Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 20
20 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR S kattadagur Deloitte fyrr í þessari viku var þarft og gott framtak. Framkvæmd skattheimtu, í samspili við niður- skurð á ríkisútgjöldum, er þungamiðjan í því hvernig þjóðin getur unnið sig út úr kreppunni. Um þetta er ekki deilt. Mjög skiptar skoðanir eru hins vegar á því hvaða hugmyndafræði hentar best við núverandi aðstæður. Sú umræða hefur því miður ekki náð neinu flugi. Róttækasta stefnubreyting á tekjuöflun fyrir ríkissjóð um árabil varð að lögum um áramót án teljandi skoðanaskipta. Skýringin á þessari furðulegu stöðu liggur fyrst og fremst í forgangsröðun stjórnarandstöðuflokkanna. Í stað þess að leggja eitthvað til málanna um leiðir til að takast á við efnahagsvand- ann og veita ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald við leiðarvalið, hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kosið að beina allri orku sinni og athygli að samningum um lán sem á að byrja að greiða af 2016. Í marga mánuði hefur legið fyrir að hagkvæmast er að koma Icesve-samningunum frá. Ef íslensk stjórnvöld vilja endursemja, geta þau rétt eins lagt fram þá ósk eftir nokkur ár eins og nú. Reyndar má gera ráð fyrir að grundvöllur fyrir endurupptöku væri betri því lengra sem frá líður. Líkast til verður heimskreppan vel að baki eftir fimm eða sex ár, heimtur úr þrotabúi Landsbankans komnar á hreint og ný stjórnvöld komin til sögunnar í stað þeirra sem áttu þátt í deilunum. Dýpsta kreppa á lýðveldistímanum, var dómur Ragnars Árna- sonar hagfræðiprófessors í fyrirlestri á skattadegi Deloitte um efnahagsástandið. Þetta þunga högg, sem gjörvöll þjóðin þarf að taka á sig, er bein afleiðing misheppnaðrar þjóðfélagsverkfræði Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar og stjórnmálaflokkanna sem þeir stýrðu. Það var pólitísk ákvörðun að einkavæða bankana, með þeim hætti sem það var gert, rétt eins og það var pólitísk ákvörðun að leyfa þeim að verða tífalt stærri en þjóðarframleiðsla. Það var líka pólitísk ákvörðun að á mestu velmegunartímum þjóðarinnar voru viðvarandi biðlistar á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Árið 2007 var til dæmis biðlistinn á síðarnefndu stofnunina, sem þjónar fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, orðinn allt að þrjú ár. Hverslags þjóðfélag leyfir slíkt? Þessi tilraunastarfsemi er að baki. Hún endaði með ósköpum og fortíðin verður ekki endurskrifuð, sama hversu heitt einhverjir kunna að þrá það. Nú er hins vegar hafin ný og róttæk tilraunamennska í þjóð- félagsverkfræði í boði Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar og flokkssystkina þeirra. Stjórnarandstaðan hefur skapað þeim skjól frá umræðu um þessar breytingar með stífri áherslu á Icesave. Spurningar um hvort leið ríkisstjórnarinnar sé sú rétta út úr kreppunni, hafa tæpast verið bornar fram. Skipta þær þó miklu meira máli fyrir langtímahagsæld Íslands en hvernig Icesave verður afgreitt í þessari atrennu. Einblínt á aukaatriðin: Misheppnuð þjóð- félagsverkfræði JÓN KALDAL SKRIFAR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um borgarmál Eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur húsnæðiskostnaður sem hlut- fall af heildarkostnaði borgarinnar auk- ist úr 10 í 14% á kjörtímabilinu. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri reyndu í Fréttablaðinu sl. þriðjudag að réttlæta þessa hækkun á húsnæðiskostnaði sem farið hefur úr 4,6 milljörðum í 8,8 milljarða á ársgrundvelli á kjörtímabilinu. Það reyndist þeim erfitt enda óstjórn í húsnæðismálum borgarinnar á kjörtíma- bilinu verið algjör. Sem dæmi má nefna að borgin hefur undir þeirra stjórn flutt mikið af starfsemi sinni úr eigin húsnæði og leigir þess í stað húsnæði í háhýsi við Höfðatorg. Á síðasta ári flutti til dæmis öll fjármálaskrif- stofa borgarinnar úr ráðhúsi Reykjavíkur á Höfða- torg. Fram að því hafði farið vel um starfsmenn fjármálaskrifstofu borgarinnar á annarri hæð ráð- hússins. Engin starfsemi fluttist í ráðhúsið í stað- inn og stendur það því hálfautt eins og formaður borgarráðs, Óskar Bergsson, staðfesti á síðasta borgarstjórnarfundi. Sama á við um annað húsnæði borgarinnar, borgin á til dæmis húsnæði við Tjarnargötu 12 en þar hafði innri endurskoðun aðsetur á jarð- hæð, nú hefur innri endurskoðun verið flutt á Höfðatorg og jarðhæðin við Tjarnargötu 12 hefur staðið auð mánuðum saman. Það er ekki skrítið að húsnæðiskostnaður borg- arinnar rjúki upp úr öllu valdi þegar menn leigja húsnæði undir starfsemi án þess að losa sig við það húsnæði sem borgin á og þarf sannarlega að kosta líka þótt það standi autt. Hvað ráðhúsi Reykjavíkur viðkemur er ómögulegt að átta sig á hvað meirihlutinn var að hugsa þegar hann ákvað að skynsamlegt væri að hálf tæma ráð- húsið og leigja húsnæði undir starfsemina út í bæ, varla er ætlunin að selja ráðhúsið. Maður hefði nú líka haldið að borgarstjóranum veitti ekki af því að hafa fjármálaskrifstofuna í næsta nágrenni á þess- um síðustu og verstu tímum en kannski hæfir það betur Pollýönnuleiknum sem í gangi er í ráðhúsinu að hafa þar rúmt um sig og fjármálaskrifstofuna víðs fjarri. Höfundur er borgarfulltrúi. Draugahúsið við Tjörnina SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Haustið 1993 birti ég ásamt sjö samkennurum mínum í Háskóla Íslands opinbera áskor- un til formanna stjórnmálaflokk- anna um að opna bókhald flokk- anna og gera almenningi grein fyrir fjárreiðum þeirra. Eini flokkurinn, sem svaraði okkur, var Kvennalistinn; þær skrifuðu kurteislegt bréf og sögðust ekk- ert hafa að fela. Framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins jós fúkyrðum yfir okkur félagana í fjölmiðlum. Af áskorun okkar spunnust umræður í fjölmiðlum, en þær fjöruðu út á skömmum tíma. Morgunblaðið birti leiðara um málið daginn eftir að áskor- unin birtist og tók undir sjónar- mið okkar áttmenninganna, en blaðið sýndi málinu ekki mik- inn áhuga eftir það. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður flutti síðar frumvörp á Alþingi í anda áskorunar okkar, en ekkert þeirra náði fram að ganga. Evrópuráðið gegn spillingu Þar að kom, að Evrópuráðið lét málið til sín taka. Á vegum ráðs- ins starfar hópur ríkja gegn spill- ingu (GRECO). Þessi hópur beitti Alþingi þrýstingi, sem dugði loksins til, að ný lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóð- enda og um upplýsingaskyldu þeirra voru samþykkt á Alþingi 2006. Til að semja lögin var feng- in sérvalin sjálftökusveit á vegum flokkanna með fyrr nefndan fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins og aðra slíka virðingarmenn innan borðs. Svohljóðandi ákvæði var sett í lögin: „Ríkisendurskoð- un skal að ósk stjórnmálasamtaka veita viðtöku og birta upplýsingar um öll bein fjárframlög til þeirra sem og önnur framlög sem metin eru að fjárhæð 200.000 kr. eða meira á árunum 2002 til 2006.“ Alþingi þótti ekki ástæða til að fara lengra aftur í tímann, enda hefðu þá styrkir útvegsmanna til flokkanna væntanlega komið upp á yfirborðið. Ríkisendurskoðun hefur nú birt upplýsingar um fjármál flokkanna samkvæmt lögunum frá 2006. Þar kennir ýmissa grasa. Fram- sóknarflokkurinn tók við 276 mkr. frá einkaaðilum 2002-2006 ofan á ríkisframlagið, sem er annað eins. Einkaframlögin nema 13.000 kr. á hvert atkvæði greitt flokknum í þingkosningunum 2007, og eru framlög til einstakra frambjóð- enda þá ekki talin með. Nærri má geta, hvað Framsóknarflokkurinn þáði af útvegsmönnum fyrir 2002 í þakklætisskyni fyrir kvótakerfið. Sjálfstæðisflokkurinn tók á sama tíma við 330 mkr. frá einkaaðilum, eða 5.000 kr. á hvert atkvæði 2007. Þá eru framlög til einstakra fram- bjóðenda ekki talin með og ekki heldur framlög til annarra stofn- ana flokksins en aðalskrifstofunn- ar. Sjálfstæðisflokkurinn neitar að nafngreina gefendurna, þótt lögin kveði á um, að óheimilt sé að veita viðtöku framlögum frá óþekktum gefendum. Samfylk- ingin tók við 201 mkr., eða 4.000 kr. á hvert atkvæði 2007, og eru framlög til einstakra frambjóð- enda ekki talin með. Vinstri hreyf- ingin grænt framboð tók að því er virðist við miklu minna fé en hinir flokkarnir og skilaði sundurlaus- um samtíningi af upplýsingum um framlögin. Ríkisendurskoðun hirti ekki um að leggja tölurnar saman, heldur birtir á vef sínum upplýsingar flokkanna ómeltar og athugasemdalaust. Stjórnmála- flokkar á Norðurlöndum hafa ekki um langt árabil tekið við framlög- um frá fyrirtækjum. „ef eitthvað hafi farið úrskeiðis“ Stærstu einstöku framlögin til flokkanna 2002-2006 bárust frá bönkunum, þótt framlög bank- anna sjálfra séu ekki ýkja hátt hlutfall af heildinni. Séu eigendur bankanna taldir með og stórir við- skiptavinir, sem nú eru margir komnir í þrot, birtist önnur mynd. Útrásin hafði flokkana á fóðr- um, ekki bara fjárhagslega, held- ur einnig með því að raða flokks- mönnum í nefndir, ráð og stjórnir á sínum vegum. Tilgangurinn var bersýnilega að kaupa sér frið. Rannsóknarnefnd Alþingis mun væntanlega greina frá lánum bankanna til stjórnmálamanna og embættismanna og eignarhalds- félaga þeirra. Í þessu ljósi þarf að skoða hæga rás atburðanna eftir hrun. Rannsóknin var hlægileg í hálft ár eftir hrun eins og Eva Joly rannsóknardómari lýsti aðkom- unni að landinu í vor leið. Stjórn- málastéttin mátti ekki heyra á það minnzt, að óháðir erlendir menn yrðu fengnir til að rannsaka til- drög hrunsins. Nýju bönkunum er enn að mestu leyti stjórnað af inn- anbúðarfólki í gömlu bönkunum. Stjórnmálastéttin virðist binda vonir við, að skýrsla rannsóknar- nefndar Alþingis hreinsi flokkana af óþægilegum grunsemdum. Frétt Ríkisútvarpsins af störfum nefndarinnar um daginn hefur ef til vill glætt þær vonir, en þar sagði: „Páll [Hreinsson] segir að ... einnig sé fjallað um viðbrögð stjórnvalda, eftirlit með bönk- unum og eftir atvikum reynt að draga það fram ef eitthvað hafi farið úrskeiðis.“ Flokkar á fóðrum Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Fjármál flokkanna Ómyrkur í máli Ársuppgjör Þórðar Snæs Júlíussonar, blaðamanns á Viðskiptablaðinu, í Grapevine hefur vakið athygli. Þórður var blaðamaður á Morgunblaðinu þar til í haust, þegar hann sagði upp störfum ásamt Björgvini Guðmunds- syni og Magnúsi Halldórssyni. Allir fóru þeir yfir á Viðskiptablaðið. Í grein sinni segir Þórður að ráðning Davíðs Oddssonar á Morgunblaðið jafnist á við það að bankaræningi væri skipaður í Hæstarétt til að dæma í eigin máli. Efnistök blaðsins eftir að Davíð tók við beri þess merki að því sé stýrt af manni sem hafi hag af því hvernig sagan er skráð, óháð því hvað raunverulega gerðist. Sem fyrrverandi starfsmanni Morgunblaðsins þykir Þórði miður hvernig blaðið hefur þróast og við hvaða aðstæður fyrr- verandi samstarfsfólki hans er gert að starfa. Misskilningur leiðréttur Í október flutti fréttastofa RÚV frétt þar sem líkur voru leiddar að því að ráðning nýrra ritstjóra væri ástæða þess að þremenningarnir sögðu upp á Morgunblaðinu. Í kjölfarið gaf Björgvin Guðmundsson út yfirlýsingu um að það væri alrangt. Þeir hefðu ein- faldlega viljað freista gæfunnar á Viðskiptablaðinu. „Það tækifæri réð því fyrst og fremst að þrír blaðamenn á ritstjórn Morgun- blaðsins tóku þá ákvörðun að skipta um vettvang,“ skrifaði Björgvin. Og þó Sú yfirlýsing var gripin á lofti í Stak- steinum Morgunblaðsins, þar sem fréttastofa RÚV var sökuð um að hafa reynt að koma höggi á Moggann með rangri frétt um uppsagnir blaðamannanna. Þeir hafi einfald- lega viljað söðla um og þiggja starf á nýjum vettvangi. Ásetningur RÚV hafi fyrst og fremst verið að setja Morgunblaðið í neikvætt ljós. Hvað sem fyrri yfirlýsingu Björgvins líður, virðist sú skýring hrökkva skammt; að minnsta kosti rímar hún illa við grein Þórðar Snæs í Grapevine. bergsteinn@frettabladid.is lyf? Kynntu þér þinn rétt á lfi.is Þarft þú að nota lyf að staðaldri? Frumtök • Hjartaheill • Beinvernd • Lyfjafræðingafélag Íslands v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.