Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 16
16 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Flestir hljóta að fyllast óhug og sorg yfir þeim fréttum sem nú berast frá Haítí. Ef marka má fréttirnar virðist jarðskjálftinn ekki aðeins hafa lagt í rúst höfuð- borgina og bundið endi á þús- undir mannslífa heldur einnig laskað sjálfar undirstöður sam- félagsins sem veikar voru fyrir. Þeir íslensku björgunarmenn sem drifu sig á hamfarasvæðið áður en sólarhringur var liðinn frá skjálftanum eiga án efa eftir að gera mikið gagn og sjálfsagt er að hæla þeim fyrir skjót við- brögð. Hins vegar er ekki laust við að það mikla hlutverk sem för íslensku björgunarsveitarinnar hefur fengið í allri umfjöllun um hamfarirnar beri vott um einmitt þá minnimáttarkennd sem þátt- taka í slíkum verkefnum ætti að vinna bug á. Í fyrsta lagi þá höfum við orðið vitni að algerri og ótímabærri ofnotkun á stolthugtakinu. Flug- vélin með björgunarfólkinu var enn að taka eldsneyti í Boston þegar einhver á öldum ljósvakans sagðist vera stoltur af því að vera Íslendingur. Það er ekki útilokað að þeir sem hjálpuðu til og fjöl- skyldur þeirra muni einhvern tímann hafa tilefni til að fyllast stolti. En við hin? Hvað höfum við gert? Er rétta tilfinningin þegar slíkur ógnarharmleikur á sér stað, sú að vera stoltur og hrærður yfir óunnum björgunar- afrekum annarra? Aðrir finna sér annað tilefni til stolts. Utanríkis- ráðherra var strax á miðviku- daginn stoltur yfir því hve vel íslensk stjórnsýsla hafi reynst þegar kom að því að undirbúa ferðalagið. Jú, jú, á meðan hálf milljón manna liggur slösuð, látin eða grafin innan um urð og grjót og öngþveiti ríkir í höfuðborg annars ríkis er ekki úr vegi að gleðjast yfir skilvirkni íslenska stjórnkerfisins. Í öðru lagi þá er það undarlegt að þurfa að tiltaka það án afláts að íslenska björgunarsveitin hafi verið með þeim fyrstu á staðinn. Í útvarpsþætti á miðvikudaginn var sagt að hún væri ein sú fyrsta í heiminum til að mæta til Haítí. „Allavega sú fyrsta frá Norður- löndunum,“ bætti útvarpsmað- urinn við til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Hvers vegna skiptir þetta einhverju máli? Er ekki annað kapphlaup mikilvægara nú, kapphlaupið um að ná sem flestum lifandi út úr húsarústum í Port-au-Prince, heldur en eitt- hvað ímyndað kapphlaup við Dani og Svía og aðrar þjóðir heimsins? Það eru nefnilega, í hnattrænu samhengi, ömurlegar fréttir að íslensku björgunarsveitarmenn- irnir hafi verið með þeim fyrstu á vettvang. Þær eru ömurlegar vegna þess að þetta þýðir að sólarhringur hafi liðið áður en alþjóðleg aðstoð fór að berast af alvöru. Á þeim sólarhring hafa þúsundir manna líklegast látist, grafnir í rústum húsa. Mörgum þeirra hefði hugsanlega verið hægt að bjarga ef hjálpin hefði borist fyrr. Í þriðja lagi er það hin sígilda þörf hérlendra miðla til að segja svokallaðar fréttafréttir af Íslandi og Íslendingum. Dæmi um fréttafrétt vikunnar er til dæmis frétt um að á vef CNN hafi birst frétt um að Íslending- ar hafi verið með þeim fyrstu til að senda björgunarsveit til Haítí. Annað dæmi um fréttafrétt er að norskt dagblað sagði að fátæka Ísland hugðist hjálpa til, þrátt fyrir hrun fjármálakerfisins. Við þetta má bæta við fréttum á borð við þær að í viðræðum íslenskra ráðamanna við erlenda starfs- bræður sína hafi komið fram að þeir dáðust að skjótum við- brögðum Íslendinga. Var virki- lega ekkert annað fréttnæmara sem tengdist þessum hörmulega atburði? Er okkur virkilega svona mikilvægt að aðrir taki eftir þegar við vinnum góðverk? Skemmst er að minnast þess þegar forseti Íslands, í samúðar- kveðju sinni til forseta Ítalíu vegna jarðskjálftanna í Abruzzo, „vék að rannsóknum Íslendinga á sviði jarðskjálfta og hinu öfluga viðvörunarkerfi sem íslensk- ir vísindamenn og sérfræðingar hefðu þróað,“ eins og það var orðað í fréttatilkynningunni frá forsetaembættinu. Afar nærgæt- ið. Auðvitað finnst öllum gaman að tala um sjálfa sig en það má nú stundum sýna lágmarksvirðingu gagnvart þeim sem eiga um sárt að binda. „Leitt með hann pabba þinn en, vel á minnst, ég er ein- mitt að gera verkefni í skólanum um þá tegund krabbameins sem varð honum að bana. Finnst þér ég ekki duglegur?“ Ofstolt og fréttafréttir Hamfarir á Haítí PAWEL BARTOSZEK Í DAG | UMRÆÐAN Katrín Júlíusdóttir svarar Jóni Gunnarssyni Erlendar nýfjárfestingar skapa atvinnutækifæri sem hvorki þarf að fjármagna með erlend- um lántökum íslenskra aðila né af því innlenda svigrúmi sem til staðar er til fjárfestinga í hag- kerfinu. Ríkisstjórnin leggur því áherslu á að skapa forsendur fyrir slíkar fjár- festingar, ekki síst með því að eyða sem fyrst allri óvissu um það á hvaða leið Ísland sé í endurreisn efnahagslífsins. Strax og nýtt óvissuástand skapaðist með fram- gang efnahagsáætlunar Íslands þegar forseti beitti synjunarvaldi var brugðist við af hálfu iðnaðar- ráðuneytis og Fjárfestingarstofu í samráði við utan- ríkisráðuneytið. Fjárfestingarstofa er í samskiptum við þá erlendu aðila sem eru að þreifa fyrir sér með verkefni á Íslandi. Viðbrögð þeirra við nýju óvissu- ástandi kölluðu á aðgerðir og virk samskipti til að halda verkefnum gangandi. Því hefur Fjárfesting- arstofa sinnt með lofsamlegum hætti. Í grein í Fréttablaðinu 13. janúar sl. gerir Jón Gunnarsson þingmaður mér upp þau orð að flótti væri brostin í lið erlendra fjárfesta. Vonandi tekst að afstýra því þótt dýrkeyptar tafir geti orðið. Þingmaðurinn telur það „grunnhyggni“ af minni hálfu að benda á að óvissa um framgang endur- reisnar efnahagslífsins, lækkun lánshæfismats ríkisins niður í ruslflokk, ráðleggingar matsfyrir- tækja og greinenda gegn fjárfestingum á Íslandi og hækkun skuldatryggingarálags hafi áhrif á alþjóð- lega fjármálamarkaði og ákvarðanir fjárfesta. Meðan menn hafa asklok fyrir himinn er ekki lík- legt að samhengi hlutanna verði þeim sýnilegt. Nú er unnið að undirbúningi rammalöggjafar um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga til að gera ferlið skilvirkara og auðvelda kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Alþingi er með til afgreiðslu fjárfestingarsamning sem hefur það markmið að auðvelda aðkomu nýs erlends kjölfestufjárfestis í uppbyggingu gagnvers á Reykjanesi. Sérstök verk- efnisstjórn vinnur markvisst ásamt Fjárfestingar- stofu að því að finna erlendan samstarfsaðila til uppbyggingar og orkunýtingar í Þingeyjarsýslum. En margt fleira er gert. Ferðaþjónustan er enn að eflast og undirbýr stofnun klasa um heilsu- og lífs- stílstengda ferðamennsku. Stuðningur við nýsköpun, rannsóknir og þróun er efldur. Ný frumkvöðlasetur skapa störf og verðmæti. Þetta eru aðeins dæmi um það starf sem unnið er í samráði við atvinnulífið um uppbyggingu. Skýr stefna og vilji er til staðar. Verk- efnið er að sameinast um að skapa sem fyrst hag- stæð skilyrði, stöðugleika og forsendur hagvaxtar. Höfundur er iðnaðarráðherra. Erlendar nýfjárfestingar KATRÍN JÚLÍUS- DÓTTIR DAGSKRÁ Atorka Group hf Föstudaginn 22. janúar 2010 kl. 10:00 Grand Hótel Stjórn Atorku Group hf. Boðað er til hluthafafundar hjá Atorku Group hf. Á dagskrá fundarins er einungis eitt mál, eða tillaga stjórnar Atorku Group hf. um að núverandi hlutafé í félaginu verði fært niður að fullu, samhliða því að samþykkt verði að hækka hlutafé að nýju og að kröfuhafar félagsins skrái sig fyrir nýju hlutafé í samræmi við nauðasamning Atorku Group hf. við kröfuhafa, samþykktan á fundi kröfuhafa 10. desember 2009 og staðfestan af Héraðsdómi Reykjaness 7. janúar 2010. Dagskrá fundarins og tillaga stjórnar félagsins í samræmi við framangreint munu liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins frá og með 15. janúar 2010. Fyrir grasrótina Hreyfingin hélt grasrótarfund á kaffi Sólon í gær. Tilefnið var að Hreyf- ingin vill hjálpa grasrótarhreyfingum á Íslandi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hugmyndin er sú að hinir ýmsu grasrótarhópar geti komið málefnum á framfæri við Hreyfinguna, sem virki sem gátt inn á þing. Þetta vilja eflaust ófá grasrótarsamtök nýta sér, til dæmis Borgarahreyfingin sem merkilegt nokk fékk fjóra menn kjörna á þing í kosning- um síðastliðið vor en stendur nú uppi málsvaralaus. Kannski Hreyfingin sé til í að leggja Borgarahreyfingunni lið og virka sem gátt þeirra inn á þing? Hvað vill Jóhanna? Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Vísi í gær að boltinn væri hjá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Icesave-deilunni. Ekki væri hægt að stilla stjórnarandstöðunni upp við vegg og spyrja hvað hún vildi gera. „Jóhanna Sigurðardóttir verður að koma með tillögur um það hvað hún vill gera. Það er ekki á forræði neins annars,” sagði Höskuldur. En nú liggur fyrir hvað Jóhanna Sigurðardóttir vill gera í Icesave-málinu. Hún tók meira að segja þátt í að samþykkja lög um hvað hún vildi gera. Er hægt að biðja um mikið skýrari ásetning? Áfram með smjörið Í júní í fyrra fól félags- og trygginga- ráðuneytið velferðarvaktinni „að leita leiða í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins til að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélaga“. Nú, sjö mánuðum síðar, hefur fyrsta áfanganum til að standa vörð um grunnþjónustu ríkis og sveitarfélaga verið náð, eins og lesa má á heimasíðu félags- og tryggingaráðuneytisins: velferðarvaktin hefur skilgreint hvað felst í grunnþjónustu ríkis og sveitarfélaga. Nú fara hjólin að snúast. bergsteinn@frettabladid.Þ að hefur alla tíð legið fyrir að þeir sem tengjast sjósókn með einhverjum hætti kunna þá fornu list að rífa kjaft betur en aðrir. Þeir geta sett á langar ræður um menn og málefni eins og skrúfað sé frá krana og úr þeim stend- ur kröftug bunan svo lengi sem þeir vilja. Landkrabbar verða fljótlega kjaftstopp í orðaskaki við slíka meistara og undir sögum þeirra, krydduðum ragni á réttum stöðum, sitja aðrir opin- mynntir. Þegar sjóarar beita þessum kúnstum sínum hafa aðrir ekki roð við þeim. Umræður á þeim nótum geta því aldrei orðið skynsamlegar. Og hví eru þessi sannindi rifjuð upp hér og nú, kann einhver að spyrja. Er þá því til að svara að frétt af nýjustu bókun stjórnar LÍÚ er tilefnið. Á aðventunni mun stjórnin hafa sest niður og fært til bókar að ef ríkisstjórnin léti ekki af áformum sínum um að fyrna kvóta þá myndu útvegsmennirnir hætta að veiða. Já, bara stíma í land og binda flotann við bryggju – eins og það var orðað á Stöð 2. Talsmaður útvegsmannanna segir þessi áform ekki hótun heldur viðbrögð við hótunum stjórnvalda. Þau hóti að taka veiðiheimildir af fyrirtækjum sem þýði gjaldþrot greinarinnar allrar. Án þess að það sé sérstakt innlegg í debatt útgerðarmanna og ríkisstjórnarinnar um fjárhagslegar afleiðingar þess að fyrna afla- heimildir skal hér 1. grein laganna um stjórn fiskveiða rifjuð upp. Hún hljóðar svo: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. […] Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Eitthvað hljóta þessi orð að þýða. Og með þessi lög í gildi hafa útvegsmenn hagað fjárfestingum sínum í gegnum árin. Vel má vera að það setji sjávarútvegsfyrirtækin á hliðina ef kvót- inn verður innkallaður – þó í smáum skömmtum, á löngum tíma, verði. Útgerðarmenn hafa raunar lagt fram útreikninga sem sýna fram á það. Stjórnvöld á hinn bóginn hafna því að innköllun kvótans kunni að hafa slík áhrif en hafa ekki sýnt neina útreikninga. Lengi hefur verið deilt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Það eru jú uppi margvíslegar skoðanir á því hvernig úthluta beri takmörkuðum gæðum. Sumir eiga sér þann draum að hægt verði að ná sátt um fisk- veiðimálin. Þar sem himinn og haf skilur að sjónarmiðin í málinu væri skynsamlegra að byrja á að reyna að ná „aðeins meiri sátt“ en nú ríkir. Verkefnið er risavaxið og verður ekki framkvæmt nema í skrefum. Og þegar sátt hefur náðst um að ná aðeins meiri sátt væri fínt ef menn sættust á að vera svolítið dannaðir. Kjaftbrúk að hætti sjósóknara er ekki vænlegt til árangurs. Svo hljóta menn að þurfa að fallast á að yfirlýsingar um að binda flotann við bryggju eru hótun. En ætli menn að standa við þau stóru orð verða þeir að búast við að þeim verði mætt af sömu hörku. Sjómenn tala ekki sama mál og aðrir. Hótanir og annað títt úr sjávarútvegi BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.