Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 IdeaPad U350 Skjár: 13,3” HD LED glossy (1366x768) 16:9 200 nits Örgjörvi: Intel Core 2 Solo SU2700 1,3GHz Rafhlaða: LiIon 4 sellu, allt að 5:00 klst. Flýtiminni: 2MB Stýring: Mobile Intel GS40 Minni: 3GB (4GB mest, 2 raufar) Diskur: 250GB 5400sn. 2,5” Myndavél: Já, 1,3Mp Þyngd: 1,6 kg Lenovo ThinkPad X100e Ætluð fyrirtækjum og einstaklingum. Skjár: 11,6” Örgjörvi: AMD Þyngd: 1,47 kg Rafhlöðuending: Að lágmarki 5 klst Væntanleg í sölu hér á landi í febrúar 2010. Umslög fyrir smærri fartölvur. Mikið litaúrval. ThinkPad Fartölvutöskur. Borgartúni 37 • www.nyherji.is Lenovo ThinkPad Edge Ætluð smærri fyrirtækjum og einstaklingum. Skjár: 13,3” HD skjár Nýtt lyklaborð – sömu gæðin Örgjörvi: AMD og Core 2 Duo Pinna- og snertimús Rafhlöðuending: 7:40 klst Stærð: 332x228x14-30mm Þyngd: 1,7kg Vætanleg í sölu hér á landi í febrúar 2010. IdeaPad og ThinkPad hafa fengið góða dóma fyrir hönn- un og virkni. Enn fullkomnari vélar á leiðinni, segir Gísli Þorsteinsson hjá Nýherja. „Öll þróun fartölva miðar að því að gera þær léttari og þynnri án þess að fórna afköstum og gæðum. Notend- ur eru alltaf á ferðinni, vilja tengj- ast umheiminum og nálgast gögn hvar og hvenær sem er. IdeaPad- og ThinkPad-vélar frá Lenovo eru dæmi um slíkt en framleiðandinn hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hönnun og virkni,“ segir Gísli Þorsteinsson hjá Nýherja. Flestir þekkja ThinkPad-vélarn- ar en þær hafa áunnið sér traust- an sess sem eitt helsta og ending- arbesta atvinnutækið. IdeaPad- vélarnar eru léttari og ætlaðar til sérhæfðari verka: léttrar rit- vinnslu, ráps á netinu eða kvik- myndaáhorfs. „IdeaPad eru ákaf- lega nettar fartölvur og henta vel fyrir heimili og grunn- og fram- haldsskólanema, þar sem áherslan er á netið og hvers kyns einfaldar aðgerðir,“ segir Gísli og bætir við að IdeaPad hafi fengið góða dóma í fagtímaritum og vakið athygli fyrir góða hönnun, eins og framleiðand- inn Lenovo er þekktur fyrir. „Þær ThinkPad-vélar sem eru væntanlegar í sölu taka einnig mið af því að notendur vilja smærri og léttari vélar en gera áfram kröfu um mikil afköst. Svokallaðar Edge- vélar taka mið af þeirri þróun en þær eru ætlaðar atvinnulífinu og þeim sem þurfa á öflugu vinnutæki að halda. ThinkPad Edge-vélarnar er með um 13 tommu skjá og fást í fleiri en einum lit, rauðum og svört- um, sem er nýlunda hjá ThinkPad- vélum, en þær eru þekktar fyrir sinn svarta lit.“ Gísli segir ThinkPad-vélarn- ar hafa unnið til fjölda verðlauna frá því að þær komu fyrst á mark- að. „Helstu ástæður fyrir því eru hönnun á lyklaborði, gæði og svo hin margrómaða ThinkVantage-tækni þar sem áhersla er á notendaum- hverfið, rekstrarkostnað og öryggi. Einnig hefur Lenovo verið fyrst á markað með margar nýjungar, allt frá DVD-drifi til TPM-öryggis- lausna, hreyfiskynjara fyrir diska og fingrafaralesara í fartölvum.“ Þá má nefna að ThinkPad X- og T Series-tölvurnar eru með skynjara sem nemur breyting- ar, til dæmis ef þær falla í gólf- ið. „Um leið og vélin skynjar það læsir hún lestrararmi harða disks- ins og minnkar þar með hættuna á skemmdum. Með þessum búnaði er fjórum sinnum ólíklegra að tölv- an verði fyrir skemmdum við áfall eins og að detta á gólf.“ Einnig er byggingarefni Think- Pad T Series títaníum og magnes- íum sem gerir það að verkum að þær eru einstaklega léttar. Hægt er að hafa eitt drif í vélinni sem má skipta út þótt tölvan sé í gangi. „Þá er hún sterkari en aðrar sambæri- legar tölvur.“ Léttari vélar væntanlegar Gísli Þorsteinsson segir ýmsar spennandi nýjungar á leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gunnar Guðjón Ingvarsson á sér óvenjulegt áhugamál en hann hefur á síðustu fjórtán árum safn- að gömlum tölvum af ýmsum toga. „Þetta byrjaði með því að ég fór að safna leikjatölvum sem voru fram- leiddar frá 1974-1980 en ákvað svo að safna sjaldgæfum tölvum, svo sem Sinclair og Atari,“ segir Gunnar . Elsti gripurinn, Magnavox Od- yssey, er leikjatölva frá árinu 1974 en yngsti 17 ára leikjavél frá Commodore. Gunnar státar af einni fartölvu, Commodore SX-64, frá 1983/84 sem er með þeim elstu sem hafa verið framleiddar fyrir almennan markað. „Hún er ekk- ert í líkingu við þær nýju enda 15 kíló og því níðþung,“ segir hann og hlær en til samanburð- ar má geta þess að létt- ustu fartölvur vega rúmt kíló í dag. Í tölvusafni Gunnars eru nú 200 vélar, allar heillegar. „Svo á ég líka um fjörutíu tölvur sem ekki eru heilar en sit á þeim þar til ég eignast betri eintök,“ upp- lýsir hann og bætir við að hann fari eftir ákveðnu kerfi við söfnunina. „Ég sa fna ek k i yngri tölvum en frá 1994 þar sem flest- ir samkeppnisaðilar PC hurfu þá af sjónarsviðinu og framboðið varð á vissan hátt einsleitara.“ Stóran hluta tölvanna hefur Gunnar keypt á uppboðsvefsíð- um þar sem sjaldgæfir söfnun- argripir eru sjaldséðir hérlendis. Hann viðurkennir að áhugamálið sé dýrt. „Varahlutirnir eru dýrir. Einn takki á lyklaborð getur kost- að 3.000 krónur og sú tala er fljót að hækka ef takkarnir eru marg- ir.“ En hvar er þetta allt saman geymt. „Á góðum á stað,“ segir Gunnar og hlær. - rve Safnar sjaldgæfum gripum Gunnar hefur safnað tölvum um árabil og á nú meira en 200 safngripi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Commodore SX-64 fartölva, sem vegur hvorki meira né minna en 15 kíló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.