Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 4
4 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Fullkomið ósamræmi er í orðum Ólafs Ragnars Grímsson- ar forseta og ráðherra í ríkisstjórn Íslands um hvað gerist verði lögum um breytingu á Icesave hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði við blaða- mann Frétta- blaðsins í síðustu viku að eldri lög yrðu þá í gildi. „ Mér f i n nst skrýtið núna að þau [eldri lögin] séu ómerk og hafi í raun ekk- ert innihald.“ Þetta áréttaði hann við fréttaveituna Bloomberg í gær. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir þau lög hins vegar óframkvæmanleg. Það árétt- aði Einar Karl Haraldsson, upplýs- ingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, einnig við Bloomberg í gær. Í eldri lögunum er kveðið á um að ríkisábyrgð taki ekki gildi nema Bretar og Hollendingar fallist á fyrirvara sem Alþingi setti. Þeim hafa þeir þegar hafnað. Hann telur einnig að óvissa ríki um framkvæmd laganna, þótt við- semjendurnir myndu samþykkja fyrirvarana. Ríkið ábyrgist ekki nema hluta endurgreiðslunnar og því séu áhöld um hvort innláns- tryggingasjóður geti tekið alla ábyrgðina á sig. „Þá geta stjórn- armenn jafnvel orðið persónulega ábyrgir og þeir myndu aldrei fást til þess.“ Steingrímur segir þó að kæmi sú staða upp yrði glímt við hana. Hann er algjörlega ósammála orðum forsetans um að eldri lögin haldist óbreytt, sé þeim nýrri hafn- að. „En það er auðvitað fjarri öllu lagi að þá liggi fyrir samkomulag í málinu og það sé leyst með því, það er eins fjarri öllu lagi og nokkuð getur verið og hið gagnstæða ligg- ur fyrir. Þannig að í raun og veru er ómögulegt að segja hvar við erum þá stödd og hversu langt aftur á bak við erum komin og deilan yrði í öllu falli óleyst.“ kolbeinn@frettabladid.is Forsetinn talar gegn skilningi stjórnvalda Ósamræmi er í orðum forsetans og ráðherra um hvað gerist hafni þjóðin breyt- ingarlögum um Icesave. Forsetinn segir eldri lög gilda en fjármálaráðherra segir þá fullkomna óvissu verða. Enn rangfærslur uppi um fjárhagsábyrgðina. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ÚTSKÝRIR SKILNING SINN Forsetinn sagði þráspurður, á blaðamannafundi í síðustu viku, að eldri lög giltu ef þjóðin felldi breytingarlög um Icesave. Fjár- málaráðherra segir málin í fullkominni óvissu og fjarri öllu lagi sé að þá liggi fyrir samkomulag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nokkuð hefur borið á því að menn telji að þess sé krafist af íslenska ríkinu að það ábyrgist hærri upphæð en sem nemur lágmarksinnistæðutrygg- ingu, þar sem Bretar og Hollendingar hafi gert það. Þetta kemur til að mynda fram í máli hollenska hag- fræðiprófessorsins Sweder van Wijnbergen, í hollenskum blöðum í gær. Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra segir þetta kolrangt. „Það sem gerist með reikninga sem voru með meira en 20.887 evrum inn á kemur Íslendingum í raun ekkert við. Það var reyndar þannig að innistæðutryggingasjóð- irnir hollensku og bresku greiddu það að mestu, en ef þeir hefðu ekki gert það þá hefðu innistæðu- eigendurnir bara eignast kröfu á þrotabú Lands- bankans.“ Gylfi segir Icesave- deiluna í raun snúast um endurgreiðslu láns. „Ef Íslendingar hefðu átt digra sjóði í evrum þá hefðum við ekki þurft lán frá Bretum og Hollendingum. Þá hefði tryggingasjóður- inn bara greitt þetta út í evrum og pundum, sem samsvarar evrum. Tryggingasjóðurinn íslenski var með eignir upp á einhverja 15 milljarða króna, langt undir því sem þurfti og þess vegna tóku Bretar og Hol- lendingar að sér að greiða þessar 20.887 evrur. Icesave-deilan snýst í raun um hvernig við endurgreiðum það sem þeir hafa þegar greitt, upp að þessu marki.“ EINGÖNGU LÁGMARKSTRYGGING GYLFI MAGNÚSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 3° -3° -1° 2° -1° 3° -1° -1° 22° 7° 14° 9° 23° -3° 5° 15° -1° Á MORGUN 8-18 m/s, dregur úr vindi annað kvöld. SUNNUDAGUR Fremur stífur vindur. -1 8 4 3 1 0 1 4 4 6 6 15 7 6 4 5 5 6 6 8 9 10 5 6 4 24 4 5 3 0 HELGARVEÐRIÐ Á morgun verður lægð skammt suður af landinu og henni mun fylgja stíf aust- anátt með talsverðri rigningu suðaustan- lands í fyrstu og úrkomu í fl estum landshlutum síð- degis. Á sunnudag er útlit fyrir fremur hæga suðvestanátt og úrkomu af og til, síst þó austanlands. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður STJÓRNMÁL „Umsóknin er á áætlun, ekkert hefur breyst hvað það varð- ar og engar vísbendingar komið fram um annað en að hún hafi sinn gang.“ Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Að hans sögn hafa þau skilaboð borist frá framkvæmdastjórn sam- bandsins að aðildarumsóknin sé ótengd Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Litið sé svo á að málin séu aðskilin. Þann skilning áréttaði Stefan Fule, væntanlegur nýr stækkunarstjóri Evrópusam- bandsins, í yfirheyrslum í Evrópu- þinginu í fyrradag. Stefán Hauk- ur segir að því stefnt af beggja hálfu að umsókn Íslands verði tekin til formlegrar umfjöllunar á leiðtogafundi Evrópusam- bandsríkjanna undir lok mars. Á honum verði tekin ákvörðun um að hefja viðræður. Íslenska samninganefndin mun koma saman í Reykjavík á mánu- dag og halda áfram efnislegum undirbúningi fyrir fyrirhugaðar aðildarviðræður. Tékkinn Stefan Fule er tilnefndur í embætti fram- kvæmdastjóra stækkunarmála í nýrri framkvæmdastjórn ESB. Afráðið er að Jose Manuel Barroso verði áfram forseti framkvæmda- stjórnarinnar. Verðandi fram- kvæmdastjórar sitja þessa dagana fyrir svörum í Evrópuþinginu en það er til þess að samþykkja nýja framkvæmdastjórn. Fule hefur sinnt stjórnmálum í föðurlandi sínu en lengst af verið í utanríkisþjónustu þess. Hefur hann verið sendiherra Tékklands hjá Atlantshafsbandalaginu, Sam- einuðu þjóðunum og í Bretlandi. - bþs Aðalsamningamaður Íslands segir umsóknina um ESB-aðild á áætlun: Icesave á ekki að trufla ferlið STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON VIÐSKIPTI „Vinna er enn í gangi. Við það er litlu að bæta,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um fjárhagslega endurskipu- lagningu eignarhaldsfélagsins 1998 ehf., móðurfélags Haga, gagnvart Arion banka. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, Jón Ásgeir, erlendir fjárfestar og stjórnendur Haga lögðu fram tilboð í eignarhalds- félagið seint í nóvember, sem fól í sér að þeir fái sextíu prósenta hlut í Högum á móti bankanum. Búist var við að niðurstaða feng- ist um miðjan mánuðinn eftir að ný stjórn hafi tekið við bankan- um. Hún hefur látið bíða eftir sér og því líklegt að niðurstaða í máli 1998 frestist. - jab 1998 ehf. og Arion banki: Mál nýrrar bankastjórnar VERSLAÐ Í HAGKAUPUM Enn er unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu móðurfélags Haga, sem á Hagkaup. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í tveggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu skaðabóta fyrir að slá samstarfsmann í andlitið með sköfu er þeir voru við mal- bikunarstörf. Við höggið féll vinnufélaginn aftur fyrir sig og hafnaði á vöru- bifreið með þeim afleiðingum að hann hlaut vægan heilahristing og fleiri áverka. Við ákvörð- un refsingar þótti rétt að líta til þess að sköfumanninum hefði brugðið þegar samstarfsmaður- inn sletti heitu malbiki á hann. Sköfumaðurinn var dæmdur til að greiða hinum 250 þúsund krónur í miskabætur. - jss Malbikunarmaður dæmdur: Sló vinnufélaga með sköfu GARÐABÆR Bæjarfulltrúar Álfta- ness hafa ekki komið að máli við kollega sína í Garðabæ síðan fyrir áramót um hugsanlega samein- ingu sveitarfélaganna. Álftanes á að svara stjórnvöld- um um sameiningaráformin fyrir 20. þessa mánaðar, en þetta er eitt skilyrða fjárhagsaðstoðar við sveitarfélagið, sem stendur illa. „Þeir ætluðu að kanna með hvaða hætti ríki og lánardrottnar kæmu að málunum og við gerum ekkert meðan það er óvíst,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Ekki náðist í bæjarstjóra Álftaness. - kóþ Hugsanleg sameining: Álftanes enn að skoða sín mál Ellefu milljónir fengust í gær Rauði kross Íslands náði að safna minnst ellefu milljónum í símasöfnun sinni vegna hamfaranna á Haítí í gær, en þetta eru tölur frá klukkan 17. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var óvíst hversu mikið hafði bæst við síðan um daginn. HJÁLPARSTARF EFNAHAGSMÁL Lausn Icesave-deil- unnar er ekki skilyrði fyrir lán- veitingu til Íslands, en ef aðild- arþjóðir AGS setja sig upp á móti lánveitingu, verður stjórn AGS að fara eftir því. Þetta hefur Reuters eftir Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóra AGS, en orðin féllu eftir að forsætisráðherra Íslands sendi AGS beiðni um að halda áfram með efnahags- aðstoð til landsins. Strauss-Kahn sagðist vona að aðildarþjóðirnar muni ekki vilja stöðva aðstoð AGS. Það fari þó að miklu leyti eftir íslensku ríkisstjórninni, sem gæti viljað „leysa bankavandamál sitt fyrst með þjóðaratkvæðagreiðslunni og ræða síðan aftur við AGS, og ekki blanda þessu tvennu saman“. - kóþ AGS svarar forsætisráðherra: Aðildarþjóðir geta stoppað lán GENGIÐ 14.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,7458 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,92 124,52 201,79 202,77 179,79 180,79 24,160 24,302 22,005 22,135 17,654 17,758 1,3478 1,3556 194,98 196,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.