Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 8
8 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Ármann Kr. Ólafs- son, forseti bæjarstjórnar í Kópa- vogi, býður sig fram í 1. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í maí. Þar með fær Gunnar I. Birgisson, bæj- arfulltrúi og fyrrverandi bæjar- stjóri, keppinaut um leiðtogasætið á framboðslistanum. Eins og fram hefur komið telur Gunnar, sem lét af starfi bæjar- stjóra í fyrrasumar og steig stuttu síðar einnig til hliðar sem bæjar- fulltrúi, sig eiga góða möguleika í prófkjörinu. Vitnaði Gunnar þar í könnun sem Capacent gerði fyrir Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi og sýnir 57 prósenta fylgi við hann meðal sjálfstæðismanna sem næsta bæjarstjóra. Gunnar segist fagna fram- boði Ármanns. „Þetta er einfald- lega lýðræðið,“ bendir Gunnar á. Hann metur möguleika sína enn góða þrátt fyrir framboð Ármanns og vísar þá sem fyrr í könnun- ina frá í desember. Þar hafi fylgi Ármanns sem bæjarstjóraefnis aðeins mælst sex prósent. „Þessi könnun hefur engin áhrif á mig og í raun tek ég ekkert mark á henni þar sem hún var gerð í byrjun desember,“ svarar Ármann spurður um fylgi sitt í könnuninni. Í desemberbyrjun hafi ekkert bent til þess að hann sæktist eftir for- ystusætinu. Hið pólitíska landslag hafi breyst mikið síðan og hann eigi raunhæfan möguleika á að ná markmiði sínu. „Þar fyrir utan finnst mér óeðli- legt að flokkurinn skyldi standa fyrir könnun um fylgi einstakra bæjarfulltrúa án þess að bæjar- stjóri og oddviti flokksins í bæjar- stjórn vissi af henni og ekki held- ur aðrir bæjarfulltrúar. Þá er ég líka hugsi yfir því af hverju okkur var ekki sýnd könnunin í heild sinni heldur fengum aðeins að sjá útdrátt úr henni mánuði eftir að hún var gerð,“ segir Ármann. Í tilkynningu frá Ármanni segir að breyta þurfi vinnubrögð- um í bæjarstjórn Kópavogs. Hann muni leggja áherslu á aukna samvinnu allra flokka. „Ég mun einnig beita mér fyrir skýrari reglum um opna og gagnsæja stjórnsýslu,“ segir í tilkynningunni. „Mikilvægt er að sjálfstæðismenn setji saman sigurstranglegan lista fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar næsta vor skipaðan einstaklingum sem hafa til að bera reynslu og ríka samstarfshæfileika, en að jafn- framt fari fram nauðsynleg end- urnýjun.“ Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi í þrjú kjörtímabil. gar@frettabladid.is ST O FA 5 3 Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 17. febrúar kl. 11:00. Samkvæmt 9.gr. laga Viðskiptaráðs er dagskrá aðalfundar sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar bornir upp til samþykktar. 3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt. 4. Lagabreytingar. 5. Kosning kjörnefndar. 6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð. 7. Önnur mál. Öllum aðildarfélögum Viðskiptaráðs Íslands er heimilt að sækja fundinn. Nánari upplýsingar um fundinn, stjórnarkjör og atkvæðagreiðslu má finna á heimasíðu Viðskiptaráðs: www.vi.is. AÐALFUNDUR VIÐSKIPTARÁÐS STYRKIR ÚR HÚSVERNDARSJÓÐI REYKJAVIKURBORGAR Húsverndarsjóður Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðgerðar og endurgerðar á byggingum í Reykjavík sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum. Eftirtaldar upplýsingar skulu koma fram í umsókn: 1. Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum. 2. Tímaáætlun. 3. Kostnaðaráætlun. 4. Ljósmyndir af húsinu eins og það er nú og eldri ljósmyndir ef þær eru til. Frekari upplýsingar eru veittar í Fræðslustofu um húsvernd í Árbæjarsafni sem opin er á miðvikudögum frá kl. 16-18 og í síma 411 6333 á sama tíma. Umsóknum skal skila á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna á vef Skipulags- og byggingasviðs, www.skipbygg.is og vef Minjasafns Reykja- víkur www.minjasafnreykjavikur.is. Umsóknareyðublöð liggja einnig frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14. Umsóknir skulu berast Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, eða rafrænt á netfangið: skipulag@reykjavik.is, í síðasta lagi 15. febrúar 2010. Vakin er athygli á því að styrkir sem úthlutað var 2009 og ekki hafa verið nýttir falla niður við úthlutun 2010. Auglýsingasími – Mest lesið Telur óeðlilega staðið að könnun í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sækist eftir fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Hann gagnrýnir að flokkurinn hafi kannað fylgi bæjarfulltrúa án þess að láta þá vita og birti svo ekki könnunina í heild. ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Forseti bæjarstjórnar í Kópavogi og fyrrverandi alþingismaður vill verða bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna. Ármann vill samvinnu og gagnsæi í bæjarstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þá er ég líka hugsi yfir því af hverju okkur var ekki sýnd könnunin í heild sinni held- ur fengum aðeins að sjá útdrátt úr henni mánuði eftir að hún var gerð. ÁRMANN KR. ÓLAFSSON FORSETI BÆJARSTJÓRNAR Í KÓPAVOGI GUNNAR I. BIRGISSON Fagnar framboði Ármanns Kr. Ólafssonar og telur sig eiga góða möguleika í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópa- vogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Margar ástæður eru fyrir mikilli óánægju meðal íslensku þjóðarinnar með Icesave- samninginn, segir Jóhanna Sigurðar dóttir forsætisráðherra í grein eftir hana sem birtist á evrópsku fréttaveitunni EUob- server.com í gær. Almenning- ur er til dæmis óánægður með að einkavæddir bankar hafi feng- ið að taka slíka áhættu án þess að eftirlitsaðilar á Íslandi, í Bretlandi og á Hollandi hafi gripið í taumana, skrifar Jóhanna. Eins og bent hafi verið á séu evr- ópsk lög um innstæðutryggingar gölluð þar sem þau geri ekki ráð fyrir kerfishruni. Þá sé almenn- ingur afar ósáttur við harðskeyttar aðgerðir breskra stjórnvalda í kjöl- far hrunsins, sem hafi gert slæmar aðstæður enn verri. Jóhanna segir mikinn meiri- hluta Íslendinga vilja betri skil- mála í samningum við Breta og Hollendinga. Hún tekur þó skýrt fram að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar í deilunni við Bretland og Holland. Því hafi ríkisstjórnin lofað, Alþingi staðfest og um það sé sátt meðal stærstu stjórnmálaflokkanna á Íslandi. Í grein sinni segir Jóhanna að íslenskir ráðamenn hafi mætt skilningi í samtölum við ráða- mann í Bretlandi og Hollandi eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, tilkynnti að hann hefði synjað Icesave-lögunum staðfestingar. - bj Grein Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í evrópskri fréttaveitu: Mikil óánægja með samninga SKILMÁLAR Mikill meirihluti lands- manna vill betri skilmála í samningum um Icesave við Breta og Hollendinga, segir Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.