Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 59
matur 11 LEYNIVOPNIÐ Piparrót er rótargrænmeti sem, samkvæmt rannsóknum við Háskólann í Illinois í Bandaríkj- unum, inniheldur talsvert magn af glúkósinólati, efni sem vinnur gegn myndun krabbameins. Sam- anburðarrannsóknir hafa verið gerðar á brokkólíi og piparrót sem sýna að piparrótin inniheld- ur næstum tífalt meira magn af glúkósinólati en brokkolí. Ekki þarf nema eitt gramm af piparrót á dag til að fá nægilegan skammt af efninu. Piparrótin er mjög bragðsterk og því er best að borða hana í litlu magni. Ágætt er að rífa hana til dæmis niður og blanda saman við eggjahræru eða sýrðan rjóma og nota á salat eða bakaðar kartöfl- ur. Gott gegn krabbameini Lilja Oddsdóttir, lithimnufræðingur og formaður Bandalags íslenskra græðara, er ekki sein til svars þegar hún er spurð út í leynivopnið í eld- húsinu. „Það er tvímælalaust íshrærivélin mín, en með henni er hægt að gera ljúffengasta heilsuhristing að mjúkís,“ segir hún og bætir við að ein besta og jafnframt frumlegasta ísblandan sé búin til úr lárperu (avokadó), vítamínum, lime og Blue Agave-sírópi. „Þessi ís er hlaðinn aðgengilegum amínósýrum (prótínum), fínustu fitusýrum, vítamínum og steinefnum,“ segir hún og útskýrir aðferðina. „Fyrst er avokadóið ásamt safa og sírópi hrært í blandara og síðan hellt í íshrærivélina sem býr til ótrúlega ljúffengan ís úr blöndunni á 20 mínútum eða svo.“ Lilja nefnir til sögunnar ýmsar aðrar spennandi ísblöndur sem hún býr til með vélinni: vanilluís úr möndlumjólk ásamt döðlum og vanillu- kornum, kókosís með jarðarberjum og súkkulaðiís með mintubragði úr möndlumjólk, döðlum og kakóbaunum. „Allt saman heilsuhristingur sem breytist í eftirrétt og hægt er að borða í morgunmat með góðri sam- visku.“ - rve ÍS Í MORGUNMAT Lilja með ísinn góða sem hún býr til úr lárperu, vítamínum og sírópi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Heimildarmyndir um mat geta hæglega haft víðtæk áhrif eins og sannaðist fyrir nokkrum árum þegar mynd Morgans Spurlock, Super Size Me, vakti gríðarlegt umtal, en í myndinni lýsir Spur- lock reynslu sinni af því að borða einungis máltíðir frá McDonalds í öll mál. Er talið að Super Size me hafi átt stóran þátt í þeiri ákvörð- un stjórnenda skyndibitarisans að bjóða upp á grænmeti á veitinga- stöðum sínum. Heimildamyndin Food Inc. eftir Robert Kenner hefur sank- að að sér verðlaunum að undan- förnu, en í henni er farið óblíðum höndum um stærstu matvælafyr- irtæki heims og aðferðirnar sem þau tileinka sér. Rakið er hvernig heilsusjónarmiðum er oft og tíðum kastað fyrir róða og áhersla lögð á gróða á kostnað matvælanna sjálfra, dýra og mannfólksins sem þau snæða. Food Inc. er mynd sem vekur til umhugsunar og ætti að hitta í mark hjá öllum þeim sem láta sig heilsusamlegt líferni varða. Rýnt í aðferðir stærstu matvælafyrirtækjanna Frekar fullskipaður diskur af skyndi- bita. Gott er að rífa piparrót niður og blanda saman við sýrðan rjóma. Hér er hún hins vegar borin fram með sorbeti og beik- oni eins undarlega og það hljómar. Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Með árunum rýrnar brjóskvefurinn sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í stóru liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar-og hnjáliðum. Þess vegna er allt tilvinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. Vara ársins! NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk var valið heilsuvara ársins 2004 í Noregi. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifðu breytinguna! NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum og stærri Hagkaupsverslunum. Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður Mikilvægt er að annast sig vel allt lífið. Mjög nauðsynlegt er að neyta góðs kalks með D-vítamíni fyrir beinin. KOLOS er t.d. góður kostur, öflugt D-vítamín með kalki. 1 glas af KOLOS inniheldur 180 töflur sem er 6 mánaða skammtur og á góðu verði. Umboðsaðili: Gengur vel ehf., NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA Í mörg ár hefur Bo stundað áhugamál sín þrátt fyrir stirða og auma liði. Hann lét ekki þráláta verki og stirðleika stöðva sig. „Eftir að ég kynntist NutriLenk er lífið langtum léttara og bjartara,“ segir hinn sænski Bo Tavell, 65 ára. „Það er klárt mál að líf mitt er allt annað og betra eftir að ég byrjaði að nota NutriLenk.“ Bo Tavell hefur mýmörg áhugamál og vill lifa lífinu til hins ýtrasta. Hann ekur vélhjóli og er virkur í torfæruakstri, sem er mjög erfitt vélhjólasport. Bo fer einnig á brimbretti, skíði og lagar húsið sitt svo eitthvað sé nefnt. Fyrir nokkrum árum fór hann að verkja í fingur og hné. Ég er þver og vildi ekki láta neitt stoppa mig „Ég þverkallaðist við og lét ekkert stoppa mig í að lifa virku lífi og gerði það oft á hnefanum sem var erfitt! Hugurinn náði ekki alltaf að yfirstíga sársaukann og var ég farinn að framkvæma minna og minna.“ Hné og fingur „Ég viðurkenni að geðslagið og liðirnir voru ekki upp á sitt besta og var ég orðinn hálf niðurdreginn þegar góður vinur benti mér á NutriLenk. Strax eftir tveggja vikna inntöku fann ég fyrir miklum létti og átti mun betra með að hreyfa mig og best var að endurheimta húmorinn á ný,“ segir Bo skellihlæjandi. 4.500 km á vélhjóli „Fyrir nokkru var mér boðið í brúðkaup til Rúmeníu. Ég ákvað að fljúga til Rómar og keyra þaðan á vélhjóli í brúðkaupið sem var 2.250km leið! Sem gerir jú 4.500 km báðar leiðir. Áður en ég byrjaði að taka inn NutriLenk hefði ég aldrei nokkurn tímann getað farið út í svona ævintýri í því ástandi sem ég var. En eftir að ég kynntist NutriLenk þá var ekki mikið mál að leggja upp í þetta ævintýri sem gekk alveg fyrirtaks vel. Reynar fann ég fyrir smá þreytuverk í baki eftir að hafa setið svona lengi á hjólinu en það hefðu nú flestir gert!” bætir Bo kíminn við. Mæli gjarnan með NutriLenk „Ég mæli eindregið með því að þeir sem hafa auma og slitna liði taki inn NutriLenk.“ Það var orðið dýrt að geta varla hreyft sig Bo Tavell 65 ára Nú er ég liðugur á ný!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.