Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 7. janúar 2010 3 Að vanda hófust útsöl-ur í París í gær, fyrsta miðvikudag eftir ára-mót. Það verður þó að segjast eins og er að sífellt fleiri þjófstarta útsölunum hér í landi en þær eru bundnar í lög um verslun og viðskipti og einung- is heimilar í fimm vikur vetur og sumar. Fjöldi verslana hefur boðið upp á alls konar afslátt frá því á laugardag og sumar þeirra seldu hreinlega á útsöluverði til valinna viðskiptavina, settu peningana eða ávísanirnar á góðan stað og slógu svo öllu inn í kassann í gær. Svo er það netið sem er í stöðugri sókn og tekur sífellt stærri hluta af verslun- inni. Stóru verslunarhúsin í París leggja mikið upp úr að útsöl- ur takist vel og í gær var einn allra stærsti verslunardag- ur ársins hjá þeim ef ekki sá stærsti. Vetrarvörur eru dýrari en sumarvörurnar og því vega vetrarútsölur þyngra í velt- unni. Sum verslunarhúsin voru opnuð klukkan hálf átta með því að bjóða upp á kaffi og croiss- ant en aðrir létu sér nægja að byrja klukkan átta. Eitt er þó öllum sammerkt, hvort sem um er að ræða smáverslanir, stóru magasínin eins og Printemps og Galeries Lafayette eða tískuhús, alltof mikið er eftir af vetrar- vörunum. Einstaklega hlýtt og gott haust var heldur ekki til að örva verslun og nú þarf að bjarga því sem bjargað verður. Meira að segja gríðarlegir vetr- arkuldar sem nú leika lands- menn grátt og hafa gert með hléum frá því fyrir jól, hafa ekki dugað til þess að bjarga árinu. Efnahagskreppan hefur einnig breytt hegðun fólks, til dæmis eru nú margir sem kaupa sem minnst fyrir jól til þess að geta gert góð kaup í janúar. Aðrir óska sér peninga- gjafa um jól til þess að geta gert sér dagamun nú. Endalausir tilboð, svo og hinar svokölluðu fljótandi útsölur sem voru fyrir nokkru innleiddar hér og gefa verslunum tækifæri til að halda útsölu í eina viku utan venju- legs útsölutíma, til að losa sig við vörur sem ekki ganga, rugla menn einnig í ríminu. Afleið- ingar af þessu eru þær að nú veit fólk varla hvenær það á að versla, af ótta við að kaupa kött- inn í sekknum ef það lætur slag standa. Tilboð og afsláttur hlýt- ur að vera á næsta leiti og því sé betra að bíða. En það spilar fleira inn í. Til að koma franska bílaiðnaðinum til hjálpar setti ríkisstjórnin á sérstakan tímabundinn skatta- afslátt til þeirra sem endurnýj- uðu bíla sína á síðasta ári. Nú er þessi afsláttur ekki lengur í boði og fataframleiðendur von- ast eftir því að 2010 verði ár fataskápsins en ekki bílskúrs- ins eins og 2009 og að nú takist að snúa við átta prósenta sam- drætti síðasta árs. Jafnvel búast kaupmenn jafnvel við upp- sveiflu. Ég óska lesendum og lands- mönnum heilla og hamingju á nýju ári. bergb75@free.fr Fimm vikna veisla ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Tískuspekúlantar tískutímaritsins Vogue hafa kveðið upp sinn dóm um best klæddu konur ársins 2009 og þykja tuttugu fönguleg fljóð bera af. Þar á meðal er að finna kunnug- leg nöfn eins og Kate Moss, Siennu Miller, Söruh Jessicu Parker, Angelinu Jolie og Michelle Obama. Fleiri smekkkonur komast þó á blað og má þar nefna Audrey Tautou sem fór með hlutverk Coco Chanel í myndinni Coco Before Chanel og Diane Kruger sem þótti skarta fögrum klæðum við kynningu á mynd sinni Inglourious Basterds. Þá þykir Anna Friel sem fer með hlutverk Holly Golightly í Breakfast at Tiffany’s hafa afar góðan smekk. - ve Bera af í klæðaburði Á LISTA VOGUE YFIR BEST KLÆDDU KONUR ÁRSINS 2009 ER AÐ FINNA GAMALKUNNUG NÖFN Í BLAND VIÐ NÝ. Diane Kruger þótti smart við kynningu á Inglourious Basterds. Audrey Tautou leikur tískuhönn- uðinn margróm- aða Coco Chanel. 30-70% afsláttur Kjólar áður 14990 Nú 7990 Kápur og úlpur áður 19990 Nú 11990 Peysur áður 7990 Nú 3990 ÚTSALA Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17 Upplýsingar og skráning í síma 899 5020 eða á eig@heima.is Námskeiðsgjald kr. 4.400,- Ný námskeið að hefjast í janúar - Nánari upplýsingar á www.heilsuhusid.is Staðsetning: Heilsuhúsið Lágmúla kl. 19:30 - 22:00 INGA KRISTJÁNSDÓTTIR, næringarþerapisti D.E.T. leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er í raun að breyta mataræðinu til batnaðar! Miðvikudaginn........13. janúar þriðjudagurinn........19. janúar þriðjudagurinn........26. janúar DAVÍÐ KRISTINSSON næringar- og lífsstílsþerapisti heldur fyrirlestur í Heilsuhúsinu um 30 daga hreinsun á mataræði. Fimmtudaginn ..........14. janúar Heilsuhúsið Akureyri kl. 20 - 22 Miðvikudaginn..........20. janúar Heilsuhúsið Lágmúla kl. 20 - 22 Miðvikudaginn..........27. janúar Heilsuhúsið Lágmúla kl. 20 - 22 Farið verður með einföldum hætti yfir: • Hvernig við getum náð stjórn á blóðsykrinum! • Hvernig verðum við okkur úti um þau næringarefni sem líkaminn þarfnast! • Hvernig við getum auðveldlega öðlast meiri orku, vellíðan og heilbrigði! Viltu breyta mataræðinu til batnaðar, en veist ekki hvar þú átt að byrja? Um 400 manns hafa lokið 30 daga hreinsun með mjög góðum árangri! Fyrirlesturinn hjálpar þér í átt að bættum lífsstíl. Þú nærð jafnvel af þér 5 -10 kg. á 30 dögum. Þú kemst að því hvað í mataræðinu er að valda þér vandamálum eins og orkuleysi, þreytu, blóðsykursvandamálum, gigt, sykursýki, vöðvabólgu o.fl. auk þess sem líkami þinn, fæðuval og neysla kemst í betra jafnvægi. Aðgangseyrir kr. 6.900 kr. Glæsileg handbók fylgir með öllum upplýsingum sem þarf! Upplýsingar og skráning í síma 864 9155 eða davidkr@simnet.is Nánari upplýsingar á vefslóðinni www.heilsuthjalfun.is 30 daga hreinsun á mataræði Frábært tækifæri til að byrja núna að axla ábyrgð á eigin heilsu! ÚTSALA Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.