Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 34
 7. 4 Hinum unga hollenska hönnuði Maarten Baas hlaust sá heiður nýverið að vera út- nefndur hönnuður ársins 2009 á hönnunar- sýningu í Miami. Hollenski hönnuðurinn Maarten Baas var valinn hönnuður ársins 2009 á hönnunarsýningunni Design Miami sem haldin var í Miami í Bandaríkjun- um í byrjun desember. Baas er aðeins 31 árs og hefur ungur aldur hans vakið nokkurt umtal enda algengara að þeir sem hljóti nafnbótina hönnuður ársins séu á mun virðulegri aldri. Í mati dóm- nefndar kom fram að þrátt fyrir ungan aldur hefði Baas breytt gangi hönnunarsögunnar og að verk hans hefðu breytt viðhorfi safnara til nútíma- hönnunar. Baas vakti fyrst athygli fyrir safn muna undir nafninu Smoke en þeir voru útskrift- arverkefni hans. Þrír af munum hans úr Smoke línunni hafa verið framleiddir af hinu fræga hönnunar- fyrirtæki MOOOI. Þeim sem vilja kynna sér nánar verk Baas er bent á síðuna www. maartenbaas.com. Snakkið sem ber heitið „Slim chips“ er í raun ætt þunnt frauð, með bragði og því nær algerlega hitaeiningasnautt. Án þess að vita hvort hægt væri að framleiða slík matvæli þróaði Hafsteinn Júlíus- son vöruhönnuður til að byrja með hugmyndina að snakkinu. Hugmyndin virðist þó ætla að eiga upp á pallborðið því nú þegar hefur pöntun borist frá Rússlandi þar sem pantaðir voru um 100.000 pakkar af Slim chips. Hafsteinn sá sér því þann kostinn vænstan að reyna að koma hugmyndinni í framleiðslu og svara eftirspurn- um sem einnig hafa borist frá Mið-Austurlöndum, Kína og fleiri löndum. „Maður reynir auðvitað að vera með báða fætur á jörðinni og taka öllu með fyrirvara en þessi áhugi fyrir snakkinu hefur samt orðið til þess að ég hef farið í þróun á vörunni með íslensku fyrirtæki. Ég var ekki viss einu sinni hvort hægt væri að framleiða eitthvað af þessu tagi,“ segir Haf- steinn. Þróun á vörunni stend- ur yfir og Hafsteinn vonast til að hún geti farið á markað fljót- lega. „Ég var frekar hissa á þessum mikla áhuga fyrir snakk- inu en hugmyndin kviknaði upphaf- lega þegar ég fór að spá í snakk og nammi og af hverju fólk sækir í að borða það, því oftar en ekki er maður ekki svangur þegar maður nartar í þetta. Ég komst að þeirri niðurstöðu að slíkt væri líklega að einhverju leyti félagsleg athöfn. Þannig gæti papp- ír, eða einhvers konar frauð, allt eins dugað til slíks áts en frauðið sem snætt er er hitað í ofni. Þetta er svolítið fyndið, að vera kannski að fara út í það að flytja út fulla gáma af lofti.“ julia@frettabladid.is Risapöntun á íslensku snakki frá Rússlandi Skartgripir Hafsteins Júlíussonar hafa vakið heimsathygli undanfarið, og greinar birst í dagblöðum og tímaritum. Snakk, sem er í þróun en þó ekki enn komið á markað, virðist ekki síður ætla að slá í gegn. Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður hefur verið búsettur á Ítalíu síðastliðin tvö ár og lagt stund á mastersnám í Mílanó. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2008. Skrifað hefur verið um hönnun hans í tímarit og dagblöð víða um heim, nú síðast í breska dagblaðinu Telegraph. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Snakkið Slim chips verður framleitt hér heima en efniviður- inn í það kemur frá Frakklandi. MYND/ÚR EINKASAFNI Undir fínu hvítu keramiki leynist rósótt mynstur ef marka má listakonuna Beccy Ridsdel. Bollastell bresku leirlistakonunnar Beccy Ridsdel er líklega af svolít- ið öðrum toga en þau sem til eru á heimilum ömmu og Önnu gömlu frænku. Ridsdel fetar veg milli klassískr- ar keramiklistar og skurðstofu- tækni en diskar hennar og bollar eru á þann veg að hún virðist hafa flett ofan af þeim efsta laginu til að sýna skrautlegt mynstur. Nánar má skoða list Ridsdel á vef- síðunni www.beccyridsdel.co.uk/ Afhjúpuð keramik Fallegur rósóttur diskur. SAFNBÚÐ MOMA er líkt og flestar verslanir hér heima með útsölu nú í janúar. Þeir sem eru ekki á ferðalagi um New York þennan mánuðinn geta gert góð kaup á völdum hlutum í netverslun safnsins: www.momastore.org Sófi úr línunni Smoke. Tréstóll í líki gömlu plast- garðstólanna. Baas valinn hönnuður ársins Ljósakróna úr Smoke-línunni. Fæstir nota diskarekka í dag en margir slíkir eru til á heimilum enda hafa þeir gengið í arf frá ömmu og afa. Slíka rekka er til dæmis hægt að breyta í bókahillu í barnaherberginu. www.martha- stewart.com Hulunni svipt af diski. Enskuskóli Erlu Ara Auglýsir enskunám í Hafnarfi rði fyrir byrjendur og lengra komna með áherslu á tal Verð 24 þúsund fyrir 10 vikur (20 kennslust) - Styrkt af starfsmenntunarsjóðum Bjóðum einnig námsferðir til Englands fyrir fullorðna og unglinga Þú ert velkomin í heimsókn og tekur ákvörðun eftir fyrsta tíma hvort þú viljir taka þátt! enskafyriralla.is Skráning stendur yfi r í síma 891 7576 og erlaara@simnet.is “teg. 62304 - glæsilegur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl kr. 1.950,-” “teg. 21255 - mjúkur og flottur í BCD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl kr. 1.950,-”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.