Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 7. janúar 2010 37 Leikarinn Matthew McConaug- hey tilkynnti á vefsíðu sinni að hann og kærasta hans, Camila Alves, hefðu eignast sitt annað barn 3. janúar. „Gleðilegt nýtt ár, allir saman! Camila fæddi fallega stúlku á sunnudaginn. Hún hefur fengið nafnið Vida Alves McConaughey. Vida þýðir líf á portúgölsku og það er ein- mitt það sem drottinn færði okkur þann dag,“ ritaði leikar- inn á síðu sinni. Fyrir á parið sautján mánaða gamlan son, Levi, og því er stutt á milli systkinanna tveggja. Eignaðist stúlkubarn VIÐBÓT Matt- hew McCon- aughey eignaðist sitt annað barn á sunnu- dag. Þegar leikkonan Kate Hud- son og hafnaboltaleikmaðurinn Alex Rodriguez slitu sambandi sínu fór á kreik sá orðrómur að það hefði verið Rodriguez sem hætti með Hudson vegna þess að honum þótti hún of þurfandi og sólgin í sviðsljósið. Tímaritið OK! Magazine heldur því aftur á móti fram að Kate Hudson hafi slitið sambandinu vegna þess að Rodriguez hafi verið heltekinn af fyrrum kærustu sinni, söng- konunni Madonnu. „Kate var brjálæðislega öfundsjúk. Hún bað Alex margoft um að hætta að hafa samband við Madonnu. Hvernig myndi ykkur líða ef kærasti ykkar væri stanslaust að hringja í sína fyrr- verandi?“ sagði heim- ildarmað- ur í viðtali við tíma- ritið. Öfundsjúk út í Madonnu ÓSÁTT Kate Hud- son var öfundsjúk út í Madonnu. Forsíðufrétt tímaritsins The Enquirer fjallaði um það hvaða stjörnur væru samkynhneigðar og enn í skápnum. Meðal þeirra sem tímaritið nefndi voru Zac Efron, Sienna Miller, fyrirsætan Tyra Banks og leikarinn Hugh Jackman. The Enquirer hefur fátt til að styðja þessar vangaveltur sínar og telur til dæmis að hinn ungi leikari Zac Efron sé samkynhneigður vegna þess að hann sé of vel til hafður og að samband hans og leikkonunnar Vanessu Hudgens sé bara sýndarsamband. Einnig heldur tíma- ritið því fram að Hugh Jackman sé samkynhneigður vegna þess að hann hefur farið með hlutverk í söng- leik. Sienna Miller ku vera hrifin af kynsystrum sínum vegna þess að hún kyssti stelpu á unglingsárum sínum og Tyra Banks mun vera samkynhneigð vegna þess að tveir samstarfsmenn hennar í þáttunum America‘s Next Top Model eru samkynhneigðir. Önnur tímarit hafa spáð því að ekki líði langur tími þar til einhverjar af þessum stjörnum fari í meiðyrðamál við The Enquirer. Stjörnur sagðar inni í skápnum Johnson & Johnson-erfinginn Casey Johnson fannst látin í íbúð sinni í Los Angeles í gær. Johnson var aðeins þrítug að aldri og hafði verið látin í ein- hvern tíma þegar hún fannst. Stúlkan var æskuvinkona Hilt- on-systranna og var einnig góð vinkona Nicole Richie en náði aldrei sömu frægð og vinkon- ur hennar. Johnson átti í sam- bandi við Courtenay Semel, dóttur forstjóra Yahoo, en Semel var á tíma orðuð við leikkonuna Lindsay Lohan. Johnson skilur eftir sig eina dóttur, Ava Marylin, sem hún ættleiddi árið 2007 frá Kasak- stan. Foreldrar Johnson hafa nú umsjá með barninu. Erfingi lést LÁTIN Casey Johnson, erfingi að hrein- lætis- og snyrtivörufyrirtækinu Johnson & Johnson, fannst látin á heimili sínu þrítug að aldri. SPÁÐ Í KYNHNEIGÐ Tímaritið The Enquirer heldur því fram að fjöldi þekktra einstaklinga hafi enn ekki komið út úr skápnum. Tímaritið nefndi meðal annars stjörnur á borð við Hugh Jackman og Tyru Banks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.