: Ísland verður að borga „Ef ekki er lengur hægt að láta sig dreyma um að raunveru- leikinn hverfi, er þá hægt að kjósa um það í staðinn?“ spyr leiðarahöfundur danska dag- blaðsins Politiken: „Já eða nei við raunveruleikanum?“ Hann segir engu líkara en Íslendingar hugsi á þess- um nótum, nú þegar forseti landsins hefur ákveðið að vísa Icesave-lögunum til þjóðarat- kvæðis. Vandinn sé bara sá að skuld- irnar hverfi ekki. „Réttlátt er það vissu- lega ekki, en þjóðaratkvæði gerir ekki annað en að fresta skuldauppgjörinu.“ - gb Leiðari í Politiken: Skuldirnar hverfa ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.