Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 30
 7. JANÚAR 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● íþróttafatnaður Íþróttaklæðnaður almennings gengur að sjálf- sögðu í gegnum tískubylgjur rétt eins og hvers- dags- og spariklæðnaður. Fatnaður kvenna og karla hefur breyst mikið frá því að konur voru í hálfgerðum blússum og ljósum hnébuxum úr svipuðu efni í stíl um miðja öldina. Þá má fara að sjá konur í hálfgerðum ballett- búningum í leikfimi. Við bolina voru þær ýmist í nælonhné- sokkum eða -sokkabuxum. Þegar áttundi áratugurinn rann upp urðu bolirnir ermalausir og efnisminni og háir upp á hliðun- um. Við þá var farið að nota ennisbönd, legghlífar og belti þvert yfir mittið. Karlmannsíþróttaföt voru lengi vel mun þrengri en þau eru í dag og þá sérstaklega karlmannsstuttbuxur. - jma Spandexgallar og mittisbelti Heilgallar, dökkbláir með rönd á hliðinni urðu íþróttaföt allrar fjölskyld- unnar um tíma. Morgunleikfimi í útvarpssal árið 1962. Eins og sjá má voru nælonsokkar og -sokka- buxur mikið notuð í leikfimi á þessum árum. LJÓSMYNDASAFN/365 ● ÍÞRÓTTABRJÓSTAHALDARAR ALLAN DAGINN Lækn- ar, og þá sérstaklega lýtalæknar, sem fá konur til sín í brjóstalyfting- ar, segja að íþróttabrjóstahaldara ætti ekki einungis að nota í rækt- inni. Konur með barm sem þarfnast stuðnings þurfa ekki einungis á stuðningnum að halda í leikfiminni heldur er ekki síður nauðsynlegt að barmurinn njóti góðs stuðnings allan daginn og þar standa góðir íþróttabrjóstahaldarar hvað fremst í flokki brjóstahaldara. Jónína Benediktsdóttir, íþrótta- frömuður og athafnakona, í leikfimistísku ársins 1984, stödd á þolfimisýningu á Broadway. LJ Ó SM YN D A SA FN /3 65 Karlmenn í kringum 1970 voru oft í hvítum, þröngum íþrótta- fötum. Konur voru lengi vel klæddar sem þessi við íþróttaiðkun – í blússu og stuttum buxum í stíl. ● MEÐ VASA FYRIR GELBRJÓST Sérstakir sundbolir fyrir konur sem hafa farið í brjóstnám eru fáanlegir í verslunum. Þeir eru með vasa fyrir gelbrjóst og snið- ið er eilítið frábrugðið því sem algengast er, til dæmis ná þeir aðeins hærra upp á bringuna en margar aðrar tegundir og eru með örlítið þrengri handveg. „Það er alltaf eftirspurn eftir svona sundbolum, ekki bara hjá þeim sem hafa farið í brjóstnám heldur öðrum líka því þeir styðja svo vel við brjóstin,“ segir Guðbjörg Hjálmarsdóttir, verslunarstjóri í Sigur- boganum á Laugavegi 80, en hún er ein þeirra sem selja þessa tilteknu boli. Þeir fást einnig í Eirbergi á Stórhöfða 25, Stoð að Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði og ef til vill víðar. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.