Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 28
28 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR Hamborgarhryggir, rjúpur, kalkúnar og anda- bringur. Nú þegar flest jólaboðin eru yfirstaðin fara margir að huga að því að hreyfa sig meira og borða minna. Fréttablaðið leitaði ráða hjá nokkrum einkaþjálfurum og spurðu þá hvort þeir lumuðu á einhverjum ráðum um hvernig megi koma sér í gott form eftir jólin. Að losa sig við jólakúluna YESMINE OLSON „Mjög gott ráð er að fara í göngutúr daglega ef veður leyfir. Fyrir þá sem eiga eftir að mæta í fleiri matarboð á næstunni þá er sniðugt ráð að taka pásu á milli aðalréttarins og eftirréttarins til að melta svolítið í stað þess að borða sig of saddan. Annars mæli ég með því að fólk sem ætlar að hefja líkamsrækt á nýju ári setji sér markmið til lengri tíma og gefist ekki upp strax á fyrstu viku eins og margir gera. Það hjálpar manni oft af stað að vera með skemmtilegan lagalista á iPodinum sínum til að æfa við.“ KONRÁÐ VALUR GÍSLASON „Það er mikilvægt að koma mataræðinu í rútínu, borða 5-6 litlar máltíðir yfir daginn og alls ekki gleyma morgunmatnum. Einnig er gott að skipta út kjötinu fyrir meira léttmeti líkt og fisk, kjúkling og salat og auka neyslu grænmetis og ávaxta. Ég mæli einnig með því að fólk drekki mikið vatn og hreyfi sig. Fátt er betra en að svitna vel eftir mikla saltneyslu.“ SÖLVI FANNAR VIÐARSSON „Öll hreyfing styttir tímann sem það tekur fyrir fæð- una að fara í gegnum meltingarkerfið og því er gott að fara út að ganga og drekka mikið af vatni eða tei. Þeir sem drekka kaffi eða gosdrykki ættu að passa sig á að drekka jafn mikið af vatni með af því að kaffi og gos er mjög vatnslosandi. Svo er nauðsynlegt að sofa vel og borða vatnsríka fæðu eins og grænmeti, ávexti og gróft kornmeti.“ BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR „Helsta og besta ráðið sem ég gef öllum eftir jólin er að ákveða hér og nú að breyta lífsvenjum sínum. Best er að gera það með litlum hænuskrefum, það er að breyta og bæta eitthvað tengt heilsunni í hverri viku, að minnsta kosti næstu 12-15 vikurnar. Þeir sem ætla nú að beina hugsun sinni í átt að betri lífsvenjum ættu að byrja á því að auka hreyfinguna í hverri viku. Meiri hreyfing í þessari viku en í þeirri síðustu þangað til að þið eruð farin að hreyfa ykkur hressilega 5-6 daga vikunnar. Hvað mataræði varðar er trefjaríkur morgunmatur mikilvægur, gróft brauð og kornmeti, fiskur, kjúklingur, magurt og ferskt kjöt, ávextir og grænmeti á hverjum degi, litlar máltíðir og vatnsdrykkja reglulega yfir daginn. Ég vil líka meina að grænt te sé mjög þýðingarmikið til að fækka aukakílóum.“ Staðgreiðsluverð kr. 26.250* Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil og með stórum poka. Parketbursti að andvirði kr. 9.320 fylgir frítt með. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Þú sparar kr. 15.882 Opið í dag laugardag frá kl. 11:00-15:00 Fullt verð kr. 32.812 *Gildir á meðan birgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.