Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 — 10. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 GÖNGULEIÐIR Á TRÖLLASKAGA er göngu- kort sem var endurútgefið af Hólaskóla – Háskólanum á Hólum um áramótin. Þekktar gönguleiðir er að finna á kortinu, meðal annars Heljardalsheiði, Svarfdæla- leið, Hólamannaveg og Hjaltadalsheiði auk annarra skemmtilegra gönguleiða. www.holar.is Sigmar bjó fyrir nokkrum árum í Chile og dóttir hans, Rósa Marí, var þá með í för. Á þeim tíma ferð-uðust þau meðal annars til Perú en nú í sumar var farin ferð til Mar-okkó þar sem sonur hans, Alex-ander Þór, 12 ára, var einnig með í för. „Ég kýs að ferðast til staða þar sem ekki er mikið um ferðamenn. Mér finnst það ekki síst öruggara þegar ég er með krakka, þar sem ekkert er þá um glæpi sem tengj-ast oft ferðamannastöðum og svo er það oft rólegra og afslappaðra “segir Sigmar pakkaferð til Costa del Sol, með hóteli og öllu, og mun ódýrara en ef ég hefði bara tekið flugið. Þannig var þetta tvískipt ferð: Nokkrir dagar í sundlaugunum á hótelinu og svo ævintýraferð: bakpokaferð-in um Marokkó. Við tókum lest til Malaga og svo næturferju til Mar-okkó og dvöldum fyrst í litlum bæ við landamæri Líbíu.“Þaðan hófst ferðalagið þvert yfir Marokkó en Sigmar var með lítinn þrjátíu lítra bakpoka á bak-inu og allir voru með tki aldabæjarins Fez er líkt því að ferðast aftur í tímann. Á markað-inum þar fæst allt milli himins og jarðar, allt frá ávöxtum til úlfalda. Innan um ferska ávexti og fram-andi krydd voru svo kjötbúðirn-ar sem minntu meira á gæludýra-verslanir með gaggandi hænur, jarmandi kindur og flóttalegar skjaldbökur.“Eftir að hafa ferðast eftir Mið-jarðarhafsströnd Marokkó e d ðferðin í T Ferðast með krakkana sína á óvenjulega staði Sigmar Örn Alexandersson ferðast gjarnan með börnin sín á staði sem ekki eru miklir ferðamannastaðir. Hann hefur ferðast um Suður-Ameríku með dóttur sína og nú síðast til Marokkó með son og dóttur. Sigmar Örn á ferðalagi um Perú fyrir nokkrum árum með dóttur sína, Rósu Marí. MYND/ÚR EINKASAFNI Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Auglýsingasími VEÐRIÐ Í DAG Skemmtilegt ævintýri Brúðubíllinn fagnar 30 ára afmæli. TÍMAMÓT 16 Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% SIGMAR ÖRN ALEXANDERSSON Fór með börnin í bak- pokaferð til Marokkó • á ferðinni • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Endurvekur gamla stemningu KK kallar á gamla vini til tónleika- halds. FÓLK 21 HILMAR VEIGAR PÉTURSSON EVE er leikur ársins á virtri leikjavefsíðu Reynsluboltarnir völdu íslenska leikinn FÓLK 26 ÓSKAR PÁLL SVEINSSON Fékk árslaun fyrir smáskífu Fékk heilræði frá Simon Cowell FÓLK 26 Semur við Þjóðverja Bedroom Community gerir dreifingarsamning við þýskt fyrirtæki. FÓLK 26 TÍSKA Margir af fremstu hönnuð- um Íslands hafa stofnað Reykja- vik Fashion Festival ásamt ein- staklingum sem starfa á sviði tónlistar. Reykjavik Fashion Festival fer fram dagana 19. til 20. mars. Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir mikilvægt að byggja upp ímynd íslenskrar hönnunar eftir Iceland Fashion Week, sem mörg- um þótti klúður. „Hópurinn hefur verið að vinna að þessu síðan í september og það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðan þá,“ segir Ingibjörg. - sm / sjá síðu 20 Útspil íslenskra hönnuða: Bæta ímyndina með nýrri hátíð SVEITASTJÓRNARMÁL Útsvarstekjur sveitarfé- laga á Vestfjörðum hækkuðu um 15,1 prósent á milli áranna 2008 og 2009. Þetta kemur fram í nýjum tölum Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Tekjuaukning sveitarfélaga á landsvísu var 2,6 prósent. Brúttótekjur sveitarfélaga á Vestfjörðum árið 2008 voru 1.954 milljarðar króna en voru 2.249 milljarðar í fyrra. Níu af tíu sveitarfé- lögum á Vestfjörðum bættu við sig en Bæjar- hreppur var undantekningin á tekjuaukning- unni milli ára. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísa- firði, segir að tekjuaukning sveitarfélaganna skýrist að langmestu leyti með bættri afkomu sjávarútvegsins vegna gengisþróunar krón- unnar. Halldór segir að þegar horft er til Vest- fjarða í samanburði við landið í heild verði að hafa hugfast að þenslubylgja síðustu ára fór að verulegu leyti fram hjá Vestfjörðum. Samdrátturinn var því ekki mikill við hrunið, þegar á allt er litið. „Við erum búin að vera í gíslingu sterkrar krónu mjög lengi en nú hefur þetta snúist við.“ Þessu til viðbótar koma áhrif hækkunar á útsvarshlutfalli og skatttekjur af útgreiðslu séreignasparnaðar úr lífeyrissjóð- um. Halldór segir að þrátt fyrir tekjuaukn- inguna þurfi sveitarfélögin eftir sem áður að halda verulega aftur af útgjöldum sínum. Mikilvægi sjávarútvegsins í þessari mynd sést greinilega þegar afkoma sveitarfélaga eins og Borgarbyggðar og Fljótsdalshéraðs er skoðuð. Útsvarstekjur beggja sveitarfélag- anna dragast saman á tímabilinu. Lifibrauð þeirra hefur ekki síst verið umsvif verktaka- fyrirtækja sem hafa mörg hver fengið þungan skell. Eins og áður sagði var tekjuaukning Bol- ungarvíkurkaupstaðar 39 prósent. Tekjurn- ar voru 248 milljónir króna árið 2008 en voru 345 milljónir í fyrra. Elías Jónatansson bæj- arstjóri gerði þessa niðurstöðu að umtalsefni í stefnuræðu sinni með fjárhagsáætlun sveit- arfélagsins fyrir árið 2010 og segir aukning- una skýrast af þrennu. Auknum umsvifum í sjávarútvegi, en afli sem landað var í Bolung- arvíkurhöfn var um fimmtán prósent meiri en árið áður. Eins stafi aukningin af umsvifum við jarðgöng og snjóflóðavarnir, auk þess sem lagt var á tíu prósenta álag á útsvar í Bolung- arvík. - shá Útsvarstekjur á Vestfjörðum hækkuðu við fall krónunnar Níu af tíu sveitarfélögum á Vestfjörðum bættu verulega við sig tekjum af útsvari á síðasta ári samanborið við árið á undan. Meginástæðan er bætt afkoma í sjávarútvegi. Hækkunin var mest í Bolungarvík eða 39 prósent. Sveitarfélag 2008 2009 Árneshreppur 11,7 15,0 Bolungarvík 248,5 345,5 Bæjarhreppur 19,3 17,11 Ísafjarðarbær 1.098 1.216 Kaldrananeshreppur 28,1 33,4 Reykhólahreppur 58,0 65,4 Súðavíkurhreppur 51,1 54,9 Strandabyggð 117,2 132,0 Tálknafjarðarhreppur 76,6 88,6 Vesturbyggð 245 281 ÚTSVARSTEKJUR Á VESTFJÖRÐUM 08/09 HVASST SYÐRA Í dag verða víða austan 5-13 m/s en 13-20 suðvestanlands síðdegis. Rigning einkum suðaustanlands en þurrt og bjart með köflum norðan til. Hiti 2-8 stig en vægt frost norð- anlands. VEÐUR 4 0 -3 3 6 4 HEIMSÓKN Í SKÓLA Íslensku forsetahjónunum var vel tekið í gær þegar þau heimsóttu börn sem njóta kennslu í skóla á hjólum í einu fátækrahverfa Mumbai. Þar er lögð áhersla á tölvunám og samfélagsgreinar. MYND/SKRIFSTOFA FORSETA ÍSLANDS Kveðjustund Strákarnir okkar spila sinn síðasta heimaleik fyrir EM í kvöld. Mótherj- inn er Portúgal. ÍÞRÓTTIR 22 FÓLK Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hóf í gær opinbera heimsókn á Indlandi. Heimsóknin byrjaði í Mumbai en forsetinn fer einnig til Nýju- Delí og Bangalore. Auk annarra er forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, í föruneyti forsetans. Hún varð sextug í gær. Forsetahjónin heimsóttu meðal annars skóla á hjólum í einu fátækrahverfa Mumbai. Eftir málþing um verkefni á sviði tækni, orku og viðskipta sem íslenskir og indverskir aðil- ar vinna nú að voru undirrit- aðir samningar milli íslenskra og indverskra jarðhita- og orkufyrirtækja. Heimsótt var endurhæfingarstöð þar sem fyrirtækið Össur kynnti fram- leiðsluvörur sínar. Í gærkvöld hélt ríkisstjóri Maharastra-fylk- is hátíðarkvöldverð til heiðurs forseta Íslands. - gar Forsetahjónin í Mumbai: Dorrit sextug í Indlandsferð ORKUMÁL Orkustofnun hefur til meðferðar umsókn HS Orku um leyfi til að auka raforkufram- leiðslu í Reykjanesvirkjun um allt að 85 megavött til viðbótar við þau 100 megavött sem búið er að virkja á svæðinu. Miðað við nýjar viðnámsmælingar Orkustofnunar er nýtanlegt afl háhitasvæðisins á Reykjanesi 81 megavatt, miðað við fimmtíu ára nýtingartíma. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir að þessar viðnámsmælingar skipti ekki sköpum. Viðnámsmæl- ingar nýtist vel til að meta afkasta- getu svæða, þar sem engin orku- vinnsla er hafin. Betri upplýsingar liggi fyrir á svæðum þar sem vinnsla er hafin. HS Orka hyggst svara ýmsum fyrir spurnum Orkustofnunar vegna umsóknarinnar um mán- aðamót. -pg / sjá síðu 6 Nýjar viðnámsmælingar Orkustofnunar á háhitasvæðinu á Reykjanesi: Mæla afköst undir nýtingaráformum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.