Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 34
Ég fékk áhuga á föstum þegar ég var um tvítugt. Þá varð hugleiðsla hluti af mínu daglega lífi og jafnframt fór ég að vanda fæðuvalið,“ segir Sverrir og upp- lýsir að grænmetisfæði fari betur í hann en annað. Á tímabili kveðst hann hafa fastað einn sunnudag í mánuði og í fjóra daga tvisv- ar á ári. Nú láti hann tvær eða jafnvel eina fjögurra daga föstu nægja á ári hverju. Fasta tengist þeirri endurnýjun sem á sér stað um áramót að mati Sverris, sérstaklega hér á norðurhveli þar sem ljósið fer vaxandi. „Aðalmarkmið föstunnar er að líkaminn nái að hreinsa út þær stíflur sem eru að þvælast fyrir í líkamanum og hafa áhrif á andlega heilsu,“ útskýrir hann og telur mikilvægt að fasta í fjóra daga í senn til að hreinsun geti átt sér stað. „Hver dagur hefur ákveð- in áhrif bæði á líkama og huga,“ segir hann. „Fyrsti dagurinn er oftast mjög erfiður því þá er verið að brjóta upp venjurnar. Maður fer auðveldlegar gegnum annan daginn, maginn hefur minnkað og líkaminn er kom- inn af stað. Þriðji dagurinn er mjög erfiður og þá er hreinsun farin í gang en á fjórða degi breytist líðanin til hins betra og maður finnur fyrir ákveðinni sviftilfinningu. Því er mjög mikilvægt að komast þangað.“ Engin föst fæða fer inn fyrir varir Sverris í föstunni heldur nærir hann sig með græn- metissafa. „Það er alveg nóg að drekka úr einni hálfs lítra flösku af góðum grænmet- issafa yfir daginn og svo vatn eins og maður vill og hreinsandi te,“ segir hann og varar fólk við of þungri fæðu þegar föstunni slepp- ir. „Súpa eða jafnvel eitt epli er hæfilegt í byrjun, annars er allt unnið fyrir gýg. Mér finnst gott brauð vera himnafæða en það er of þungt í maga að nýafstaðinni föstu,“ tekur hann sem dæmi. Eitt sinn fastaði Sverrir í fjórar vikur samfleytt. „Ástæðan var sú að ég lenti í erf- iðu bílslysi og mér fannst í framhaldinu svo margt vinna á móti mér í líkamanum. Ég fékk ráðleggingar læknis því ég vildi gera þetta rétt. Neytti bara þessa hálfa lítra af grænmetissafa á hverjum degi sem ég skipti niður í fjóra skammta og drakk svo vatn og eitthvað smávegis af tei. Ég fór í gegnum svifskeið og önnur mjög erfið skeið en ég hélt þetta út og það var ótrúleg reynsla því maður fer svo djúpt inn í vitundina.“ Sverrir kveðst ekki ráðleggja fólki svo langar föstur og alls ekki nema undir eftirliti. „En þetta hafði mjög góð áhrif á púlsana í líkamanum mínum,“ segir hann. „Þeir komust í takt.“ Að lokum gefur hann okkur leiðbeining- ar um styrkjandi te þar sem Svartigaldur eða Nornaseiður úr hans eigin smiðju eru nýttir sem krydd en þeir fást í Kaffifélaginu á Skólavörðustíg, Te og kaffi við Laugaveg, Mosfellsbakaríi, Góðri heilsu við Njálsgötu og Búrinu í Nóatúni. „Mín aðferð felst venjulega í því að sjóða góðan skammt af vatni, taka pottinn af hell- unni og setja út í eina matskeið af Svarta- galdri eða Nornaseið. Síðan set ég lokið yfir og læt löginn standa í um 10 mínútur. Þá bæti ég út í vatnið einhverju uppáhalds tei eða sker engiferrót í bita og læt fljóta með. Styrkurinn fer eftir smekk hvers og eins og sjálfsagt er að hella yfir í góðan tepott. Það sem eftir verður af tei sía ég og helli yfir í annan pott og hita upp seinna um daginn. Við það magnast og þéttist bragðið. Stund- um set ég restina á flösku og inn í ísskápinn og drekk sem íste næsta dag.“ - gun Hreinsandi Eitt epli eða súpa er hæfileg fæða fyrsta daginn eftir að fastan er brotin að sögn Sverris. Eplate með mintu. Sverrir mælir með matskeið af Svartagaldri eða Nornaseið út í. Gott getur verið að nota engifer í stað mintu. ENDURNÝJUN Um áramót huga margir að nýjum lifnaðarháttum eftir bílífi um hátíðarnar. Sum- ir ganga svo langt að temja sér reglubundnar föstur og létt fæði í framhaldinu. Sverrir Guðjónsson söngvari hefur reynslu af föstum og miðlar henni til lesenda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Fyrstu ryðfríu pottarnir frá Rösle gjörbyltu öllu fyrir 70 árum. Í dag eru pottarnir með Multiply „samloku“-kerfi þannig að þeir eru fljótir að hitna og kólna og dreifa hitanum einnig jafnt um pottinn, alveg upp í topp. Rösle pottarnir henta á allar gerðir eldavéla, rafmagns-, gas- og spansuðuhellur . Algjörar samlokur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.