Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 18
18 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Guðrún Jónsdóttir skrifar um rannsóknir Fjármálaeftirlits- ins Rannsóknir Fjármálaeftirlits-ins sem hófust í kjölfar falls stóru íslensku bankanna þriggja síðastliðið haust hafa nú staðið í meira en ár. Verulegur árangur hefur náðst á þeim tíma. Fjár- málaeftirlitið afgreiddi á árinu 2009 hátt í níutíu viðurlagamál. Þar af voru 31 mál send til emb- ættis sérstaks saksóknara þar sem unnið er af kappi við áfram- haldandi vinnslu þeirra, tveimur var vísað til efnahagsbrotadeild- ar lögreglunnar og fimm til ríkis- saksóknara. Stjórnvaldssektir og sáttir voru 51 talsins. Innan Fjármálaeftirlitsins hafa 77 mál verið til rannsóknar til þessa er tengjast falli bankanna. Staða þeirra er sú að 50 er lokið og 27 eru enn í rannsókn. Í nokkr- um tilvikum eru rannsóknir á algjöru frumstigi. Þá eiga fleiri mál eftir að bætast við á nýju ári. Rannsóknirnar beinast bæði að einstaklingum og lögaðilum. Í þeim tilvikum sem um er að ræða einstaklinga er fyrst og fremst verið að skoða hvort viðkomandi hafi búið yfir upplýsingum sem ekki voru öllum aðgengilegar og hvort um innherjaviðskipti hafi verið að ræða. Fjármálaeftirlitið fékk það viðbótarverkefni í kjölfar falls bankanna að rannsaka brot á lögum um gjaldeyrismál og regl- um settum á grundvelli þeirra. Seðlabanki Íslands hefur eftir- lit með fyrrgreindum lögum og reglum og þegar þetta er skrifað hefur bankinn tilkynnt Fjármála- eftirlitinu um meint brot 22 aðila sem koma úr mismunandi starfs- greinum. Rannsóknum þeirra miðar vel. Mörg þeirra mála sem rannsök- uð hafa verið eru afar flókin og teygja sig yfir landamæri. Gagna hefur verið aflað hjá erlendum eftirlitum og einnig má nefna að þeir tölvupóstar sem hafa verið skoðaðir skipta orðið milljónum. Eftir að Spron, Straumur og Icebank, eða Sparisjóðabankinn, voru yfirteknir fékk Fjármála- eftirlitið sjálfstæð endurskoðun- arfyrirtæki til að fara inn í þessi fjármálafyrirtæki með svipuðum hætti og gert hafði verið við stóru bankana þrjá og bættist þar við mikið rannsóknarefni. Markaðsmisnotkun langt aftur í tímann Nýlega hlutu tveir einstaklingar dóm fyrir markaðsmisnotkun. Þar var um að ræða mál sem Fjármálaeftirlitið hafði vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra nokkru fyrir hrun bankanna. Því máli hefur verið lýst í fjölmiðlum og er nokkuð afmarkað en markaðsmisnotk- unin fólst í því að hafa áhrif á verð ákveðinna skuldabréfa til hækkunar. Komið hefur í ljós að markaðsmisnotkunarmál teygja í sumum tilvikum anga sína langt aftur í tímann. Í því sambandi má benda á að markaðsmisnotk- un felst ekki einungis í að hafa áhrif á verð hlutabréfa til hækk- unar eða lækkunar heldur getur hún einnig falist í því að styðja það þannig að það haldist óbreytt. Hér eins og víða annars staðar er rauntímaeftirlit með markaðinum í höndum Kauphallarinnar en það getur verið mjög erfitt að greina markaðsmisnotkun. Fjármála- eftirlitið fær fjölda ábendinga af ýmsum toga frá Kauphöllinni. Verðbréfasvið Fjármálaeftir- litsins fer fyrir flestum rannsókn- unum. Lífeyris- og verðbréfa- sjóðasvið Fjármálaeftirlitsins hefur unnið að ýmsum málum tengdum verðbréfasjóðum, þar með talið svo- nefndum pen- ingamark- aðssjóðum. Þau mál hafa undið upp á sig í nokkrum tilvikum og eru sum enn til rannsókn- ar. Vátrygg- ingasvið Fjár- málaeftirlitsins hefur einnig unnið að máli sem farið hefur til sérstaks saksóknara eins og fram hefur komið í fréttum. Þá hefur lánasviðið komið að rannsóknum með verðbréfasviðinu. Skýrt verður frá niðurstöðum fleiri mála Nokkurrar óánægju hefur gætt vegna þess að Fjármálaeftirlit- ið getur sjaldnast gefið upplýs- ingar um einstök mál. Úr þessu hefur verið bætt að hluta með nýjum lögum um gagnsæi í starf- semi Fjármálaeftirlitsins. Þau gera Fjármálaeftirlitinu kleift að skýra frá niðurstöðum fleiri mála og athugana en áður var. Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru þó eftir sem áður bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum sem takmarka möguleika þeirra á að tjá sig um einstök mál. Ekki er hægt að skýra frá hvaða fyrir- tæki og einstaklingar hafa verið eða eru til skoðunar innan Fjár- málaeftirlitsins enda gæti það valdið saklausum aðilum ómældu tjóni auk þess sem það gæti spillt rannsóknarhagsmunum á þann veg að mál ónýttust. Nákvæmara og tortryggnara eftirlit Það á eftir að taka okkur Íslend- inga langan tíma að vinna úr þeim málum sem hafa komið upp í kjöl- far falls bankanna. Þegar horft er til baka má segja að regluverk hafi verið til staðar hjá íslenskum fjár- málafyrirtækjum. Því var hins vegar ekki framfylgt sem skyldi. Finnski bankasérfræðingur- inn Kaarlo Jännäri, sem fenginn var til að fara yfir reglur á fjár- málamarkaði á Íslandi og eftirlit með honum, benti meðal annars á í skýrslu sinni að aðsópsmiklir aðilar á íslenskum fjármálamark- aði gátu farið í kringum laganna bókstaf. Eftirlitsaðilar hafi verið of uppburðarlitlir og skort laga- stoð. Þá nefndi Jännäri einnig að stolt þjóðarinnar vegna velgengni bankanna hefði sennilega gert það að verkum að eftirlitsaðilar hefðu ekki getað gripið inn í starfsemi þeirra á sínum tíma. Mikilvægt er að framvegis verði starfað í anda laganna og með gott siðferði í við- skiptum og hagsmuni heilbrigðs markaðar að leiðarljósi. Óróatímar eins og voru í aðdraganda fallsins, vaxandi lausafjárþurrð og fall Lehman Brothers bankans, skapar jarð- veg fyrir sviksemishegðun. Aðil- ar sem hafa alla tíð verið traust- ir og hegðað sér vel freistast stundum í slíku umhverfi til að gera hluti sem þeir hefðu ella ekki gert. Óhætt er að fullyrða að þeim málum sem Fjármálaeftir- litið vísar til embættis sérstaks saksóknara á eftir að fjölga. Allir hafa nú því miður lært mjög dýra lexíu og ljóst er að eftirlit verð- ur nákvæmara og tortryggnara í framtíðinni ásamt því að geng- ið verður fram af meiri festu en áður hefur þekkst. Höfundur er sviðsstjóri á verð- bréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Verulegur árangur en mikið verk óunnið UMRÆÐAN Einar Benediktsson skrifar um alþjóðamál Það var vissulega mikið ánægjuefni að geta verið um hátíðarnar hjá afkomendum okkar á gömlum slóðum í París. Merkilegt var að koma heim í hlýviðri eftir frostið í París! Ekki held ég að Ísland hafi verið á hvers manns vör þar um slóðir frá því um árið að Frakkar fögn- uðu komu Vigdísar Finnbogadótt- ur, nýkjörnum forseta Íslands. Áður en Icesave-fárviðri Ólafs Ragnars brast á, var lítið á Ísland minnst í frönskum fjölmiðlum, að öðru leyti en því að fram undan væri umrædd ákvörðun for- seta Íslands. Þegar sú ákvörð- un lá fyrir, stóð ekki á sumpart neikvæðri umfjöllun fremur en víða annars staðar. Frásögn Le Figaro var málefnaleg en hjá öðrum gætti þess misskilnings að um væri að ræða þá ákvörðun að ganga með öllu frá umsömdum skuldbindingum. Verstu útreiðina fengum við strax í Le Monde úr penna Gérard Lemarquis nokk- urs sem búsettur er í Reykjavík. En þessi blaðaskrif gengu yfir á einum tveim dögum. Ég leit við á sendiráði Íslands á avenue Vict- or Hugo. Þórir Ibsen sem nýlega tók við starfi sendiherra í París er maður starfinu vaxinn. Hann sagði mér frá margvíslegum aðgerðum sem strax voru hafnar til að kynna stefnu ríkisstjórnar- innar í nýrri stöðu í Icesave-mál- inu og ekki skorti efni og fyrir- mæli frá utanríkisráðuneytinu. Viðhorf líðandi stundar Svo að eitthvað sé sagt frá þess- ari dvöl annað en þetta varðandi Icesave, þá var ánægjulegt að eiga þarna snertingu við Evr- ópuviðhorf líðandi stundar. Það fékkst m.a. með lestri á tveggja vikna syrpu af fróðlegum og skemmtilega skrifuðum heilsíðu- greinum í Figaro um stöðuna í ýmsum aðildarríkjum ESB. Þeim lauk með grein um Slóveníu og lofsorði á höfuðborgina: Lubljana, si naturellem- ent européenne eða L. svo eðli- lega evrópsk, var yfirskriftin. Gagnstætt því sem er um öll önnur fyrrum austurblokkar- lönd í ESB nema Eistland, segir Figaro aðild Slóvena hafa borið hinn fullkomna árangur. Höfuðborgin er sýnd sem ímynd friðsamrar og hamingjusamrar Evrópu. Um Eistland, nokkru minna þjóðfélag, er það sama að segja, að stefnt hröðum skrefum að því að ná velmegunarstaðli Vestur-Evrópu. Í Eistlandi, eins og í Lettlandi og Litháen, vofir enn yfir martröð seinni heims- styrjaldarinnar og Stalíntímans enda söguupplifun þeirra sérstök; Rússland er ekki sama ógnin og Sovétríkin í kalda stríðinu, en er samt lítt treystandi. Eistland rífur sig áfram og verður hugsan- lega Sviss norðursins. Þar segja menn sig hafa verið andlega und- irbúna að taka fullan þátt í vest- rænu þjóðfélagi við að hafa notið finnska sjónvarpsins frá 1958. Pólland með sínar 38 milljónir íbúa er risinn í Mið-Evrópu og ætla sér líka mikið. Einkavæð- ing og erlendar fjárfestingar eru lykilatriði og ekki er kvartað út af fortíðinni; komnir inn í Evr- ópu réttum megin, ætla Pólverj- ar sér að ná öðrum með tvöföld- um hagvexti Þjóðverja og Frakka. Athyglisvert er, segir Figaro, að Þjóðverjar stíla upp á nýja þjóð- arímynd endurspeglaðri í Berlín, miklu glæsilegri en fyrr. Svo er að skilja að Ungverjar hafi hlaup- ið út undan sér í kreppunni, gerst all öfgafullir til hægri og hrifning af Evrópusamstarfi dvínað. Eyði- legging Ceausescus á rúmensku þjóðfélagi var ægileg enda það niðurbrotið. Þar eins og í Búlgar- íu var í raun aðeins um að ræða hallarbyltingar kommúnista 1989. Í hvorugu þessara landa hefur verið litið í spegilinn og efnt til alvöru söguskoðunar. Slök peningamálastjórn ESB- aðildarríkisins Írlands kom þeim ekki undan harðri fjármála- kreppu, þótt evran kæmi til bjarg- ræðis gegn algjöru hruni banka- kerfisins og því að lenda í forsjá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þótt sá sé munur á Írlandi og Íslandi, þá sagði í leiðaragrein í Internation- al Herald Tribuneer að hin mikla þjóðargleði vegna ímyndaðs þjóð- arauðs uppgangsskeiðsins væri horfin og „Irish eyes aren´t smil- ing“. Það er víðar pottur brotinn en á Íslandi. „Stóra núllið“ Það getur verið gott að líta aðeins út fyrir túngarð heimabýlisins enda var það meðfram tilgang- ur með þessari Parísardvöl. Farið var að kalla fyrsta áratug 21. aldarinnar „Stóra núllið“ því ekkert hafði þá komið þjóðfélög- um til ávinnings. Og víst stönd- um við uppi með skerta þjóðar- framleiðslu, mikið áfall í rekstri fyrirtækja utan sjávarútvegs og í högum heimila landsins. En Íslendingar geta líka margt lært af hruninu okkur til góðs í því átaki uppbyggingar sem fram undan er og hafa síst efni á að bæta stjórnmálakreppu við hina efnahagslegu. Hitti Sarkozy Frakklandsforseti ekki naglann á höfuðið fyrir landsmenn sína og aðra í ávarpi sínu á gamlárskvöld um að nú þyrfti að endurnýja meiningu orðsins „fraternité“ – bræðralag? Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Frá París GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Óhætt er að fullyrða að þeim málum sem Fjármálaeftirlitið vísar til embættis sérstaks saksóknara á eftir að fjölga. EINAR BENEDIKTSSON Slök peningamálastjórn ESB- aðildarríkisins Írlands kom þeim ekki undan harðri fjár- málakreppu, þótt evran kæmi til bjargræðis gegn algjöru hruni bankakerfisins og því að lenda í forsjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Rannsóknir FME: Grein 1 af 4 Ráðstefnan verður haldin .knlaugardaginn 16. janúar í sal bæjarstjórnar Kópavogs, Fannborg 2, kl. 13.00 0.06.–1 Til ráðstefnunnar er boðað fólk í kjörnum nefndum mesir Kópavogsbæjar, embættismenn bæjarins og aðrir þe áhuga kunna að hafa. Verkefni ráðstefnunnar er að leggja grunn að tillögugerð fyrir bæjarstjórn um málefni langtímaatvinnulausra. Dagskrá: 1. Erindi félagsmálastjóra Kópavogs: eið-aflgar Félagsle ingar atvinnuleysis. 2. Erindi frá Vinnumálastofnun: siley Greining á atvinnu í Kópavogi og möguleg úrræði. 3. Sigríður Snævarr sendiherra: t viðfásNýjar leiðir til að atvinnuleysi. Kaffihlé 4. Þrír starfshópar vinna tillögur. 5. Ráðstefnuslit. Aðgerðir gegn lang maatvinnuleysi Atvinnu- og upplýsinganefnd Kópavogsbæjar efnir til ráðstefnu um aðgerðir á vegum Kópavogsbæjar gegn langtímaatvinnuleysi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.