Fréttablaðið - 13.01.2010, Side 16

Fréttablaðið - 13.01.2010, Side 16
 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR2 Verkleg sumarnámskeið í ýmsum greinum og þriggja ára BS-nám í reiðmennsku og reið- kennslu eru þær nýjungar sem fram undan eru í hestafræði- deild Háskólans á Hólum. Víkingur Gunnarsson er stjórn- andi hestafræðideildarinnar á Hólum en aðrar deildir þar eru fiskeldis- og fiskalíffræði og ferða- málafræði. Mánaðarlöng sumarnámskeið á háskólastigi í reiðmennsku og sögu hestsins byrjuðu fyrir tveimur árum og framhald verður á þeim á sumri komanda að sögn Víkings. Nú á líka að bæta við sérhæfðum vikunámskeiðum í reiðmennsku, svo sem tölti og skeiði. „Við búum svo vel að eiga hér frábæra sér- hæfða kennsluhesta,“ segir hann og nefnir líka námskeið í fortamn- ingu og ræktun, fóðrun og með- ferð. Öll sumarnámskeiðin eiga það sameiginlegt að vera kennd á ensku. Víkingur segir þau vissu- lega opin Íslendingum en nemend- ur erlendis frá hafi verið í meiri- hluta undanfarin sumur, jafnvel alla leið frá Ástralíu. „Við getum líka hannað námskeið fyrir hópa ef óskað er, því við erum með sér- fræðinga á mörgum sviðum,“ tekur hann fram. Frá og með næsta hausti verð- ur allt nám við hestadeildina á háskólastigi og kennt til BS-prófs. „Annars vegar verður boðið upp á sameiginlega námsgráðu háskól- anna á Hólum og á Hvanneyri og hins vegar verður nú boðið upp á BS-nám í reiðmennsku og reið- kennslu. Þar erum við að byggja ofan á nám sem hér hefur verið og hefur sérstöðu í heiminum. Þeir sem vilja geta hoppað af vagnin- um á leiðinni og útskrifast með diplóma eftir eins eða tveggja vetra nám,“ útskýrir Víkingur. Hann segir atvinnugreinar kring- um íslenska hestinn víða hafa byggst upp erlendis og því sé mark- aður fyrir þetta nám. „Þriðjungur nemenda við deildina nú er útlend- ingar,“ lýsir hann. „Þeir leggja það á sig að læra tungumálið áður en þeir koma þannig að áhuginn er mikill og sýnir glögglega hvað ævintýrið kringum íslenska hest- inn er stórt í sniðum.“ - gun Ævintýrið er mikið í kringum hestinn KREPPAN virðist ekki hafa áhrif á geðheilsu barna og enn sem komið er hefur ekki orðið marktæk aukn- ing á eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hér á landi. www.heimiliogskoli.is „Við eigum frábæra og sérhæfða kennsluhesta,“ segir Víkingur Gunnarsson, stjórn- andi reiðdeildar Hólaskóla. MYND/SÓLRÚN Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nýtt námskeið hefst 14.janúar 2010 Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is Í boði er spennandi og krefjandi 10 vikna JAZZDANS og PÚL námskeið fyrir þá sem elska að dansa og hafa áhuga á að koma sér í form. • Kennt er í lokuðum hópum • Tímar fyrir byrjendur og lengra komna • Ýmsir dansstílar kynntir s.s. Musical – Lyrical - Modern. • Kennarar eru Irma Gunnarsdóttir og Þórdís Schram Námskeið hefst 14.janúar ! Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is Tímar eru 2 x í viku, frjáls aðgangur að tækjasal meðan á námskeiði stendur. Dansstudio 1: Byrjendur, mánudaga kl.19:45, sal 1 og fimmtudaga 19:30, sal 2. Dansstudio 2: Framhald, mánudaga kl. 20:45, sal 1 og fimmtudaga kl.20:30, sal 2. Verð: 24.900 kr. Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Nýtt! STUDIOKORT er árskort sem gildir á öll dansnámskeið í Dansstudioi JSB. Kortið veitir einnig frjálsan aðgang að tækjasal JSB. Verð: 56.900 kr. ¨ www.jsb.is Innritun hafin! Sími 581 3730 ansararD Gítarnámskeið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.