Fréttablaðið - 07.01.2010, Síða 29

Fréttablaðið - 07.01.2010, Síða 29
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2010 Þær eru ófáar stjörnurnar sem hafa spreytt sig á fatahönnun og það skal engan undra enda tísku- og skemmtanaiðnaðurinn nátengd- ur. Af þessum stjörnum hafa þó nokkrar sett á markað sérstakar íþróttalínur. Rapparinn Sean John Combs sem margir þekkja betur undir nafninu P. Diddy hafði lengi gælt við tískuiðnaðinn og lét langþráð- an draum verða að veruleika árið 1998 þegar hann kom á fót íþrótta- línu undir nafninu Sean John. Línan fékk góðar viðtökur og hlaut P. Diddy meðal annars CFDA-verð- launin sem besti fatahönnuður árs- ins 2004. Söng- og leikkonan Jennifer Lopez setti á fót eigin fata- og fylgihlutalínu undir nafninu JLO árið 2001. Tveimur árum seinna bjó hún til sérstaka íþróttalínu sem fékk nafnið Sweetface. Hún seldist vel allt fram til ársins 2006 en var lögð niður síðastlið- ið vor þó JLO-línan sé enn í sölu víða um heim. Árið 2004 gerðu Adidas og breski fatahönnuðurinn Stella McCartney með sér samn- ing og hefur McCartney hann- að kvenlínu fyrir íþróttavöru- framleiðandann síðan. Í henni má sjá pífur, rykkingar og ný- stárleg efni og þykir hún hafa komið með ferskar áherslur inn í íþróttavöruframleiðsluna. Madonna tók höndum saman við H&M 2007. Hún hannaði kjóla, nærföt og íþróttaföt undir merkinu M by Madonna og þótt línan hafi verið tekin úr sölu þá þykir henni hafa tekist vel til. - ve Stjörnurnar hanna Nike leggur áherslu á léttan íþróttafatnað sem heldur svita frá líkamanum. Léttleiki einkennir æfingalín- una frá Nike en fötin eru öll úr svokölluð Dry Fit-efni sem hefur þann eiginleika að halda svita frá líkamanum. „Þannig haldast flík- urnar ferskari og þær klístrast síður sem gerir úthald til æfinga betra,“ segir Drífa Pálín Geirs, svæðisstjóri Nike hjá Útilíf. Hún segir mikilvægt að eiga góða skó, buxur og bol þegar um er að ræða tímaíþróttir eins og leikfimi og jóga og að vörurnar frá Nike séu léttar og skemmti- legar. Þá segir hún mikilvægt fyrir konur að eiga góðan íþrótta- topp. „Í æfingalínunni okkar erum við með topp sem kemur alltaf aftur og aftur en hann heldur vel við bakið og er með góðri teygju undir brjóstunum. Toppurinn helst kyrr og er þannig úr garði gerð- ur að enginn núningur verður undir brjóstunum eins og oft vill verða.“ Drífa segir buxurnar marg- ar með svokölluðu Loose Fit-sniði en þær eru ekki eins þröngar og íþróttabuxur hafa verið að undan- förnu. Þær eiga það þó langflestar sameiginlegt að vera svartar. „Það er helst að fólk taki gráar bómull- arbuxur en þær eru ekki hugsað- ar til íþróttaiðkunar heldur frek- ar heima við.“ Drífa hefur starfað hjá Nike um margra ára skeið og beðin um að greina frá ríkjandi tískustraumum segist hún verða vör við að bolir og peysur séu að síkka og það eigi til dæmis við í nýju jógalínunni frá Nike. „Mér finnst það jákvæð þróun enda þá hægt að teygja sig og beygja án þess að vera með bert á milli.“ Drífa segist hafa orðið vör við vakningu í hreyfingu og útivist að undanförnu og er ekki frá því að kreppan hafi með það að gera. „Það hefur orðið sprenging í hlaup- um enda um að ræða ódýra hreyf- ingu auk þess sem hjólreiðar tóku mikinn kipp í sumar. Á þessum árstíma er síðan allt vitlaust að gera eins og venjulega og fólk að kaupa hentug föt í ræktina.“ Léttleikinn í fyrirrúmi Stella McCartney hannar kvenleg íþróttaföt með pífum og rykkingum og þykir hafa ferskar áherslur. Jennifer Lopez hannaði íþrótta- og götufatnað undir nafninu Sweetface um nokkurra ára skeið. Drífa segir íþróttafólk kaupa Dry fit Nike-föt í miklum mæli enda haldist þau óbreytt þrátt fyrir mikla notkun og þvotta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sean John Combs hannaði eigin íþróttafata- línu árið 1998. Nike æfingatoppur 7.990 kr. kemur í svörtu og hvítu Nike stuttermabolur 8.490 kr. kemur í svörtu og bleiku Nike „Be True“ Loose Fit æfingabuxur 10.990 kr. fást aðeins í svörtu Nike Aerobic-skór „Steady VI Leather“ 12.590 kr. fást aðeins í svörtu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.