Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 16
16 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Sú fullyrðing forseta Íslands á BBC að fyrir liggi að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar er röng og ósönn. Hann hefur sett mál í þann farveg að þjóðin á að ákveða hvort staðið verður við skuldbind- ingar samkvæmt samningi eða þeim hafnað. Það eru einu úrræð- in sem þjóðin hefur á atkvæðaseðli forsetans. Hafni þjóðin skuldbindingum samkvæmt samningnum hefur hún talað. Enginn veit þá hvort mögu- legt verður að koma nýjum fleti upp. Ugglaust er það svo að margir þeir sem eru andvígir samningnum gætu hugsað sér að fallast á hag- stæðari samning. Sá kostur liggur hins vegar ekki á borðinu. Alþingi getur verið vettvangur málamiðl- ana. Þjóðaratkvæði snýst um já eða nei. Í þessu tilviki að samþykkja skuldbindingar eða hafna þeim. Rangfærslur um þetta eru vond málsvörn á erlendum vettvangi. Ríkisstjórnin gerði þau alvarlegu mistök í upphafi að taka málið ekki upp sem milliríkjamál á vettvangi forsætisráðherra. Þingflokkur sjálfstæðismanna lagði til á liðnu hausti að Evrópusambandið yrði fengið til þess að hafa milligöngu um nýjar viðræður og hagstæðari skilmála. Ríkisstjórnin hafnaði þeirri tillögu. Nú hefur fyrrum formaður Sam- fylkingarinnar lagt fram svipaða hugmynd. Hún byggir á því að taka málið úr þeim farvegi sem forset- inn hefur sett það í. Það er skyn- samlegt. Þegar alvarlegur ágrein- ingur er uppi eiga lýðræðislega kjörnir stjórnmálaforingjar ekki að afsala sér ábyrgð í nafni lýð- ræðisástar. Einmitt þá reynir á for- ystu. Þjóðin bíður eftir henni. Ábyrgð og forysta Lög skal bera upp í ríkisráði. Eftir venju hafa ágreinings-laus mál verið afgreidd utan ríkisráðsfundar og síðar fengið staðfestingu í ríkisráði. Starfsreglur um ríkisráð gera ráð fyrir að ágreiningsmál milli ráð- herra séu afgreidd í ríkisráðinu. Því fremur á það við ef ágreiningur er milli forseta og ráðherra. Málsmeðferð í ríkisráði tryggir að ráðherra eigi þess kost að láta uppi álit um mál á réttum stjórn- skipulegum vettvangi. Gildi stjórn- arathafnar getur ráðist af því hvort þessa réttar er gætt. Þegar um er að ræða ágreining milli þeirra sem ákvarðanir taka í ríkisráði getur skipt enn meira máli um gildi ákvarðana hvort þær fara fram á fundum ríkisráðs eða ekki. Enginn dómur verður þó lagður hér á gildi síðustu ákvörðunar forseta. Hún vekur eigi að síður þessa spurn- ingu. Ríkisráð kemur saman eftir ákvörðun forsætisráðherra. Hann ber líka ábyrgð á að forseti Íslands virði stjórnskipulegar málsmeð- ferðarreglur. Forsætisráðherra var því bæði rétt og skylt að tryggja að ákvörðun forseta ætti sér stað í ríkisráði og fjármálaráðherra fengi tækifæri á þeim rétta vettvangi til röksemdafærslu og að bóka ágrein- ingsálit. Sömu mistök voru gerð 2004. Í báðum tilvikum hefði viðkom- andi forsætisráðherra aukheld- ur styrkt stöðu sína með réttri og vandaðri málsmeðferð. Forsætis- ráðherra hefði þá stýrt upplýsinga- gjöf til þjóðarinnar um niðurstöð- una í samræmi við stjórnskipulega ábyrgð sína. Þegar Vigdís Finnbogadóttir taldi rétt að rökstyðja undirritun laga um aðild að EES óskaði hún eftir að sú stjórnarathöfn færi fram á fundi ríkisráðs. Forsætisráðherra var því sammála. Það sýndi réttan skilning á stjórnskipunarreglum ríkisins og bar vott um virðingu beggja fyrir stjórnarskránni og málsmeðferð- arreglum. Því fremur er það mik- ilvægt þegar forseti gengur gegn ríkisstjórninni. Ríkisráð og vald forsætisráðherra Sumir þeirra sem gagn-rýndu forseta Íslands hvað mest fyrir að synja um staðfestingu á fjölmiðlalög- unum 2004 hrósa honum nú fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmni getur að sönnu verið dyggð. Menn verða hins vegar ekki dyggðugir með því að endurtaka mistök sín. Hrósið er því hvorki málefnalegt né maklegt. Núverandi forseti hefur nokkr- um sinnum rökstutt undirskrift og synjun á undirskrift laga. Hann rökstuddi undirskrift á lögum um málefni öryrkja með því að deilan um þau snerist um stjórnarskrá og dómstólar ættu úrlausn þar um en ekki þjóðin. Deilan um fjölmiðlalög- in snerist líka um stjórnarskrá. Þá var hins vegar breytt um rökstuðn- ing og vísað til gjár milli þings og þjóðar. Í haustlögun- um um Icesa- ve voru tiltekn- ir efnisþættir laganna notaðir sem rökstuðn- ingur fyrir því að þjóðin ætti ekki rétt á að greiða atkvæði þrátt fyrir gjá milli þings og þjóðar. Nú kemur enn nýr rökstuðningur um að valdið sé hjá forsetanum og þjóðinni en ekki Alþingi. Af þessu má sjá að forset- inn hefur aldrei verið samkvæmur sjálfum sér í rökstuðningi sínum. Þegar forseti Íslands kemur fram í BBC talar hann gegn mál- stað og ákvörðunum ríkisstjórn- ar og Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur vissulega um margt borið fram réttmæta gagnrýni á ríkis- stjórnina. Sú staðreynd breytir ekki hinu að það er stjórnskipulega ótæk og óverjandi staða í þessu máli og öðrum sem upp kunna að koma síðar að þjóðhöfðinginn sé í stæl- um við ríkisstjórn sína og tali öðru máli en hún á erlendum vettvangi. Allt varpar þetta ljósi á nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni og tryggja meiri festu og ábyrgð varð- andi ákvarðanir um þau mál sem ganga eiga til þjóðaratkvæðis. Til- lögur þar um nutu ekki stuðnings í stjórnarskrárnefnd 2005 til 2007. Nú ætti að vera unnt að sameina menn um skynsamlegar breyting- ar. Forseti Íslands ÞORSTEINN PÁLSSON S vo virðist sem bæði ríkisstjórnin og forsetinn standi með pálmann í höndunum eftir orrahríð líðandi viku. Ef rýnt er í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á fimmtudags- kvöld má segja að þeir einu sem falla á prófinu séu stjórnar- andstaðan. Lýðskrum hennar fær falleinkunn kjósenda. Ástæðan er sjálfsagt einföld en ætti engu síður að vera stjórn- arandstöðunni umhugsunarefni. Þrátt fyrir að hafa talað mikið og iðulega í gífuryrðum er ákaflega erfitt að átta sig á því fyrir hvað stjórnarandstaðan stendur eða hvað hún vill. Þegar Icesave-lögin voru afgreidd í fyrra sinnið var það ekki með stuðningi sjálfstæðismanna og framsóknarmanna þrátt fyrir að miklum tíma hefði verið varið þá um sumarið í að vinna fyrirvara inn í lögin í samstarfi við stjórnarandstöðuna. Haustið leið svo með endalausum umræðum um málið og málþófi. Andstaða stjórnarandstöðunnar beindist að því er virtist fyrst og fremst að því að vísa ætti málinu til dómstóla sem líklegast væri að myndu dæma Íslendingum í hag, þ.e. komast að þeirri niðurstöðu að okkur bæri ekki að greiða þessa skuld. Eins og við var að búast fóru leikar á sama veg þegar atkvæði voru greidd nú fyrir áramót. Lögin voru samþykkt nú með mót- atkvæðum minnihlutans. Tillaga sjálfstæðisþingmanns um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var studd af stjórnarandstöðu- þingmönnum en felld í atkvæðagreiðslu. Ekki var þó forsetinn fyrr búinn að vísa Icesave-málinu til þjóðar- innar að allt annað hljóð fór að heyrast úr stjórnarandstöðustrokkn- um. Nú þykir þeim óheppilegt að þjóðin greiði atkvæði um málið og telja vænlegra að semja upp á nýtt. Ljóst er að þessi síbreytilegi málflutningur minnihlutans á þingi á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum þrátt fyrir að meirihluti þeirra sé sáttur við ákvörðun forsetans um að staðfesta ekki Icesave-lögin heldur vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarmeirihlutann hvað harðast fyrir skort á samráði við minnihlutann. Vera kann að sú gagnrýni eigi rétt á sér. Hitt er jafnljóst að erfitt getur verið um vik að hafa samráð við þá sem ekki vita í hvorn fótinn þeir ætla að stíga, vilja einn daginn ekki borga, annan vísa til dómstóla og þann þriðja semja eilítið betur. Sömuleiðis liggur fyrir að þegar um samráð milli meirihluta og minnihluta er að ræða þá getur það ekki farið fram á þann veg að minnihlutinn ákveði um hvað samráðið á að snúast og meirihlutinn lagi sig að því. Þannig virkar ekki lýðræðið. Niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins er um margt athygl- isverð. Ríkisstjórnin leggur allt upp úr því að ljúka Icesave-málinu í friði við aðrar þjóðir. Hún heldur fylgi sínu með innri sveiflu frá Samfylkingu til Vinstri grænna, sem endurspeglar fyrst og fremst gríðarlegan styrk Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Á sama tíma styður góður meirihluti þjóðarinnar ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar, og myndi fella lögin ef gengið yrði til kosninga um þau nú. Ríkisstjórnin nýtur þannig trausts þrátt fyrir andstreymið í Icesave-málinu en stjórnarandstaðan hefur ekkert fylgi haft upp úr stefnulausu lýðskrumi sínu. Stjórnarandstaðan fær falleinkunn í skoðanakönnun. Ríkisstjórnin stenst áhlaup STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Faxafeni 12 (2. hæð), 108 Reykjavík LAGERSALA 60-80% afsláttur KRAKKAR: Úlpur 4.000 kr. Flíspeysur 1.000 - 3.500 kr. Útigallar 8.000 kr. UNGBÖRN: Flíspeysur 2.000 kr. Flísbuxur 1.500 kr. Húfur 1.000 kr. Sokkar og vettlingar 500 kr. DÖMUR & HERRAR: Útigallar 8.000 kr. Flíspeysur 4.000-6.000 kr. Buxur 3.000 kr. Loðfóðraðar vinnuúlpur 6.000 kr. Húfur og vettlingar 1.000 kr. Opnunartímar Faxafen: Mán til fös: 9 -18 Lau: 11- 2-16 Glerárgötu 32, 600 Akureyri Opnunartímar Glerárgata: Mán til fös: 10-18 Lau: 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.