Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 8
8 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR ÁSTRALÍA, AP Hvalavinir á vegum samtakanna Sea Shepherd yfir- gáfu skip sitt, Ady Gil, skömmu áður en það sökk í gær við Suð- urskautslandið. Skipið hafði lent í árekstri við japanskt hvalveiðiskip á miðvikudag. Ásakanir ganga á víxl milli alþjóðlegu hvalavinanna og jap- önsku hvalveiðimannanna, og vilja hvorir tveggja meina að hinir eigi sökina. Liðsmenn Sea Shepherd hafa verið að sniglast í kringum jap- önsku hvalveiðiskipin til að mót- mæla veiðunum. Á miðvikudaginn varð svo árekstur með þeim afleið- ingum að stefni bátsins brotnaði. Þegar ljóst þótti að báturinn myndi sökkva var annað skip frá Sea Shepherd, Bob Barker, sent á vettvang. Laskaða skipið var síðan dregið af stað í áttina til frönsku rannsóknastöðvarinnar Dumont D‘urville á Suðurskautslandinu. Togvírar slitnuðu hins vegar á leiðinni, og á endanum sökk Ady Gil. Þetta atvik er það alvarlegasta til þessa í árvissum átökum Sea Shepherd-samtakanna og jap- anskra hvalveiðimanna. Japanar veiða árlega um 1.200 hvali við Suðurskautslandið með leyfi frá alþjóðlegu hvalveiðinefnd- inni. - gb Hvalavinaskip sekkur eftir árekstur við hvalveiðiskip: Harka í hvalastríði Syngjandi konur á öllum aldri Skráning er hafin Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir Domus Vox · Laugavegur 116 · 105 Reykjavík s: 511-3737 · 861-7328 · www.domusvox.is · domusvox@domusvox.is Júlíus Vífill 2. sæti Kæru sjálfstæðismenn í Reykjavík Ég og stuðningsmenn mínir höfum opnað kosningaskrifstofu í Borgartúni 6, á 4. hæð. Af því tilefni langar mig að bjóða ykkur í opnunarhóf laugardaginn 9. janúar kl. 15-17. Mér þætti afar vænt um að sjá sem flesta en ég sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu sem fram fer 23. janúar. Með kærri kveðju, Júlíus Vífill Ingvarsson Húsfélagaþjónusta - þú sparar þér tíma og fyrirhöfn Nánar á arionbanki.is/husfelag Ekkert mánaðargjald Einföld innheimta Öflugur netbanki Fullkomið rekstraryfirlit Félagatal og greiðslustaða Þinn þjónusturáðgjafi Komdu í viðskipti með húsfélagið þitt. Sendu fyrirspurn á husfelag@arionbanki.is – hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Starfsfólk bankans tekur vel á móti þér og veitir allar nánari upplýsingar. Auglýsingasími – Mest lesið ÁTÖK Á HAFINU Japanska hvalveiðiskipið Shonan Maru 2 og Ady Gil, bátur hvala- verndarsamtakanna Sea Shepherd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1 Fyrir hverja hannar íslenska tískufyrirtækið Nikita snjóbretti og bindingar? 2 Hvað hefur sala píputóbaks aukist mikið á einu ári? 3 Með hvaða knattspyrnuliði spilar Kári Árnason? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 RÓM, AP Hundruð innflytjenda, sem flestir eru af afrískum uppruna, hafa undanfarna daga staðið fyrir óeirðum í bænum Rosarno á Suður- Ítalíu. Ástæða óeirðanna er skot ár- ás óþekkts manns þar sem tveir innflytjendur særðust. Kveikjan að árásinni er kynþáttahatur, að sögn innflytjendanna. Óeirðirnar hafa staðið yfir síðan á fimmtudag þar sem innflytjend- urnir hafa tekist á við lögreglu og íbúa bæjarins. Samkvæmt opinber- um upplýsingum eru fjórtán sárir eftir átökin; lögregluþjónar, mót- mælendur og íbúar bæjarins. Mót- mælendur hafa látið grjót rigna yfir lögreglu, ráðist á saklausa borgara, brotið rúður verslana og skemmt bíla. Skólum bæjarins hefur verið lokað vegna ólátanna. Talsmaður stjórnvalda á svæð- inu segir að ofbeldið sé óviðunandi en engu síður hafi innflytjendunum verið gróflega ögrað. Þúsundir farandverkamanna flytja til bæjarins á uppskerutíma á svæðinu ár hvert. Þeir búa í lélegu húsnæði og fá illa borgað fyrir sína vinnu. Mikil spenna ríkir fyrir á svæð- inu sem er umráðasvæði Ndrang- heta, þekktra glæpasamtaka. Sam- bland kynþáttaátaka og hárrar glæpatíðni hefur í gegnum árin gert svæðið að púðurtunnu. - shá Hörð átök á Suður-Ítalíu vegna skotárásar á afríska farandverkamenn: Óeirðir geisa vegna skotárásar ÓEIRÐIR Fjórtán eru særðir eftir óeirðir síðustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tæplega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa kýlt annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að sá síð- arnefndi missti sjö tennur. Árásarmaðurinn réðst á hinn á Eyrarbakka og rotaði hann með einu hnefahöggi. Við árásina og fall í jörðina hlaut fórnarlamb- ið skrámur, eymsl og bólgur. Að auki brotnuðu fimm tennur og draga þurfti úr tvær til viðbótar. Gerð er krafa um að árásar- maðurinn greiði hinum tæpa milljón í skaðabætur. Þá er mað- urinn einnig ákærður fyrir inn- brot í Olís. - jss Ofbeldismaður ákærður: Missti sjö tenn- ur eftir árás VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.