Fréttablaðið - 07.01.2010, Page 26

Fréttablaðið - 07.01.2010, Page 26
 7. JANÚAR 2010 FIMMTUDAGUR Bjarki Magnússon hjá Adidas á Íslandi segir breitt vöruúrval vera eina helstu sérstöðu fyrir- tækisins í íþróttafatnaði. „Ein helsta sérstaða Adidas á markaðnum er þetta breiða vöru- úrval sem við bjóðum upp á. Það skiptir litlu hvort viðkomandi spil- ar fótbolta, er í dansi, lyftingum eða hverju sem er. Adidas á alltaf vörur sem henta og eru sérhann- aðar fyrir íþróttina,“ segir Bjarki Magnúsarson, sölumaður og mark- aðsstjóri hjá Adidas á Íslandi. Að sögn Bjarka er líkams- rækt jafn vinsæl hjá landanum og endranær, en meiri fjölbreytni gætir en áður. „Það er auðvit- að misjafnt hvað hentar hverjum og einum og vöruúrvalið okkar tekur mið af því þar sem mismun- andi fatnaður og skór henta hverri íþróttagrein.“ Bjarki segir þátttöku í hlaup- um af flestu tagi hafa aukist gríð- arlega upp á síðkastið. „Það sést vel á gamlárshlaupi ÍR þar sem þátttakendum hefur fjölgað úr þrjú hundruð í þúsund á tveim- ur árum og sömu sögu er að segja af öðrum almenningshlaupum. Í hefðbundinni líkamsrækt eins og hlaupi, lyftingum og fleiru er er mikilvægt að vera í þægileg- um fötum sem anda vel. Í öðrum greinum eru öðruvísi áherslur, til að mynda í jóga þar sem aðalatrið- ið er að fötin séu mjúk og teygjan- leg,“ segir Bjarki. Hann segir einnig mikla vakn- ingu hafa orðið í danslíkamsrækt ýmiss konar og sérstakar vörulín- ur fylgi því. „Þar er oft um að ræða föt sem við fyrstu sýn líta ekki endilega út fyrir að vera íþrótta- föt en búa samt yfir nauðsynleg- um eiginleikum. Dálítið svona „So You Think You Can Dance“-útlit,“ segir Bjarki og vísar þar í heiti sjónvarpsþáttarins vinsæla. Spurður um vinsælustu litina í íþróttafatnaði um þessar mundir segir Bjarki það afar mismunandi eftir greinum. „Í þessum hefð- bundnari líkamsræktargreinum eru skærir og tærir litir mjög vin- sælir, eins og túrkis-blár og skær- bleikur. Þegar út í jógað og dans- inn er komið vill bregða við að lit- irnir séu dempaðri og dimmari, en það er allur gangur á þessu.“ Bjarki bendir einnig á að í flest- um íþróttagreinum skipti miklu máli að velja sér skó við hæfi. „Al- gengast er að fólk kaupi sér hlaupa- skó, hvort sem það er í ræktinni eða úti að hlaupa. Þeir leyfa fæt- inum að hreyfast eðlilega við íþróttaiðkun og eru mjög þægileg- ir. Við bjóðum líka upp á sérhann- aða skó fyrir dans og fleiri grein- ar, en hlaupaskórnir eru alltaf vin- sælastir. Áherslan hjá Adidas er alltaf að hjálpa hverjum íþrótta- manni að ná árangri í sinni grein, sama hver hún er. Það á ekki að skipta nokkru máli hvort viðkom- andi ætlar að hlaupa einn kíló- metra eða setja heimsmet.“ Sérhönnuð íþrótta- föt fyrir allar greinar Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439 Bjarki segir að í flestum íþróttagreinum skipti miklu máli að velja sér skó við hæfi. Hlaupaskórnir séu vinsælastir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í mörgum íþróttum hefur þróunin orðið sú að að liðsbúningarnir hafa orðið æ víðari, enda eru íþrótta- menn meiri um sig en áður var. Árið 2007 ákváðu leikmenn Los Angeles Lakers í NBA-körfubolta- deildinni bandarísku að bregða á leik og klæðast eftirlíkingum af búningum frá því tveimur ára- tugum fyrr, 1987, í leik gegn erki- fjendunum í Boston Celtics. Vakti uppátækið mikla athygli og þótti mörgum hetjurnar líta heldur hjá- kátlega út í níðþröngum og örstutt- um stuttbuxunum. Í ljós kom að leikmönnum Lak ers þóttu stuttbuxurnar haml- andi og skiptu því yfir í víðari buxur í hálfleik. Það reyndist ekki nóg og Lakers tapaði leiknum. Hér er Kobe Bryant, helsta hetja Lakers, í stuttu stuttbuxunum sem færði liðinu enga gæfu gegn Celtics. Afar stuttar stuttbuxur adidas Supernova LS Tee Síðerma Blár Herra hlaupabolur adidas Supernova Glide Herra hlaupaskór adidas Supernova LS Tee W Síðerma Blár Dömu hlaupabolur adidas Supernova Glide W Dömu hlaupaskór

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.