Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 18
18 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Talya Lana Gummi Jill Michael Gannon Ingibjörg Ægir Frábærir gestakennarar 12. janúar ~ Ashtanga vinyasa byrjendanámskeið Kennarar: Ingibjörg og Jill 22. janúar ~ Vinyasa flæði byrjendanámskeið Kennari: Gummi 13. janúar ~ Þú hefur svarið! Námskeið um meiri velgengni og ánægju, orkuna þína, minni streitu ofl. Kennari: Ægir Opnir tímar fyrir byrjendur og lengra komna Hot yoga á morgnana og dagurinn verður frábær Hatha yoga í hádeginu - endurnýjaðu orkuna þína Yoga á vinnustöðum Einkatímar www.yogashala.is Engjateig 5, 2. hæð, S. 553 0203 KOMDU Í YOGA! vi lb or ga @ ce nt ru m .is Með því að kaupa Miele þvottavél eða þurrkara leggur þú grunn að langtímasparnaði Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Staðgreiðsluverð A B  ára líftími = . klst. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Þvottavél W1634  sn/mín/6 kg/ísl. stjórnborð 177.950 Þvottavél W1714  sn/mín/6 kg/ ísl. stjórnborð 196.950 Þurrkari T7634 f. barka/6 kg/m. rakaskynjara 151.450 Þurrkari T7644C m. þétti/6 kg/m. rakaskynjara 166.660 Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast í . klst. Miele þvottavélar eru allar með íslensku stjórnborði, íslenskum leiðbeiningum, stóru hurðaopi UMRÆÐAN Lilja Mósesdóttir skrif- ar um Icesave Umræðunni um Icesave hefur því miður verið snúið upp í spurningu um líf og dauða vinstriríkis- stjórnar en ekki kjarna málsins sem er uppgjör skattgreiðenda við fjár- magnseigendur. Fjölmiðlar hafa ýtt undir þennan misskilning á eðli málsins með einhliða dómdags- málflutningi um nauðsyn þess að skattgreiðendur taki á sig skuld- bindingar sem stofnað var til og skilgreindur af fjármagnseigend- um. Skattgreiðendur hafa hins vegar neitað að láta afvegaleiða sig í baráttu sinni fyrir sanngjörnum samningi um Icesave skuldbind- ingarnar. Samningi, sem tekur mið af raunveru- legri skuldastöðu þjóðar- búsins og greiðslugetu en byggist ekki á vanmati á skuldum og óraunhæfum væntingum um virkjana- framkvæmdir. Eignaupptaka í þágu fjár- magnseigenda Áætlanir AGS um mögu- leika okkar til að greiða skuldir byggja á góðri stöðu lífeyrissjóð- anna og 360 þúsund tonna álvers- framkvæmdum. M.ö.o. AGS ætlast til þess að eignir lífeyrissjóðanna verði seldar og greiddar út til að forða ríkinu frá greiðsluþroti ef með þarf. Til þess að knýja 360 þúsund tonna álver, þarf 620 MW. Orkuveitan og HS ættu að geta ábyrgst 400 MW til slíks álvers, þ.e. ef lán fást til frekari framkvæmda. Það sem upp á vantar þyrfti því að koma frá Landsvirkjun sem lýst hefur því yfir að sú orka sem virkj- uð verður í neðri hluta Þjórsár fari ekki til nýrra stóriðjuvera. Mikil andstaða er meðal landeigenda við þessar framkvæmdir og lánshæfis- mat Landsvirkjunar er í ruslflokki, þannig að afar ólíklegt er að farið verði í að byggja þrjár virkjan- ir í neðri hluta Þjórsár nema með ærnum tilkostnaði skattgreiðenda sem mun birtast í háu orkuverði. Tilkostnaði sem bæta þarf ofaná kostnað ríkissjóðs við að tryggja að fullu innistæður hvers og eins fjármagnseiganda umfram rúmar 3 milljónir(20.899 á genginu 155 Iskr.). Uppreisn skattgreiðenda Andstaða skattgreiðenda við eignaupptöku fjármagnseigenda hefur lengi legið fyrir. Skoðana- kannanir Capacent Gallup hafa sýnt að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn því að Alþingi veiti ríkisábyrgð á Icesave samning- inn sem gerður var í byrjun júní á síðasta ári. Í byrjun ágúst voru t.d. 77,6% frekar eða mjög andvíg því. Afstaða þjóðarinnar til rík- isábyrgðar breytist lítið eftir að Hollendingar og Bretar breyttu samningnum til að koma til móts við fyrirvara Alþingis. Um miðj- an desember sl. vildu 70% þátttak- enda í þjóðarkosningu að Alþingi hafnaði ríkisábyrgðinni. Samþykkt Alþingis á ríkisábyrgðinni í lok árs 2009 hlaut því að mynda gjá á milli þings og þjóðar sem erfitt yrði að brúa án sáttagjörðar. Mikil þátt- taka almennings í undirskriftar- söfnun Indefence hópsins knúði forsetann til að vísa frumvarpinu um ríkisábyrgð í þjóðaratkvæða- greiðslu. Ef þjóðin hafnar frumvarpinu taka gildi lög um ríkisábyrgð sem samþykkt voru í lok ágúst með fyrirvörum Alþingis. Fyrirvarar Alþingis voru afar mikilvægt for- dæmi fyrir skuldsettar þjóðar um að hægt væri að rísa upp og segja hingað og ekki lengra. Skilaboð Alþingis með fyrirvörunum voru að Íslendingar viðurkenni skuld- bindingar sínar en borgi aðeins þær skuldir sem þjóðin ræður við að greiða án þess að fórna velferð komandi kynslóða. Það er ljóst að Icesave snýst ekki um líf vinstristjórnar heldur hags- muni íslenskra skattgreiðenda. Höfundur er þingkona Vinstri grænna. Icesave er uppgjör almennings við fjármagnseigendur LILJA MÓSESDÓTTIR Auglýsingasími – Mest lesið UMRÆÐAN Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar um Icesave Í 15 mánuði hafa íslensk stjórnvöld átt í harkalegri milliríkjadeilu við bresk og hollensk stjórnvöld vegna ábyrgðar á innlánsreikningum í útibúum Landsbank- ans í Bretlandi og Hollandi. Inn í þá deilu blandast óhjákvæmilega erfiður ágrein- ingur vegna harkalegra aðgerða breskra stjórnvalda gagnvart íslenska fjármála- kerfinu þann 8. okt. 2008. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá að gríðarlegur aflsmunur er á deiluaðilum og að þarf mikla lagni, útsjónar- semi og staðfestu til að ná hagstæðri samningsnið- urstöðu fyrir Íslands hönd. Í þá 15 mánuði sem deilan hefur staðið hefur það ekki gert íslenskum stjórnvöldum auðveldara fyrir að innanlands er hver höndin upp á móti annarri. Deilt er um hvort og þá hvaða ábyrgð íslenska ríkið beri á innistæðum í útibúum bankans í þess- um löndum og svo er líka deilt um hvort og hvern- ig eigi að semja við bresk og hollensk stjórnvöld sem hafa þegar gengist í ábyrgðir gagnvart inni- stæðueigendum. Eins og í öllum milliríkjadeilum alls staðar í heiminum eru alltaf einhverjir sem sjá sér hag í því að hvetja til átaka frekar en samn- inga og vopnaðir réttlætisrökum reyna þeir að telja almenningi trú um að það muni skila árangri þegar til lengri tíma er litið. Hér eins og annars staðar eru þetta falsrök því eina leiðin til far- sældar er að þjóðir rétt eins og einstaklingar lifi í sæmilegri sátt við sjálfa sig og aðra. Tvær ríkisstjórnir og allnokkrir samningamenn hafa nú glímt við að leysa Icesave-málið á þessum 15 mánuðum og ennþá er það í uppnámi. Á þessum tíma hafa margir verið úthrópaðir sem vanhæfar liðleskjur af þeim sem standa álengdar og fylgjast með. Og enn eru gerð hróp að fólki. Að samninga- mönnum fyrir vanhæfni, að ríkisstjórninni fyrir blekkingar, að forsetanum fyrir að setja málið í uppnám, að Indefence fyrir að blekkja fólk til und- irritunar, að stjórnarandstöðunni fyrir afneitun og ábyrgðarleysi. Og svo er deilt um hver sagði hvað hvenær og hver bar ábyrgð á hverju hvenær. Allir á móti öllum. Þegar forseti Íslands ákvað að synja lögunum frá 30. des. staðfestingar reiddust stjórnarliðar en stjórnarandstæðingar kættust. Það er hvort tveggja skiljanlegt í ljósi umræðna undanfarinna vikna og mánaða. En er ekki kominn tími til að við reynum að semja um vopnahlé innanlands meðan við leiðum þessa erfiðu milliríkjadeilu til lykta? Það munu gefast næg tækifæri síðar til að taka upp innan- landsdeilurnar aftur ef menn svo kjósa. Núna verða stjórnarliðar að halda aftur af hugaræsingi sínum og stjórnarand- stæðingar af meinfýsni sinni. Báðir aðilar vita sem er að það verður ekki undan því vikist að semja um lyktir deilunnar. Í því sambandi skiptir engu máli hvaða ríkis- stjórn er við völd því stjórnvaldið er eitt og hið sama og verkefnin hverfa ekki þó skipt sé um flokka og fólk. Þetta ætti okkur að vera orðið ljóst. Ísland á nú þegar í fjármálakreppu og gengis- kreppu og gæti staðið andspænis alvarlegri stjórn- arfarskeppu ef ríkisstjórnin ákveður að standa eða falla með lögunum frá 30. desember. Það gæti orðið dýrkeypt – fyrir þjóðina alla. Þess vegna eiga stjórn og stjórnarandstaða að slíðra sverðin og sameinast um að leiða samninga- málin við Breta og Hollendinga til lykta. Skipa þarf pólitíska sátta- og samninganefnd og velja í hana fólk sem nýtur bæði trausts innan flokka og þvert á flokka. Þessi nefnd leggi mat á þær leiðir sem færar eru og fái fullt umboð ríkisstjórnar og þingflokka til að semja fyrir Íslands hönd. En við megum engan tíma missa og þess vegna verður þetta að gerast strax. Hinn kosturinn er að sam- þykkja lögin frá 30. des. í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hins vegar hætt við að aðdragandi þeirrar atkvæðagreiðslu og túlkun niðurstöðunnar myndi síst draga úr átökum heldur bætast í safn allra þeirra deilumála sem nú þegar geisa meðal þjóð- arinnar. Og það sem við þurfum núna er friður og lausnir en ekki átök og orðaskak. Höfundur er fyrrverandi utanríkisráðherra. Nú er mál að linni INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Skipa þarf pólitíska sátta- og samninganefnd og velja í hana fólk sem nýtur bæði trausts innan flokka og þvert á flokka. Þessi nefnd leggi mat á þær leiðir sem færar eru og fái fullt umboð ríkisstjórnar og þingflokka til að semja fyrir Íslands hönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.