Fréttablaðið - 07.01.2010, Page 20

Fréttablaðið - 07.01.2010, Page 20
 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR „Ætli ég geri bara ekki eitt- hvað töfrandi,“ segir töfra- maðurinn landskunni Jón Víðis Jakobsson glettinn, beð- inn um að lýsa fyrirætlunum sínum í tilefni af fertugsaf- mælinu sem er í dag. Þótt Jón hafi ekki skipu- lagt veisluhöld að þessu sinni segist hann vera mikið af- mælisbarn í sér. „Sem dæmi um það hélt ég þrisvar sinn- um upp á þrítugsafmæl- ið mitt. Því er reyndar um að kenna að íbúðin mín er svo lítil að ég neyddist til að bjóða vinum og vandamönn- um í þremur hollum,“ útskýr- ir Jón og hlær góðlátlega. Hann bætir við að sér þyki al- mennt gaman að gleðja aðra. „Mér finnst til dæmis voða- lega skemmtilegt að mæta í afmælisveislur annarra og galdra þá gjarnan fram úr erminni eins og eina köku. Það töfrabragð nýtur mikilla vinsælda hjá veislugestum,“ segir Jón, sem hefur ekki síður fundið þessari þörf til að gleðja aðra farveg í starfi sínu sem töframaður. Jón steig fyrst fram á sjón- arsviðið sem töframaður fyrir tólf árum og hefur síðan þá sýnt víða, gefið út bók og haldið námskeið í tengslum við töfrabrögð. Þá var hann kjörinn fyrsti forseti Hins ís- lenska töframannagildis. En hvernig skyldi þessi áhugi á töfrum vera til kominn? „Al- gjör tilviljun réði því að ég fór út á þessa braut,“ svar- ar Jón. „Einhverju sinni var ég að sýna börnum systur minnar töfrabrögð og þau fóru að kvarta undan van- kunnáttu minni. Það varð til þess að systir mín ákvað að gefa mér töfrabragðasett í jólagjöf með því skilyrði að ég myndi sýna töfrabrögð á afmælinu hennar annan í jólum. Þegar stundin rann upp bjóst enginn við neinu af mér, allra síst krakkarnir, og þannig tókst mér að koma öllum á óvart. Síðan þá hef ég ekki getað hætt,“ minnist hann og brosir. Segja má að Jón hafi helg- að börnum stóran hluta ævi sinnar, því auk námskeiða- halds hefur hann unnið á frí- stundaheimilinu Álfheimum í Hólabrekkuskóla síðustu fimm ár. Þar af sem verk- efnastjóri á annað ár og líkar vel. „Þetta er frábært því ég fæ að vera barn allan dag- inn,“ segir hann og bætir við að ef sá gállinn sé á honum sýni hann börnunum nokkur töfrabrögð. Ýmislegt er á döfinni hjá Jóni og þar ber hæst töfra- sýningar og námskeiðahald í töfrabrögðum, sem njóta að hans sögn vaxandi vinsælda enda eigi töfrabrögð fullt er- indi bæði til barna og fullorð- inna. roald@frettabladid.is JÓN VÍÐIS JAKOBSSON, TÖFRAMAÐUR OG VERKEFNASTJÓRI: ER FERTUGUR Í DAG Finnst gaman að gleðja aðra MAGNÚS MAGNÚSSON LÉST ÞENNAN DAG. „Það er stórkostlegt að gleymast ekki, að eign- ast orðstír.“ Magnús Magnússon (1929- 2007) var frægur sjón- varpsmaður í Bretlandi, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem spyrill í þættinum Mastermind á BBC. Hann flutti á unga aldri með for- eldrum sínum til Skot- lands, þar sem hann bjó síðan mestalla ævi sína. María Markan (1905- 1995) lagði stund á söngnám í Berlín á árun- um 1928-1935 og söng á Íslandi í sumarleyfum sínum á námsárunum. María hélt fyrstu sjálf- stæðu tónleika sína í Berlín árið 1935 og þótti takast einstaklega vel, en hún var talin hafa mikið raddsvið, var með háa sópranrödd en gat náð djúpum tónum. Eftir tónleikana í Berlín söng María meðal annars í óperuhúsum í Þýskalandi og Kaup- mannahöfn. Þegar seinni heimsstyrjöld- in skall á flutti María til Ástralíu og síðar Kanada. María var ráðin við Metropolitanóp- eruna í New York 1941-1942 og varð fyrst Íslendinga til að koma þar fram í aðalhlutverki. Það gerðist einmitt á þessum degi árið 1942 en þá steig María á svið í hlut- verki greifafrúarinn- ar í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. María var búsett í Bandaríkjun- um til ársins 1955 en flutti þá til Ís- lands. María bjó eftir það í Reykja- vík og kenndi söng. Heimild: www.fjallkonan.is ÞETTA GERÐIST: 7. JANÚAR 1942 María í Metropolitan ABRAKADABRA! Jón Víðis sýnir börnum á frístundaheimilinu Álfheim- um töfrabrögð við góðar undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Halldórs Friðrikssonar Smáratúni 7, Keflavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki heima- hjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sigríður Vilhelmsdóttir Óla Björk Halldórsdóttir Sigríður Björg Halldórsdóttir Kristján Sigurpálsson Sævar Halldórsson Susie Ström Þórunn María Halldórsdóttir Axel Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Elísabetar Þórðardóttur Starfsfólki Droplaugarstaða þökkum við ómetanlega umönnun. Með nýárskveðjum Þórdís Árnadóttir Ingvar Birgir Friðleifsson Þórður Árnason Vilborg Oddsdóttir Guðrún Ingvarsdóttir, Hildur Ingvarsdóttir, Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Þórðardóttir. Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari sem lést sunnudaginn 27. desember, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, föstudaginn 8. janúar kl. 11.00. Jóhanna Cortes börn, barnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Þóra Margrét Jónsdóttir andaðist á Hjartadeild Landspítalans 31. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 15.00. Baldvin Jónsson Margrét S. Björnsdóttir Ólafur Örn Jónsson Konráð Ingi Jónsson Anna Sigurðardóttir Helga Þóra Jónsdóttir Þormóður Jónsson Sigríður Garðarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Okkar elskulegi, Kristján Jón Jónasson frá Múla í Þorskafirði, lést á líknardeild Landakots 4. janúar. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 15. janúar kl. 13.00. Guðbjörg M. Kristjánsdóttir Guðmundur P. Pálsson Ingi B. Jónasson og fjölskyldur. Elskulegur sonur minn, bróðir og faðir, Sigurgeir Snæbjörnsson lést á Landspítalanum 4. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Snæbjörn Sigurgeirsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Finnbogi Vikar Hjalla í Ölfusi, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum Selfossi fimmtudaginn 24. desember síðastliðinn, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 13.00. Guðmundur K. Vikar Guðný Snorradóttir Lilja Vikar Þorsteinn Hauksson Erna Vikar Unnur Vikar Friðrik Kjartansson Sigrún Vikar Benedikt Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, Tien Dat Tran Fellsmúla 6, 108 Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, laugardaginn 26. desember. Bálförin hefur farið fram að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans við Hringbraut og starfsfólks á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Khac Thanh Tran Thi Bich Thuy Nguyen Hoai Nam Duc Tran Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Bjarnadóttir Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis að Óðinsgötu 15 Reykjavík, lést sunnudaginn 3. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. janúar kl. 13.00. Gunnar Þór Geirsson Anna Guðrún Hafsteinsdóttir Bjarni Geirsson Þuríður Björnsdóttir Jón Hróbjartsson Margrét Dan Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.