Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 10
 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Ekki er lengur ásætt- anlegt að vald til þess að skjóta lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu liggi á herðum eins manns, þótt þjóðkjörinn sé, sagði Björg Thor- arensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, á málstofu um þjóðaratkvæðagreiðslur í gær. Björg sagði löngu tímabært að breyta stjórnarskránni. Í dag hvíli valdið á herðum forseta Íslands, og hljóti að teljast virkt eftir að forsetinn hafi nú í tvígang neitað að staðfesta lög. Valdið sé raunar án efnislegra takmarkana. „Það er bæði vaxandi og eðlileg krafa í lýðræðisþjóðfélagi að þjóð- inni sé í auknum mæli falið vald til að ákveða hvernig hún vill haga tilteknum mikilvægum málum,“ segir Björg. „Ég tel að þjóðin eigi einfald- lega heimtingu á því að þjóðkjörn- ir fulltrúar hennar hefji umræður um heimildir til þjóðaratkvæða- greiðslu upp úr dægurþrasi stjórn- málanna og bregðist við með þeim hætti sem þeim er skylt í þágu umbjóðenda sinna,“ sagði Björg. Eiríkur Tómasson, lagaprófess- or við Háskóla Íslands, sagði að sá möguleiki að hægt sé að skjóta mikilvægum málum til þjóðar- innar verði til þess að stjórnvöld leiti í meira mælis þverpólitísks stuðnings við sín mál. Danmörk er gott dæmi um þetta, en þar getur þriðjungur þingmanna krafist þess að lög fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta úrræði hefur aðeins einu sinni verið notað frá því það komst í lög árið 1953, sagði Eiríkur. Vitundin um að þriðjungur þingmanna geti krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu um viss mál hefur orðið til þess að viðhorf danskra stjórnmálamanna eru allt önnur en íslenskra, sagði Eiríkur. Þar tíðkist að reyna að ná samstöðu um mál í stað átakastjórnmála, sem Íslendingar verði ítrekað vitni að. Hann tók undir með Björgu um mikilvægi þess að stjórnarskránni verði breytt, sér í lagi ákvæðum um þjóðaratkvæði. Til dæmis ætti að setja inn ákvæði um að þjóðin fái sjálf að kjósa um breytingar á stjórnarskránni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagðist í erindi sínu í gær ekki telja að stjórn- málaflokkar í minnihluta myndu misbeita valdi sínu til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur, yrði ákvæði hliðstætt því danska sett í íslensku stjórnarskrána. Það myndi hafa veruleg áhrif á trúverðugleika og vinsældir flokks að senda hvert málið á fætur öðru í þjóðaratkvæðagreiðslu, yrði nið- urstaðan ítrekað stjórnvöldum í vil. Slíkt myndi hafa bein áhrif á gengi flokksins í kosningum. brjann@frettabladid.is Löngu tímabært að breyta stjórnarskrá Ekki er ásættanlegt að valdið til að skjóta lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu liggi hjá einum manni, segir forseti lagadeildar HÍ. Breyta þarf stjórnarskránni sem fyrst og endurskoða ákvæði um þjóðaratkvæði, segir lagaprófessor við HÍ. FJÖLSÓTT Mikill fjöldi sótti málstofu um þjóðaratkvæðagreiðslur í Háskóla Íslands í gær. Færa þurfti fundinn í stærri sal og var þó hvert sæti skipað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÉLAGSMÁL Safnbaukurinn þjóðarskútan sem Víkur- vagnar smíðuðu fyrir og gáfu Mæðrastyrksnefnd er komin í slipp hjá Víkurvögnum, að sögn Jóhann- esar Valgeirs Reynissonar, starfsmanns Víkur- vagna. Hann segir að þótt „skútan“ sé rammgerð hafi nýverið komið upp tilvik þar sem hún hafi verið skemmd og jafnvel reynt að stela úr henni pening- um sem safnast hafi með sérútbúnum krækjum. „Manni finnst þetta alveg síðasta sort, enda er Þjóðarskútan merkt Mæðrastyrksnefnd í bak og fyrir,“ segir Jóhannes. Þjóðarskútan hefur staðið frammi í Smáralind og í verslunum Krónunnar og segir Jóhannes að henni verði komið aftur til starfa að viðgerð lokinni. Skútan, sem afhent var Mæðrastyrksnefnd í desember 2008, er smíðuð úr járngrind og öryggisgleri þannig að það sést hversu mikið hefur í hana safnast. Jóhannes segir að vel hafi gengið að safna í skútuna. Ef til vill sé þó einhver birtingarmynd þróunarinnar á ástandinu í samfélaginu að fyrst í stað hafi gjarnan verið settir seðlar, fimm þúsund og þúsund kallar, í hana en núna sé það „langmest klink“ sem fólk lætur af hendi rakna. - óká FRÁ SMÍÐI SKÚTUNNAR Í nóvember 2008 var gestum og gang- andi boðið að taka þátt í að sjóða saman „Þjóðarskútuna“, risastóran söfnunarbauk Mæðrastyrksnefndar. Dæmi um að reynt sé að stela úr söfnun sem merkt er Mæðrastyrksnefnd: Þjóðarskútan er farin í slipp EFNAHAGSMÁL „Við erum enn meðal ríkustu þjóða í heimi,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands. Hann segir ekki nýtt að því sé haldið fram í kreppum að norræn þjóðfélög hafi ekki efni á að reka velferðarkerfi í fremstu röð, eins og haft var eftir Ragnari Árnasyni, prófessor í hagfræði við HÍ, í Fréttablaðinu í gær. „Menn hafa verið undarlega uppfinningasamir við að láta þessi kerfi ganga,“ segir Þórólfur um reynslu Norðurlandanna af því að skera niður sín velferðarkerfi í kreppum. Hann segist sammála Ragnari um að opinberi geirinn á Íslandi sé orðinn allt of stór. Skera þurfi af honum fitu. Því miður hafi menn heykst að miklu leyti á því verkefni á síðasta ári. Farið hafi verið í flatan niðurskurð opinbera geirans í stað þess að spara í landbúnaðarkerfinu og óþarfa opinberum rekstri eins og því að halda úti 5-6 milljarða króna strandgæsluskipi. „Við eigum að reyna að halda uppi stöðlum á menntasviðinu og heilbrigðissviðinu og gefa því forgang.“ Takist að halda við vinnu- hvatningu í velferðarkerfinu eigi að vera hægt að viðhalda því í gegnum kreppuna. - pg Þórólfur Matthíasson ósammála Ragnari Árnasyni um rekstur velferðarkerfisins: Erum enn meðal ríkustu þjóða ÞÓRÓLFUR MATTHÍAS- SON Segir ekkert nýtt að því sé haldið fram í kreppum að norræn þjóðfélög hafi ekki efni á að reka velferð- arkerfi í fremstu röð. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Húsfélagaþjónusta Nánar á arionbanki.is/husfelag Ekkert mánaðargjald Einföld innheimta Öflugur netbanki Fullkomið rekstraryfirlit Félagatal og greiðslustaða Þinn þjónusturáðgjafi Komdu í viðskipti með húsfélagið þitt. Sendu fyrirspurn á husfelag@arionbanki.is – hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Starfsfólk bankans tekur vel á móti þér og veitir allar nánari upplýsingar. Þú sparar þér tíma og fyrirhöfn Vöndum endurskoðun á stjórnarskránni Innanríkisnefnd Sjálfstæðisflokksins heldur opinn fund um endurskoðun stjórnarskrárinnar í Valhöll í dag, 14. janúar kl. 12. Frummælendur verða Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, og Birgir Ármannsson, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í síðustu stjórnarskrárnefnd. Umræður og fyrirspurnir að framsögum loknum. Fundarstjóri verður Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis. Boðið verður upp á súpu á vægu verði. Allir velkomnir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.