Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.01.2010, Qupperneq 8
8 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Óvissa vegna synjunar forseta Ríkisstjórnin afgreiddi í gær fyrir sína parta frumvarp um þjóðarat- kvæðagreiðslu vegna ákvörðun- ar forsetans um að synja lögum Alþingis staðfestingar. Málið var rætt á sérstökum ríkisstjórnar- fundi og í þingflokkunum. Kostn- aður vegna þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar er áætlaður um 160 milljónir króna. Sérstök lög verða sett um kosn- inguna og fær Alþingi frumvarpið til meðferðar á föstudag. Sem kunn- ugt er eru ekki til lög um fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu og kemur því til sérstakrar lagasetn- ingar nú. Í frumvarpinu er kveðið á um að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram í síðasta lagi fyrsta laugardaginn í mars. Upphaflega hugðist ríkis- stjórnin boða til kosninga hinn 20. febrúar en eftir að hafa farið yfir málið á ríkisstjórnarfundi í gær varð niðurstaðan sú að kjósa í síð- asta lagi laugardaginn 6. mars. Þó er allt eins líklegt að kosið verði laugardaginn 27. febrúar. Í frumvarpinu er einnig kveð- ið á um að dómsmálaráðuneyt- ið skuli auglýsa atkvæðagreiðsl- una einu sinni í Lögbirtingablaði og þrisvar sinnum í Ríkisútvarp- inu, í síðasta lagi einni viku fyrir atkvæðagreiðsluna. Þá skal einnig birta spurninguna sem lögð verð- ur fyrir kjósendur með auglýsingu í dagblöðum, auk þess sem vakin verður athygli á að frumvarpið til laganna og öll skjöl varðandi með- ferð þess séu aðgengileg á áber- andi stað á heimasíðu Alþingis. Fyrir Alþingi liggja tvö frum- vörp um þjóðaratkvæðagreiðslur: annars vegar stjórnarfrumvarp og Atkvæðagreiðslan kostar 160 milljónir Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna synjunar forsetans á Icesave-lögunum verður í síðasta lagi haldin 6. mars. Meirihluti greiddra atkvæða mun ráða niðurstöðu samkvæmt stjórnarfrumvarpi. Ekki er kveðið á um lágmarksþátttöku. Spurningin verður svohljóðandi: „Eiga lög nr. ?? um breytingu á lögum nr 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Trygg- ingarsjóðs innstæðueigenda og fjár- festa frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. að halda gildi sínu eða eiga þau að falla úr gildi?“ Á kjörseðlinum skulu kjósendur merkja við annan hvorn af tveimur kostum: ■ Já, þau eiga að halda gildi. ■ Nei, þau eiga að falla úr gildi. SPURNINGIN Í ATKVÆÐAGREIÐSLUNNI SAMFYLKINGIN RÆÐUR RÁÐUM SÍNUM Þegar synjun forsetans lá fyrir á mánu- dag kom þingflokkur Samfylkingarinnar saman og fjallaði meðal annars um tilhögun væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN hins vegar frumvarp þingmanna Hreyfingarinnar, Sigmundar Ernis Rúnarssonar og Þráins Bertelsson- ar. Í framhaldi af synjun forseta á staðfestingu fjölmiðlalaganna 2004 fjallaði starfshópur ríkis- stjórnarinnar, sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður fór fyrir, um mögulega tilhögun væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá var lagt til að spurningin yrði orðuð svo: Eiga lög nr. 48/2004, um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993, sem Alþingi samþykkti, en forseti synjaði staðfestingar, að halda gildi sínu? bjorn@frettabladid.is Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Á arionbanki.is getur þú skoðað hvort þessi leið hentar þér. Gáðu að því að þetta er aðeins ein af fjölmörgum lausnum sem bankinn hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustu- ráðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000. Lægri höfuðstóll léttir greiðslubyrði Arion banki býður viðskiptavinum sínum að lækka höfuðstól innlendra og erlendra íbúðalána niður í 110% af markaðsvirði eignar. Til viðbótar býðst fólki sértæk skuldaaðlögun, sé núverandi greiðslugeta minni en sem nemur 110% veðhlutfalli. Virði eigna miðast við núverandi markaðsvirði, en mat á virði eigna fer ekki niður fyrir fasteignamat 1.1.2010. Íbúðalán ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 56 9 01 /1 0 Leiðarahöfundur breska dag- blaðsins Guardian segir að Íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en að greiða „tveim- ur miklu ríkari og valdameiri ríkjum“, nefnilega Bretlandi og Hollandi, 3,5 milljarða evra eða „útiloka sig ella frá utan- aðkomandi fjárhagsaðstoð og öruggu athvarfi tilvonandi Evrópusambandsaðildar“. Leiðarahöfundurinn segir skiljanlegt að Íslendingar séu reiðir vegna þessa. Þeir líti á sig sem fórnarlömb, þótt þeir hafi tekið fagnandi á móti gróðanum meðan allt lék í lyndi. „En hver svo sem útkom- an verður úr þjóðaratkvæða- greiðslu, þá verða þeir að borga.“ - gb Leiðari í Guardian: Ísland verður að borga „Ef ekki er lengur hægt að láta sig dreyma um að raunveru- leikinn hverfi, er þá hægt að kjósa um það í staðinn?“ spyr leiðarahöfundur danska dag- blaðsins Politiken: „Já eða nei við raunveruleikanum?“ Hann segir engu líkara en Íslendingar hugsi á þess- um nótum, nú þegar forseti landsins hefur ákveðið að vísa Icesave-lögunum til þjóðarat- kvæðis. Vandinn sé bara sá að skuld- irnar hverfi ekki. „Réttlátt er það vissu- lega ekki, en þjóðaratkvæði gerir ekki annað en að fresta skuldauppgjörinu.“ - gb Leiðari í Politiken: Skuldirnar hverfa ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.