Fréttablaðið - 07.01.2010, Page 12

Fréttablaðið - 07.01.2010, Page 12
12 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR EFNT ER TIL FORVALS Á VERSLUNAR- OG VEITINGAÞJÓNUSTU Í HÖRPU, TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSINU Í REYKJAVÍK Ago, dótturfélag Portusar, leitar að áhugasömum rekstraraðilum í húsið sem verður opnað vorið 2011. Við val á þeim verður styrkleiki vöru og þjónustu, þekking, reynsla, geta og nýbreytni lögð til grundvallar. Forvalsgögn munu liggja frammi á skrifstofu Portusar, Austurstræti 17, 5. hæð, 101 Reykjavík frá og með föstudeginum 8. janúar. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað, eigi síðar en kl. 16:00, föstudaginn 29. janúar, merktum: Ago – viðskiptatækifæri: FORVAL. Sérstök athygli er vakin á kynningarfundi sem verður haldinn á Grand Hóteli í dag, fimmtudaginn 7. janúar kl. 15. Þar verða veittar nánari upplýsingar um forvalið og forvalsgögnum dreift. Almennar upplýsingar á: www.portusgroup.is Á ÞÍN REKSTRAR- HUGMYND HEIMA Í HÖRPU? ÍS L E N S K A /S IA .I S /P O R 4 86 22 0 1/ 10 Ætlar þú að gera þér dagamun á þrettándanum? JÁ 34,2% NEI 65,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Tók forseti Íslands rétta ákvörð- un í Icesave-málinu? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis sendir dóms- mála- og mannréttindaráðuneytinu tóninn í nýju áliti sínu um Þjóðskrá. Ráðuneytið hefur í þrettán ár trassað að setja reglur um hámarkslengd nafna í Þjóðskrá. Segir umboðsmaður að það athafnaleysi sé ekki í samræmi við lög. Tildrög málsins voru þau að umboðsmanni barst kvörtun frá foreldri sem ekki gat skráð fullt nafn dóttur sinnar í tölvuskrá Þjóðskrár þar sem það var meira en 31 stafabil að lengd. Það réði tölvukerfið ekki við, og gerir ekki enn. Í slíkum tilvikum hefur venjan verið sú að starfs- menn Hagstofunnar gera munnlegt samkomulag við viðkomandi um að skrá nafnið með tilteknum hætti, oft skammstöfunum, í Þjóðskrána. Við það öðlast hið skráða nafn hins vegar lagalegt gildi, og ber eft- irleiðis að nota það í öllum samskiptum og viðskipt- um við opinbera aðila. Umboðsmaður Alþingis kemst sem áður segir að þeirri niðurstöðu að setja þurfi reglur um það hvernig skuli meðhöndla þessi tilvik og samkomu- lag sem þessi þurfi að verða formleg og skrifleg. - sh Umboðsmaður Alþingis sendir dómsmálaráðuneytinu tóninn í nýju áliti: Gagnrýnir skráningu í Þjóðskrá ÞJÓÐSKRÁ Ekki er hægt að heita lengra nafni en sem nemur 31 stafabili. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skil- orðsbundna í þrjú ár, fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir árið 2008. Fyrst réðst maðurinn á annan mann fyrir utan Lands- bankann á Laugavegi 77. Árásar- maðurinn sló hinn hnefahöggi í andlitið og síðan með glerflösku í höfuðið þannig að hann féll í jörð- ina. Síðan sparkaði hann í bringu fórnarlambsins, sem hlaut mar í kringum augnumgjörð og brotið bringubein. Síðar réðst ofstopamaðurinn á mann á Laugavegi. Hann kýldi manninn í andlitið og sparkaði í höfuð hans og líkama. Fórnar- lambið hlaut beinbrot bæði á lík- ama og í andliti. Árásarmaðurinn játaði sök fyrir dómi og samþykkti bótakröf- urnar. En hann krafðist lægstu refsingar sem lög leyfa og þess að bótakröfur yrðu lækkaðar. Hann var dæmdur til að greiða fyrra fórnarlambinu rúmlega 380 þús- und krónur í miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða mann- inum sem hann réðst á í seinna skiptið ríflega 500 þúsund krón- ur í miskabætur. - jss HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Réðst með hrottalegum hætti á menn á Laugavegi: Dæmdur í árs fangelsi STJÓRNMÁL Þorleifur Gunnlaugs- son, oddviti Vinstri grænna í borg- astjórn, sæktist eftir fyrsta sæt- inu í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Áður hafði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi flokksins, lýst því yfir að hún myndi sækjast eftir fyrsta sætinu. Að óbreyttu munu flokksmenn því geta kosið á milli í það minnsta tveggja frambjóðenda í fyrsta sætið. Forvalið fer fram 6. febrúar næstkomandi. - bj Forval VG í Reykjavík: Tvö vilja fá fyrsta sætið ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON SÓLEY TÓMASDÓTTIR STJÓRNSÝSLA Enn hefur ekki verið ráðinn þjóðgarðsvörður á Þing- völlum í stað Sigurðar Oddsson- ar sem féll frá í ágúst. Þingvalla- nefnd ákvað á fundi 26. október að auglýsa eftir nýjum þjóðgarðs- verði og sagði þá stefnt að því að gengið yrði frá ráðningunni fyrir 1. janúar. 78 umsóknir bárust. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigð- isráðherra og formaður Þing- vallanefndar, segir til hafa stað- ið á þriðjudag að eiga viðtöl við umsækjendur en það hafi frestast vegna Icesave-málsins. „En við stefnum að því að ljúka umfjöll- un um umsóknir fyrir vikulokin,“ segir formaðurinn. - gar Starf Þingvallanefndar tefst. Hafa ekki ráðið þjóðgarðsvörð FANGELSISMÁL „Við þurfum að fá að vita hvenær og hverjar úrbæt- ur verða gerðar á einangrunar- málum fanga hér á landi. Annars endar þetta bara með stórslysi.“ Þetta segir Erlendur S. Baldurs- son, aðstoðarmaður forstjóra Fangelsismálastofnunar. Síðdegis í gær sátu þrjátíu manns í gæsluvarðhaldi, þar af helmingur í einangrun. Fangels- ismálastofnun hefur yfir að ráða samtals tíu einangrunarplássum. Í gær og fyrradag voru tíu manns úrskurðaðir í gæsluvarðhald og allir í einangrun. Flestir þeirra eru af erlendum uppruna. Í ein- angrun sitja ásamt fleirum fyrir þrír strokufangar, tveir íslenskir sem reyndu að strjúka af Litla- Hrauni fyrir nokkrum dögum og einn erlendur. Umræddir þrír strokufangar sæta þeim viður- lögum að vera í einangrunarvist í allt að hálfum mánuði. Erlendur segir að af þessum tíu mönnum sem úrskurðaðir voru í einangrun á tveim síðustu sól- arhringum sé pláss fyrir tvo til þrjá á Litla-Hrauni. Hina verði að vista á lögreglustöðvum þar til pláss skapist í fangelsum. „Við erum með alltof fá ein- angrunarpláss, þegar svona kemur upp á eins og margoft hefur verið bent á,“ segir Erlend- ur. „Kerfið þolir því óskaplega lítið. Það er alltaf við suðumark og er alltaf pínt upp í efstu mörk. Ef upp kemur eitthvert brot þar sem margir eru úrskurðaðir í einangrun, þá höfum við einfald- lega ekki pláss, sem aftur þýðir að lögreglan þarf að snúast með þessa fanga um allar trissur.“ Erlendur minnir á tillög- ur Fangelsismálastofnunar til úrbóta í þessum málum, sem nú liggja fyrir. „Okkur vantar auðvitað nýtt fangelsi. Það er ekkert öðru- vísi. Við getum ekki endalaust notað fangelsi sem halda hvorki vatni né vindi, eins og Hegning- arhúsið,“ undirstrikar Erlendur. „Í Bitru fáum við eitthvað um tuttugu afplánunarpláss en það hjálpar ekkert upp á einangrun- armálin, þar sem hafa þarf menn í haldi af því að þeir eru hættu- legir eða vegna rannsóknarhags- muna. Dómsmálaráðherra hefur stutt við þennan málaflokk eftir föngum og það ber að þakka. En fjárveitingarvaldið verður að fara að gera sér grein fyrir alvar- legri stöðu mála hér.“ jss@frettabladid.is ERLENDUR S. BALDURSSON Segir fjárveit- ingarvaldið verða að gera sér grein fyrir alvarlegri stöðu í einangrunarmálum. EINANGRUNARGANGUR Á LITLA-HRAUNI Tíu einangrunarpláss eru í fangelsum landsins. Þau eru fullsetin og vista þarf einangrunarfanga á lögreglustöðvum. Skortur á ein- angrun endar með stórslysi Vista þurfti fimm einangrunarfanga á lögreglu- stöðvunum í gær, þar sem öll einangrunarrými voru full. Fangelsismálastofnun segir þetta enda með stórslysi, verði ekkert að gert.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.