Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 44
32 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Samkvæmt ýmsum heimild- um hafði Madonna sýnt áhuga á að leikstýra kvikmynd um ævi Wallis Simpson, konunnar sem Játvarður prins afsalaði bresku krúnunni til að vera með árið 1936. Söngkonan þykir ekki jafn fær í kvikmyndunum og í tónlist- inni og því gengur víst erfiðlega að ráða fólk í hlutverkin. Leikkonurnar Keira Knightley og Cate Blanchett hafa báðar afþakkað hlutverkið. „Fólk hefur áhyggjur af því að Madonna eigi eftir að taka of mikinn þátt í verkefninu, því auk þess að hafa komið að því að skrifa handrit- ið þá vill hún einnig leikstýra myndinni og semja tónlistina. Fólk hefur einnig áhyggjur af því að hún muni vilja fara með lítið hlutverk í kvikmyndinni og það myndi draga úr gæðunum,“ sagði heimildarmaður. Madonna úr söng í leikstjórn LANGAR AÐ LEIKA Madonnu langar að leikstýra og leika í eigin kvikmynd. Samkvæmt kvikmyndavefmiðlum er Bond-kvikmynd númer 23 farin að taka á sig nokkra mynd. Inni á imdb.com má lesa vangaveltur erlendu pressunnar um hvert verði sögusvið næstu mynd- ar. Flestir telja líklegt að teymið á bak- við Bond-myndir Daniels Craig haldi sig eins nálægt upprunanum og mögu- legt er eins og háttur hefur verið hafður á með síðustu tvær myndir. Flestir hallast að því að myndin verði byggð á smásögu Ians Fleming sem birtist í New York Herald Tribune árið 1963 og hét einfaldlega „007 in New York“. Þar kemur fyrir Bond-stúlka að nafni Solange en það nafn var síðar fært yfir á persónu í kvikmyndinni Casino Royal. Smásagan er lítið þekkt meðal Bond-aðdáenda og birtist til að mynda ekki í breskum miðlum fyrr en árið 1999 í tengslum við frumsýningu Bond-myndarinnar The World Is not Enough. 007 in New York er fyrst og fremst merkileg fyrir tvær sakir: annars vegar að þar sést Bond fara í bókaleiðangur í fyrsta skipti og þar er einnig gefin upp uppskrift að því hvernig leyniþjónustu- maðurinn vill hafa spældu eggin sín. Dálkahöfundur Variety, Liz Smith, gerðist svo djörf að birta frétt um fund Daniels Craig og Barböru Brocc- oli sem þau áttu á veitingastað í New York og hélt því fram fullum fetum að næsta mynd yrði gerð í stórborginni. Smith hélt því síðan fram að þetta væri í fyrsta skipti sem Bond kæmi til New York en það reyndist ekki á rökum reist, Live and Let Die gerðist nefnilega að hluta til í Stóra eplinu. Línur farnar að skýrast hjá Bond TIL NEW YORK Flestir erlendu miðlarnir eru viss- ir um að Bond 23 muni gerast í New York. Ekki er vitað hvenær myndin verði frumsýnd, það verði annaðhvort á þessu ári eða því næsta. Þær Ellen Page og Drew Barry more eiga það helst sameig- inlegt að hafa slegið í gegn í Holly- wood ungar að árum. Og nú hafa þessar tvær barnastjörnur samein- ast í kvikmyndinni Whip It. Drew situr reyndar í leikstjórastólnum í fyrsta skipti og Page leikur aðal- hlutverkið. Whip It segir frá ungri stelpu að nafni Bliss Cavender sem ákveður að skrá sig til leiks í rúllu- skautakeppni með ófyrirséðum afleiðingum. Myndin verður frum- sýnd í kvikmyndahúsum borgar- innar um þessa helgi. Af öðrum frumsýningum helg- arinnar sem nefndar eru á midi. is/bio má nefna gamanmyndina Did You Hear about the Morg- ans? sem skartar Hugh Grant og Söruh Jessicu Parker í aðal- hlutverkum. Myndin segir frá miðborgarrottum sem verða vitni að morði og eru flutt í vitnavernd í smábæ þar sem flest er öðruvísi en stórborgarlífið. Samkvæmt heimasíðunni stendur einnig til að frumsýna kvikmyndina Nine eftir Rob Marshall með þeim Dani- el Day-Lewis og Judi Dench í aðal- hlutverkum. Myndin er byggð á handriti eftir Federicio Fellini og er hálf-ævisöguleg saga leikstjór- ans sem neyðist til að gera upp sakir sínar við konurnar í lífi sínu. Meðal annarra leikara má nefna Marion Cotillard og Penélope Cruz. Svo má ekki gleyma teikni- myndinni Skýjað með kjötbollum á köflum en hún segir frá uppfinn- ingamanni sem tekst að breyta veðrinu í eitthvað matar- kyns. Samvinna barna- stjarna og Daniel Day BARNASTJÖRNUR OG SÖNGLEIKUR Ellen Page og Drew Barrymore eru báðar gamlar barnastjörnur en nú leikstýrir Drew Ellen í kvikmyndinni Whip It. Af öðrum kvikmyndum má nefna Nine eftir Rob Marshall með Daniel Day Lewis í hlutverki Fellini og Penél- ope Cruz. > SPIDERMAN FRESTAÐ Fjórðu myndinni um Peter Parker, sem er betur þekktur sem Köngu- lóarmaðurinn, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæð- an ku vera að leikstjórinn Sam Raimi er staðráðinn í að fá John Malkovich til að leika The Vulture en eitthvað gengur illa að skrifa þann óþokka inn í handrit myndarinnar. Kvikmyndatímaritið Empire hefur tekið saman nokkra lista yfir hvað var í gangi á fyrsta áratug þessarar aldar. Fréttablaðið renndi aðeins yfir umfjöllun tíma- ritsins sem birtist á vefsíðu þess. Áratugalistar Empire eru nokk- uð ítarlegir og fyrir áhugamenn um kvikmyndir er þar að finna nákvæma útlistingu á því sem gerð- ist á fyrsta áratug þessarar aldar. Til að mynda tóku blaðamenn Emp- ire saman helstu „æðin“ sem réðu ríkjum á áratugnum. Í fyrsta sæti er myndasöguæðið sem tröllreið kvikmyndaverksmiðjunni í Holly- wood og færðu heiminum vandað- ar kvikmyndir um Batman, Spider- man, X-Man og svona mætti lengi telja. Í öðru sæti var upprisa nör- danna þar sem Michael Cera úr Arrested Development varð allt í einu kyntákn og „njörðar“ á borð við Steve Carell og Seth Rogen urðu af einhverjum undarlegum ástæðum stórar og frægar kvik- myndastjörnur því ekki höfðu þeir útlitið með sér. Bronsinu var síðan úthlutað til gáfaðra barna sem komu sterk inn á þessum áratug og kannski mætti halda því fram að dýrkun Hollywood á heimsku og fávitaskap hafi lokið þegar 21. öldin gekk í garð. Af öðrum æðum sem voru áberandi á þessum áratug má nefna heimildarmyndir sem áttu að breyta heiminum, kvikmyndir sem áttu að gerast skömmu eftir 9/11 í New York, skrítnar fjölskyldur á borð við Tennenbaum og Fockers, barnamyndir fyrir fullorðna, end- urgerðar asískar hryllingsmynd- ir, framhaldsmyndir og loks 3-D tæknin en Avatar er sennilega að verða eitt mesta æði sem heimur- inn hefur orðið vitni að. Það sem er þó eflaust athyglis- verðast eru þær kvikmyndir sem Empire velur bestar, hvert ár fyrir sig. Árið 2000 var það Magn- olia sem stóð upp úr. Kvikmynd- in er með eindæmum vel skrifuð og leikin, eftir leikstjórann Paul Thomas Anderson sem skaust upp á stjörnuhimininn með myndinni Boogie Nights. Athyglisverðast var þó þegar tilkynnt var um Óskars- verðlaunatilnefningu Tom Cruise að fáir vissu hvaða mynd Magnol- ia var. 2001 var ár Moulin Rogue að mati Empire en hún er dæmi- gerð mynd fyrir leikstjórann Baz Luhrman. Undarlegt val af Emp- ire enda voru á því ári sýndar myndir á borð við Hidden Dragon, Crouching Tiger og Traffic. 2002 var síðan komið að Steven Spiel- berg og Minority Report með Tom Cruise í aðalhlutverki. Það ár var reyndar óvenju slakt sem er eflaust ástæðan fyrir því að Empire velur hana á toppinn það árið. Árið eftir þótti blaðamönnum Empire bras- ilíska kvikmyndin City of God (Cidade de Deus) vera best og skal engan undra, City of God er senni- lega ein af kvikmyndum áratugar- ins og hafði ótrúlega sterk áhrif á áhorfendur. 2004 var Eternal Suns- hine of a Spotless Mind í miklum metum hjá blaðinu sem er gott fyrir okkur Íslendinga því Valdís Óskarsdóttir fékk jú Bafta-verð- launin fyrir klippingu hennar. 2005 stóð vínsmökkunarmyndin Sideways upp úr en hún naut mik- illar hylli hjá kvikmyndanjörðum þótt hún færi ekkert alltof vel ofan í almenning og 2006 var United 93 eftir Paul Greengrass valin best af blaðamönnum Empire en hún segir frá samnefndu flugi sem náði ekki skotmarki sínu 11. sept- ember 2001. Jason Bourne hefur alltaf verið í miklum metum hjá Empire og því þarf ekki að koma neinum á óvart að síðasta myndin um þennan harðsnúna leyniþjón- ustumann skuli hafa verið valin best árið 2007. Dark Knight varð síðan fyrir valinu árið 2008 enda tvímælalaust ein besta „mynda- sögu-mynd“ sem gerð hefur verið og loks völdu blaðamenn Empire Let the Right One In (Låt den rätte komma in) bestu mynd síðasta árs en þetta er sænsk hryllingsmynd sem farið hefur sigurför um heim- inn á árinu sem var að líða. Áratugur sem nördar og myndasöguhetjur áttu BESTU MYNDIR ÁRATUGARINS Magnolia (2000), Moulin Rogue (2001), Minority Report (2002), City of God (2003), Eternal Sunshine of a Spotless Mind (2004) Sideways (2005) United 93 (2006) Bourne Ultimat- um (2007), Dark Knight (2008) og Let the Right One In (2009) Frístundakor t Markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að stunda tónlistarnám því tónlist er stór hluti af lífi okkar og veitir ómælda gleði og ánægju . Nú gefst þér tækifæri til þess að stunda skemmtilegt tónlistarnám - Allir eru velkomnir, byrjendur sem lengra komnir, ungir og aldnir.” Tónlistarnám Ástvaldur Traustason skólastjóri Tónheima Upplýsingar og skráning á tonheimar.is og í síma 846 8888 Slagverk Lagasmíðar Rafmagnsgítar Kassagítar Píanó Djasspíanó Vorönn hefst 18. janúar Tónheimar - Fákafeni 9 - tonheimar@tonheimar.is ”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.