Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 24
VICTORIA BECKHAM hefur vakið athygli sem fatahönnuður. Nú ganga þær sögur að hún muni stækka við sig og hanna fatalínu fyrir karlmenn auk kvenlínunnar sem þegar er komin á markað. Gulur með hækkandi sól Bottega Veneta, Louis Vuitton, Stella McCartney, Ferragamo og Zac Posen er meðal þeirra sem vilja sjá okkur klæðast gulu með vorinu. Helstu tískuhönnuðir heims blönduðu gulum lit einhvers staðar í fata- línur sínar þegar þeir opinberuðu vor- og sumarlínur sínar fyrir árið 2010. Guli liturinn er þá gjarnan í bland við hvítan en þeir litir í bland verða heitasta heitt þetta vorið. - jma Undursamlega fallegur kjóll í hvítu og gulu frá Ítölunum hjá Bottega Veneta. Gult veski ætti líka að duga vel við hvítu vordressin. Sixtísgulur frá ameríska tísku- hönnuðinum Zac Posen. Gult fer ekki síður vel við ljósgráa tóna eins og Louis Vuitton sýndi á sýningarpöll- unum í París í haust. Svokallaður „mjalta- stúlkukjóll“ frá Bottega Veneta, en samkvæmt Vogue verður slíkt kjólasnið vinsælt árið 2010. Gulir tónar eru ekki nýir fyrir Lacoste og bregst gula litapallettan ekki í ár frekar en áður. Kvenleikinn er alltaf í fyrirrúmi hjá Salvatore Ferragamo. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Söngkonan Lady Gaga þykir, þrátt fyrir að henni hafi ekki skotið upp á stjörnuhimininn fyrir alvöru fyrr en í kringum 2008, hafa skartað djarfasta klæðaburðinum síðast- liðinn áratug og þykja fáar stjörnur hafa látið sjá sig í jafn framúrstefnulegum og oft furðulegum fötum á rauða dreglinum og hún. Sjálf segist hún hafa gífurleg- an áhuga á tísku og að tískan sé henni allt. Það hefur hún frá móður sinni sem hún segir alltaf hafa verið vel til hafða og fallega. Þá segist Lady Gaga hugsa um það þegar hún semur í hvernig fötum hún ætli að vera við flutning laganna. „Fyrir mér skiptir öllu að tónlistin, söngurinn, framkoman og fötin fari saman.“ - ve Sú allra djarfasta LADY GAGA FER EKKI TROÐNAR SLÓÐIR ÞEGAR KEMUR AÐ KLÆÐA- BURÐI OG ÞYKIR SÚ DJARFASTA Á RAUÐA DREGLINUM SÍÐASTLIÐINN ÁRATUG. Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Stærðir 40-60. Fleiri upplýsingar er að finna á: www.vogue.is eða í síma: 533 3500. Langar þig að skapa þér þinn persónulega stíl? Námskeið sem hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Verð: 20.000 kr. Fim m vikna saum anám skeið hjá V ogue í M örkinni 4 hefst þriðjudaginn 19. janúar. K ennt er frá kl: 19:00-22:00. 20% afsláttur á efnum í verslun V ogue á m eðan á nám skeiðinu stendur. Svona mætti Lady Gaga á MTV-verð- launahátíðina sem haldin var í sept- ember í fyrra. Klæðaburður Lady Gaga á ACE-verð- launahátíðinni vakti athygli. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.