Fréttablaðið - 07.01.2010, Side 30

Fréttablaðið - 07.01.2010, Side 30
 7. JANÚAR 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● íþróttafatnaður Íþróttaklæðnaður almennings gengur að sjálf- sögðu í gegnum tískubylgjur rétt eins og hvers- dags- og spariklæðnaður. Fatnaður kvenna og karla hefur breyst mikið frá því að konur voru í hálfgerðum blússum og ljósum hnébuxum úr svipuðu efni í stíl um miðja öldina. Þá má fara að sjá konur í hálfgerðum ballett- búningum í leikfimi. Við bolina voru þær ýmist í nælonhné- sokkum eða -sokkabuxum. Þegar áttundi áratugurinn rann upp urðu bolirnir ermalausir og efnisminni og háir upp á hliðun- um. Við þá var farið að nota ennisbönd, legghlífar og belti þvert yfir mittið. Karlmannsíþróttaföt voru lengi vel mun þrengri en þau eru í dag og þá sérstaklega karlmannsstuttbuxur. - jma Spandexgallar og mittisbelti Heilgallar, dökkbláir með rönd á hliðinni urðu íþróttaföt allrar fjölskyld- unnar um tíma. Morgunleikfimi í útvarpssal árið 1962. Eins og sjá má voru nælonsokkar og -sokka- buxur mikið notuð í leikfimi á þessum árum. LJÓSMYNDASAFN/365 ● ÍÞRÓTTABRJÓSTAHALDARAR ALLAN DAGINN Lækn- ar, og þá sérstaklega lýtalæknar, sem fá konur til sín í brjóstalyfting- ar, segja að íþróttabrjóstahaldara ætti ekki einungis að nota í rækt- inni. Konur með barm sem þarfnast stuðnings þurfa ekki einungis á stuðningnum að halda í leikfiminni heldur er ekki síður nauðsynlegt að barmurinn njóti góðs stuðnings allan daginn og þar standa góðir íþróttabrjóstahaldarar hvað fremst í flokki brjóstahaldara. Jónína Benediktsdóttir, íþrótta- frömuður og athafnakona, í leikfimistísku ársins 1984, stödd á þolfimisýningu á Broadway. LJ Ó SM YN D A SA FN /3 65 Karlmenn í kringum 1970 voru oft í hvítum, þröngum íþrótta- fötum. Konur voru lengi vel klæddar sem þessi við íþróttaiðkun – í blússu og stuttum buxum í stíl. ● MEÐ VASA FYRIR GELBRJÓST Sérstakir sundbolir fyrir konur sem hafa farið í brjóstnám eru fáanlegir í verslunum. Þeir eru með vasa fyrir gelbrjóst og snið- ið er eilítið frábrugðið því sem algengast er, til dæmis ná þeir aðeins hærra upp á bringuna en margar aðrar tegundir og eru með örlítið þrengri handveg. „Það er alltaf eftirspurn eftir svona sundbolum, ekki bara hjá þeim sem hafa farið í brjóstnám heldur öðrum líka því þeir styðja svo vel við brjóstin,“ segir Guðbjörg Hjálmarsdóttir, verslunarstjóri í Sigur- boganum á Laugavegi 80, en hún er ein þeirra sem selja þessa tilteknu boli. Þeir fást einnig í Eirbergi á Stórhöfða 25, Stoð að Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði og ef til vill víðar. 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.