Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 16
16 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Forseti Íslands telur, að ríkis-stjórninni hafi ekki tekizt að sannfæra þjóðina um nauðsyn þess að staðfesta samkomulag stjórnar- innar við Breta og Hollendinga um lausn IceSave-deilunnar. Þennan skilning lagði hann til grundvallar, þegar hann ákvað að vísa IceSa- ve-lögunum til þjóðaratkvæðis og sagði: „Skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar sé sama sinnis.” Forsagan Lausn IceSave-deilunnar við Breta og Hollendinga er forsenda aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Norðurlanda við Ísland að kröfu Norðurlandanna. Þjóðin þarf á aðstoðinni að halda, því að án lánsfjárins, sem fylgir henni, gæti gengi krónunnar fallið enn meira en orðið er, auk þess sem hættan á greiðslufalli ríkissjóðs myndi þá aukast. Aðstoð AGS og Norðurlanda er einnig ætlað að tryggja, að Ísland geti sem fyrst endurheimt eðlilegan aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum. IceSave-skuldin, sem deilan snýst um, er til komin vegna þess, að ríkisstjórnir Bretlands og Hol- lands töldu brýnt að bæta 400.000 sparifjáreigendum tjónið, sem fall Landsbankans hefði ella vald- ið þeim. Bretar og Hollendingar kröfðust þess, að Íslendingar end- urgreiddu þeim um helming bóta- fjárins. Ríkisstjórnin féllst á þessa lausn, og það gerði einnig Alþingi, fyrst með fyrirvörum, sem Bret- ar og Hollendingar höfnuðu, og síðan aftur eftir átta mánaða þóf með nýjum blæbrigðum, sem rík- isstjórnir landanna þriggja gátu unað við. Nú hefur forsetinn falið þjóðinni að greiða atkvæði um lögin til samþykktar eða synjunar. Verði lögunum hafnað í þjóðar- atkvæðagreiðslu, brestur mik- ilvæg forsenda AGS og Norður- landa fyrir stuðningi við Ísland. Sú spurning vaknar, hvort Norður- löndin dragi sig þá í hlé. Þá mun AGS eiga tveggja kosta völ: annað- hvort að hætta stuðningi við Ísland og skilja landið eftir á berangri eða mæla með hertu aðhaldi með enn harkalegri niðurskurði ríkisút- gjalda og þyngri álögum á fólk og fyrirtæki en nú er gert ráð fyrir. Þetta stafar af því, að AGS hefur þegar teygt sig út á yztu nöf í lán- veitingum til Íslands samkvæmt reglum sjóðsins. Dragi Norður- löndin sig í hlé, myndast breitt fjárhagslegt bil, sem þarf að brúa. Vandséð er, að önnur lönd fáist til að fylla skarðið. Samhengi hlutanna Hvers vegna skyldu Íslendingar kjósa slíkt yfir sig með því að fella IceSave-samkomulagið í þjóðarat- kvæðagreiðslu? Því þarf hver kjós- andi að svara fyrir sig. Andstaðan gegn samkomulaginu virðist sum- part stafa af óbeit á, að íslenzkum skattgreiðendum sé gert að axla óreiðuskuldir einkafyrirtækis, eins og það sé sjálfsagður hlutur, að brezkir og hollenzkir skattgreið- endur borgi heldur brúsann. And- staðan virðist einnig stafa sumpart af óbeit á, að blásaklaus almenn- ingur sé dreginn til ábyrgðar á IceSave-skuldunum, meðan banka- mennirnir og aðrir, sem stofnuðu til skuldanna, hafa ekki enn þurft að sæta ábyrgð að lögum. Stöldrum við þetta. Hefði ríkisstjórninni ekki gengið betur að sannfæra fólkið í landinu um nauðsyn þess að standa undan- bragðalaust í skilum við Breta og Hollendinga, hefði hún jafnframt gert allt, sem í hennar valdi stóð til að koma lögum hratt og örugg- lega yfir ábyrgðarmenn hrunsins? Hefði ríkistjórninni ekki geng- ið betur, hefðu málsvarar hennar talað skýrt og skorinort um nauð- syn þess, að bankamenn og aðrir, sem brutu lög, séu dregnir til ábyrgðar? Hefði henni ekki geng- ið betur, hefði hún strax í upphafi fallizt á að fela óháðum erlendum sérfræðingum rannsókn hruns- ins, svo sem háværar kröfur voru uppi um? Hefði ríkisstjórnin gert það, sem henni bar að gera, hefði fótunum trúlega verið kippt undan andstöðunni við Icesave-samkomu- lagið. Ríkisstjórnin brást að þessu leyti og einnig stjórnarandstaðan nær öll. Hvers vegna? Vandinn er að verulegu leyti sá, að stjórnmálastéttin ber sjálf þunga ábyrgð á hruninu ásamt bankamönnum og öðrum. Nýjar upplýsingar Ríkisendurskoð- unar um fjárframlög fyrri ára til stjórnmálastarfsemi bregða birtu á málið. Framsóknarflokk- urinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin þágu fjallhá fram- lög frá einkaaðilum árin 2002- 2006. Framlögin námu að jafn- aði tæpum 6.000 krónum á hvert atkvæði greitt þessum flokkum í alþingiskosningunum 2007, og var Framsóknarflokkurinn harðdræg- astur. Hér eru þó hvorki talin framlög til einstakra frambjóð- enda né til ýmissa félaga innan Sjálfstæðisflokksins. Stærstu ein- stöku framlögin voru frá bönk- unum. Að kaupa sér frið Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Samhengi hlutanna UMRÆÐAN Hjálmar Sveinsson skrifar um borgarmál Ákvarðanir sem stjórn-völd taka í Reykjavík, og í nálægum sveitarfélögum, hafa mikil áhrif á líf okkar og fram- tíð barna okkar. Það sem hefur tekist vel, nýting heita vatnsins, uppbygging leikskóla og grunn- skóla, skipulag útivistarsvæða, svo eitthvað sé nefnt, vitnar um framsýni. Því miður eru dæmi af hinu taginu of mörg. Þar hefur skammsýnin ráðið för og þjónkun við sér- hagsmuni fjárfesta og verktaka. Undanfarna daga hefur komið í ljós að þeir hafa launað ríkulega fyrir sig með milljónagreiðslum til frambjóðenda og flokka. Ekki hefur bætt úr skák að smákóngar hafa blásið til samkeppni sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu og hunsað allt samráð. Samkeppnin felst í því að byggja sem allra mest á sem skemmstum tíma. Við sjáum afraksturinn. Í úthverfum blasa við hálftómar blokkir og heilu hverfin með tilbúnum götum en húsin vantar. Í miðborginni gnæfa tómir turnar. Hrun á fasteignamarkaði blasir við. Sveitar- félögin eru að sligast undan milljarðafjárfestingum í hverfum þar sem enginn býr. Þau þurfa nú að fara í niðurskurð á opinberri þjónustu, meðal annars í leikskólum og grunnskólum. Eitt mikilvægasta verkefni okkar er að koma í veg fyrir að pólitísk óstjórn undanfarin ár bitni á börnum og unglingum. Við megum ekki láta það gerast. Við skulum bregðast við erfiðleikunum með því að efla skólana og æskulýðsstarf með ungling- um. Við þurfum að temja okkur meiri heildarsýn. Borgir eru stórkostlega merkileg sambýli. Höfuð- borgarsvæðið er sambýli. Það gengur ekki að sveit- arfélögin hafi hvert sína skipulagsstefnu. Það hefur reynst okkur of dýrkeypt. Við eigum að binda sam- ráð þeirra á sviði landnotkunar, byggðaþróunar, samgangna og umhverfismála í lög. Við, borgararn- ir, þurfum ekki á smákóngaveldinu að halda. Við þurfum einnig að innleiða siðbót í stjórn- málin á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálunum. Við skulum rjúfa samtryggingarkerfi fjármagns, flokka og frambjóðenda með skýrri lagasetningu. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík. Lengri útgáfa þessarar greinar birtist á Vísi. Höfuðborgarsvæðið er sambýli HJÁLMAR SVEINSSON Undirskriftir og undirskrift Nokkuð hefur verið rætt um áskoranalista Indefence, sem forseti Íslands hafði til hliðsjónar þegar hann vísaði Icesave-lögunum í þjóð- aratkvæði. Sumir líta á áskorunina sem fullgildan og óvefengjanlegan undirskriftarlista sem forsetanum bar að taka fullt mark á. Á þeim nótum hefur leiðarahöfund- ur Morgunblaðsins til dæmis skrifað; hann taldi jafnvel ástæðu til að efna til lögreglurannsóknar til að hafa hendur í hári grallaraspóa sem skráðu nafn Andrésar Andar á listann að önd- inni forspurðri. Aðrir hafa fyrirvara á listanum, til dæmis Steingrímur J. Sigfússon, sem benti á í fréttum RÚV á dögunum að í undirskriftarsöfnun á netinu gerði tæknin mönnum kleift að hafa rangt við. Frægasta undirskrift allra tíma Spólum nú fimm og hálft ár aftur í tímann. Þá var sams konar undirskriftasöfnun í gangi gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar- innar. Um þann lista sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra á Alþingi: „Mér skilst að hinn frægi und- irskriftalisti sem engin undirskrift er á sé einhver disklingur sem enginn hafi fengið að sjá. Þetta er nú sennilega frægasta undirskrift allra tíma. Ég sé ekki að mikið sé hægt að gera með slíka hluti.“ Óþarfa tæknihræðsla Þessu svaraði Steingrímur J. Sigfús- son, sem þá var í stjórnarandstöðu, um hæl. „Þótt það sé nútímatækni sem sé notuð og forsætisráðherr- ann kunni að vera tortrygginn í hennar garð eigum við þá ekki að reikna með að á bak við standi umtalsverður þjóð- arvilji.“ Svona geta hinir pólit- ísku vindar snúist. bergsteinn@frettabladid.isN ú liggur fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla verður um synjun forseta Íslands á nýjustu lögunum um Ice - save. Stuðningsmenn beins lýðræðis fagna hverju tækifæri sem þjóðinni verður veitt til þátttöku og ákvörðunar. En þeir gera samt þessar athugasemdir við tilhögun málsins: Í fyrsta lagi var samið við erlenda aðila án þess að nefna að málið kynni að ganga til þjóðaratkvæðis. – Í öðru lagi var málið rætt, fram til lokaafgreiðslu, án þess að athygli væri vakin á hugsanlegri synjun forsetans. – Í þriðja lagi fjallar þjóðarat- kvæðagreiðslan ekki um greiðslubyrði þjóðarinnar heldur um lagalegar skilgreiningar og útfærslur, sem forðum voru nefnd- ar júridísk spíðsfindugheit. – Þetta getur skaðað málstað beins lýðræðis. Á síðustu árum hefur heimild forseta Íslands til að synja lögum staðfestingar ekki verið dregin í efa. Hins vegar er ástæða til að ítreka að stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands gerir ráð fyrir því að þessi heimild sé til þrautavara og ýtrustu viðlaga. Hún er ekki hugsuð til þess að gera embætti forseta Íslands að virkri miðju stjórnmálanna. Á þetta reyndi á fyrstu árum sjálfstæðisins og um þetta mun almennt sammæli. Leiða má rök að því að synjun forsetans að þessu sinni fari út fyrir þessi mörk. Þar með hefur orðið grundvallarbreyting á stjórnkerfi Lýðveldisins Íslands. Nú er embætti forsetans orðið að brennidepli stjórnmálaátakanna í landinu. Stjórnkerfi okkar líkist nú meira en áður stjórnkerfi Frakka og því sem forðum tíðkaðist í Finnlandi. Um það verður varla deilt að forseti Íslands er samkvæmur sjálfum sér í ákvörðun sinni. Síðastliðið haust setti hann skilyrði við staðfestingu fyrri laga um Icesave. Í sjálfu sér var það eins- dæmi þá og mjög hæpið frá sjónarmiði stjórnarskrárinnar. Nokkrar spurningar hljóta að vakna um synjun forsetans: Er unnt að skýra það að forseti lét forsætisráðherra og þjóðina bíða heilt dægur eftir upplýsingum um ákvörðun sína – eftir að hann sagðist hafa lokið málinu af sinni hálfu? Er unnt að afsaka að forsætisráðherra fékk ekki upplýsingarnar fyrr en frétta- mannafundur forsetans var hafinn? Getur það hafa átt sér stað að forseti Íslands hafi ekki látið forsætisráðherra þegar í stað vita af því að hann hygðist synja lögunum eða væri í alvarlegum vafa um staðfestingu þeirra? Getur það hafa átt sér stað að dagar eða vikur hafi liðið með hávaðarifrildi á Alþingi og skelfingu meðal almennings en forset- inn beðið ákveðinn í að synja lögunum eða alvarlega að hugsa um slíkt og forsætisráðherra ekki fengið neitt að vita um það? Eða getur það hafa átt sér stað að forseti Íslands, þessi gáfaði, reyndi og lærði maður, hafi tekið ákvörðun sína á nokkrum dögum – en fékk þó lagafrumvarpið í hendur löngu fyrr og áður en það var lagt fyrir Alþingi? Velunnarar Ólafs Ragnars Grímssonar spyrja sig þessara spurninga og hafa ekki fundið svör. Synjun forsetans vekur nokkrar spurningar. Staða forseta Íslands JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR Faxafeni 12 (2. hæð), 108 Reykjavík LAGERSALA 60-80% afsláttur KRAKKAR: Úlpur Flíspeysur 1.500 - 3.500 kr. Útigallar 8.000 kr. UNGBÖRN: Flíspeysur 2.000 kr. Sokkar og vettlingar 500 kr. DÖMUR & HERRAR: Útigallar 8.000 kr. Flíspeysur 4.000- Opnunartímar Faxafen: Mán til fös: 9-18 Lau: 11-16 Sun: 12-16 Glerárgötu 32, 600 Akureyri Opnunartímar Glerárgata: Mán til fös: 10-18 Lau: 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.