Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 30
2 matur Humarpastagreifinn á Café au Lait Júlía Margrét Alexandersdóttir SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Kjartan Guðmundsson, Sólveig Gísladóttir, Vera Einarsdóttir og Unnur H. Jóhannsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Græna duftið sem allir eru að tala um! Borgartún 24 – Hæðarsmára 6 – Hafnarborg s. 58 58 700 www.madurlifandi.is Fæst í verslunum Maður Lifandi PH-ion Green Alkalizing Superfood er kraftmikið næringarríkt grænt duft sem hjálpar við að afeitra ristilinn og blóðið. Það inniheldur mikið af góðum vítamínum, steinefnum, ensýmum, söltum og snefilefnum, aminósýrum og andoxunarefnum. • Inniheldur sérlega stóran skammt af blaðgrænu • Hjálpar líkamanum að komast í jafnvægi og verða basískari • Hreinsar blóðið og viðheldur réttu sýrustigi í líkamanum • Dregur úr streitu, styrkir ónæmiskerfið og eykur orku • Kemur jafnvægi á blóðsykurinn, meltinguna og sýrustigið í þörmunum Maður Lifandi veitir faglega ráðgjöf varðandi hreinsanir, erum með ýmsar lausnir fyrir þig. Frábær tilboð í verslunum okkar á ýmsum detox-vörum. Lýðheilsustöð hefur gefið út ráðleggingar um daglega næringu og tilgangurinn með námskeiðinu okkar í MK er að kenna fólki hversu auð- velt er að laga mataræðið að þeim ráðleggingum án þess að þurfa að gjörbreyta venjunum,“ segir Mar- grét. Hún bendir á að rannsókn- ir sýni að óhollar matarvenjur og hreyfingarleysi geti haft áhrif á framgang ýmissa sjúkdóma svo sem hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki 2. „Á þessu námskeiði munum við leitast við að kenna fólki mismunandi aðferðir við að búa til mat og að velja hollt hráefni. Við þurfum kannski ekki að hætta að borða jólaköku en við getum notað olíu í hana í stað smjörlíkis og lært að búa til sósur með minna salti og minni rjóma en áður. Svo er auðvelt að minnka sykurmagn í kökum og nota döðlur eða gráfíkj- ur í staðinn fyrir hvíta sykurinn,“ nefnir hún sem dæmi. Námskeiðið í MK er fyrirhugað hinn 20. janúar og stendur í þrjár klukkustundir, frá 17.30 til 20.30. Þar fá þátttakendur bækling með nýjum uppskriftum. „Síðan ætla ég líka að vera með góðar, gamlar uppskriftir og sýna fram á hvernig auðvelt er að breyta þeim þannig að þær verði hollari en áður,“ segir Margrét sem að lokum gefur les- endum hugmynd að góðu snakki til að hafa milli mála. - gun „Við getum aukið neyslu grænmetis og ávaxta með því að blanda slíku hráefni í hina ýmsu rétti,“ segir Margrét. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Auðvelt og skemmtilegt að HOLLT OG GOTT SNAKK 1 bolli graskersfræ 1 bolli heilar möndlur 1 bolli heslihnetur, eða aðrar hnetur sem ef til vill eru til í skápnum 2-3 msk. tamarin-sojasósa Veltið kjörnunum upp úr sojasós- unni og setjið á smjörpappír inn í 200° heitan ofn. Bakið þar til kjarnarnir eru ljósbrúnir og stökkir. Orkumikið snakk sem gefur mikið af hollri fitu og fleiri góðum nær- ingarefnum. Má borða milli mála en einnig er gott að strá þessu yfir grænmetissalat. ASIAN MATVÖRUVERSLUN Hann lætur ekki mikið yfir sér, Asian matvörumarkaðurinn við Suðurlands- braut 32, en í honum er að finna matvör- ur frá framandi löndum eins og Taílandi, Filippseyjum, Japan og Kína. Í verslun- inni fást rúmlega 6.000 vörutegundir, aðallega frá ofangreindum löndum, en þar er einnig að finna vörur frá Afríku og Suður-Ameríku og allt kitlar þetta bragðlaukana. Eigandinn, Linda Frið- riksdóttir, segir að í Asian fáist mest af kryddi í landinu öllu, sósum og mauki (e. paste) „Við bjóðum einnig upp á upp- skriftir og faglegar ráðleggingar en á staðnum erum við með matreiðslumeist- ara sem getur gefið fólki góð ráð við eldamennskuna, ef það vill. Eftir ára- mót munum við síðan opna kryddbar þar sem við seljum krydd eftir vigt, rétt eins og kjöt er selt eftir vigt. Svo verðum við með námskeið í boði,“ segir hún og kveður asíska matreiðslu vera fræga fyrir hollustu og einfaldleika. Upplýsing- ar um námskeið og fleira á heimasíðunni www.asian.is. Selur krydd eftir vigt Hollt og gott! LAGA MATARÆÐIÐ Hvernig gerum við daglegan mat hollari en jafnframt meira spennandi en áður? Margrét S. Sigbjörnsdóttir kennari á svar við þeirri spurningu, enda undirbýr hún nú námskeið á vegum Sæmundar fróða í MK sem snýst einmitt um það. Ef matarsmekkur minn væri holdi klædd persóna væri hann feit-ur, lítill lávarður að sleikja fituga fingur í Jane Austen-mat-arboði. Akkúrat þessir sem eru svo rauðir og æðasprungnir í framan að þeir virðast vera að kafna á eigin bitum. Með fjólubláar sprungnar æðar í kinnum og eru gúffandi í bakgrunni aðalsöguþráð- arins, þar sem fallegar konur líða um ástfangnar og eirðarlausar. Þessi innri lávarður minn kom berlega í ljós þegar ég fór að sækja kaffihús á menntaskólaárum og ísskápurinn í foreldrahúsum var ekki lengur eina uppspretta fæðis. Bæði vann ég með skóla og fékk vasapeninga í foreldrahúsum og saman varð sá peningur ágætis dag- peningur fyrir menntaskólanema. Menntaskólanema sem uppgötvaði að á matseðlinum á Café au Lait voru ekki bara 200 króna langlokur sem vinkonur mínar keyptu sér þrjár saman til að spara og skiptu á milli sín, heldur líka humarpasta að ógleymdum ostabakkanum góða. Þá kostaði ostabakkinn 800 krónur (og bjórinn var á 200) svo þetta var ekki gefins. Vinkona mín sagði mér nokkrum árum seinna að hennar minning- ar frá þessum tíma séu á þá leið að þegar ég pantaði mér mat hafi garnirnar í henni gaulað. Vinkonur mínar græddu þó yfirleitt allt- af því bæði er gjafmildi eðli greifa og svo voru pantanirnar mun umsvifameiri en matarlystin. Ostabakkinn stórkostlegi dugði því fyrir glorsoltna og tíkalla-teljandi samnemendur mína þegar ég hafði rétt potað í hann. Ég man að eitt sinn skammaði María kaffihúsa- stýra mig fyrir að panta mér þrjár tegundir af drykkjum þegar ég gat ekki ákveðið hvort mig langaði í kók, kakó eða kaffi. Mér fannst svo sjálfsagt að geta valið um hverju ég vildi dreypa á næst milli rétta. Ég tek þó allan vafa af um það að þessi lifnaðarháttur hafi verið hinn ákjósanlegasti á þessum árum 1993-1994, verandi í Menntaskólanum í Hamra- hlíð, þar sem það þótti svo kúl að vera blankur. Núðlu- súpan í nemendasölunni kostaði 29 krónur og það að eiga 100 krónur til að lifa út vikuna var mjög töff. Ég sveiflandi fimm þúsund köllum á kaffi- húsi, samt í MH-fötum, og pantandi mér humar þótti því mjög framandi. Jaðraði eiginlega við geimveruhegð- un. Í týpulegum hippafötum en hegðaði mér samt eins og Jón Ásgeir. Ekki beint glatað en framandi. Þá var enginn stimpill kominn, enginn var hnakki eða skinka á þessum árum – bara út úr kú. Matarsmekkur minn í dag hefur lítið breyst og í betra árferðinu átti ég það til að fara ein inn á kaffihús um miðjan dag og panta mér innbakaða humarhala ef þeir voru á listanum. Sniglar, kavíar, nefndu það, væri ég rík og nokk sama um heilsufarið væri ég alla daga í hlaðborðinu á 19. hæð og því á Vox til skiptis. A Aðal-réttur M Með- læti Fugla- kjöt Hvunn- dags Hollt Græn- meti Ávextir D Drykkir Hvunndags/til hátíðabrigða Fiskur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.