Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 28
 7. JANÚAR 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● íþróttafatnaður Hjátrú af ýmsu tagi virðist gjarnan loða við heim íþróttanna og eru dæmi um að íþróttamenn telji að lukkugripir af ýmsu tagi geti haft áhrif á frammistöðuna. Sumir klæðist til að mynda síendurtekið treyj- um, buxum eða öðrum fatnaði úr sigurleik og enn aðrir ganga svo langt að þvo ekki fötin einu sinni á milli leikja af ótta við að draga úr áhrif- unum. Margar af helstu íþróttahetjum heims viðurkenna að vera hjátrúarfullar og íslenskir íþróttamenn virðast engin undan- tekning. - rve Bleik handklæði og skítugir sokkar Michael Jordan klæddist ávallt stuttbuxum merktum Háskól- anum í Norður-Karólínu innanundir búningi sínum á meðan hann spilaði með Chicago Bulls. Hann taldi buxurnar hafa ótvíræð áhrif á gott gengi liðsins í NBA-deildinni. Tennisstjarnan Serena Williams gætir þess að reima skóna sína á ákveðinn hátt áður en haldið er á völlinn og hefur verið í sömu sokkunum í gegnum heilt mót. NORDICPHOTOS/AFP Brasilíski hnefaleikakappinn Lyoto Machida, sem er vinstra megin á myndinni, drekkur alltaf eigið þvag áður en hann fer í hringinn. Hann telur að í því felist mikil hreinsunaráhrif. Hafnaboltaleikmaðurinn Wade Boogs var svo hjátrúarfullur að það jaðraði við áráttuhegðun. Eitt af því sem hann gerði var að skrifa alltaf hebreska orðið Chai, sem merkir líf, í sandinn á vellinum rétt fyrir leik. „Ég fer alltaf fyrst í vinstri skóinn fyrir leik og gangi mér vel klæðist ég sama íþróttatoppnum næst. Þetta er auðvitað vitleysa því gott sjálfstraust skiptir öllu,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, hjá knattspyrnufélagi Breiðabliks. „Hér áður fyrr hélt ég lengi vel í bleikt handklæði eftir gott gengi í leik. Ætli helsta hjátrúin nú sé ekki fólgin í því að fylgja alltaf sömu rútínu fyrir leik,“ segir Jónas Grani Garðarsson, leikmaður knattspyrnufélags HK. Fáir ef nokkur Íslendingur á jafn mikið af íþróttafatnaði og Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC. Sjálfur segist Björn vera mikill öfgamaður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og þar séu fatakaup engin undantekning. „Ég hef stundað íþróttir um langt skeið þannig að stór hluti af fatnaðinum hefur safnast upp í gegnum árin. Svo er ég á kafi í alls konar sporti í dag, veiðum, líkamsrækt, golfi og mótorsporti og þarf að eiga fatnað við öll tækifæri og helst margt af hverju,“ við- urkennir Björn og kveðst eiginlega vera í vandræðum með að finna not fyrir allan búnaðinn. „Það eru náttúrlega ekki nema ákveð- ið margir dagar sem hægt er að stunda ákveðið sport, eins og til dæmis veiðar, þannig að sumt nýtist auðvitað minna en annað.“ En er þetta ekki dýrt áhugamál? Ekki neitar Björn því. „Það er náttúrlega með það eins og mörg áhugamál að þau eru kostnaðar- söm.“ - rve Íþróttadella á háu stigi Björn Sveinbjörnsson á allt til alls í íþróttafatnaði og -búnaði enda með íþrótta- og útivistardellu á háu stigi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kanadíski íshokkíleikmaðurinn Patrick Roy skautaði alltaf aftur á bak í áttina að marki eigin liðs í uphafi hvers leiks. Hann taldi það færa sér og liðinu gæfu. „Við bróðir minn Guðmundur klædd- umst alltaf Barcelona-treyjum innan undir fyrir mikilvæga leiki í þeirri trú að það færði okkur gæfu. Ég er nú löngu hættur að trúa á svoleiðis rugl,“ segir Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son hjá knattspyrnufélagi FH. 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18 og laugardaga til jóla kl. 11-16 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð: 7.950 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.