Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 07.01.2010, Qupperneq 32
 7. JANÚAR 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● íþróttafatnaður Svona leit sundfatnaður út í upphafi þriðja áratugarins. Elstu heimildir um notkun sund- fatnaðar eða réttara sagt baðfatn- aðar má rekja til daga Pompei þegar konur huldu nekt sína með klæðum sem líktust helst bikiní, eins og það leit út á 7. áratug síð- ustu aldar. Þegar fólk fór í aukn- um mæli að ferðast og stunda bað- strendur samhliða því um miðja 18. öld fóru konur í sjóinn klæddar sérsniðnum kjólum og menn í fatnaði sem minnti á föðurland. Allt fram til upphafs 20. aldar var áhersla lögð á að sýna sem minnst af holdi. Upp úr 1920 fóru flíkurnar hins vegar að verða efnisminni og síðan þá hefur almennt meira frjálsræð- is gætt í sundfatatísku á Vestur- löndum. - rve Tískan gengur í hringi. Sundbolir með gamaldags sniði hafa verið vin- sælir í seinni tíð. Sundfatnaður í aldanna rás Sundfatnaður er nú ívið efnisminni en í upphafi þegar konur syntu um í síðkjólum. N O RD IC PO TO S/ G ET TT ● FJÖLBREYTTIR J Eftir að frægasti körfuboltamað- ur sögunnar, Michael Jor- dan, hafði slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í bandarísku NBA-deildinni um miðjan ní- unda áratuginn sá íþróttavöru- framleiðandinn Nike sér leik á borði og gerði gríðarlega ábatasaman auglýsingasamn- ing við leikmanninn. Liður í samningum var framleiðsla á körfuboltaskóm sem bera nafn og ásjónu Jordans. Skórnir, Nike Air Jordans, hafa æ síðan notið vinsælda og hefur ný út- gáfa af þeim litið dagsins ljós á hverju ári, jafnvel eftir að Jor- dan hætti keppni í NBA. Eins og títt er með vinsæl- ar íþróttavörur hafa Jordan- skórnir birst í ýmsum myndum í gegnum tíðina. Meðal þeirra eru skór með mynd af Banda- ríkjaforsetanum Barack Obama og athyglisverð kvenmannsút- gáfa með háum hælum. Ekki fer sögum af vinsældum þess- ara ákveðnu útfærslna. ● ÚR ÆFINGAFÖTUM Í PARTÍGALLA Íþróttagall- ar voru fyrst hugsaðir utan yfir æfingaföt en síðar meir fór fólk að nota þá í frístundum. Árið 1964 hóf Adidas að framleiða íþróttagalla með þremur rönd- um á hliðunum sem nutu vin- sælda. Það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1970 sem farið var að líta á þá og aðra íþrótta- galla sem tískufyrirbæri. Á 8. áratugnum komu síðan svo- kallaðir krumpugallar fram á sjónarsviðið en þeir voru búnir netfóðri og glansandi nælon- og políesterefni. Gallarnir eru einkennandi fyrir eitís-tíma- bilið og þóttu hin bestu partí- klæði. 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.