Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 32
20 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. MOLIÈRE (1622-1673) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Við berum ekki aðeins ábyrgð á því sem við gerum heldur einnig því sem við látum ógert.“ Franska leikskáldið og leikar- inn Molière hét réttu nafni Jean- Baptiste Poquelin. Frægustu verk hans eru Tartuffe, Don Juan og Mannhatarinn. MERKISATBURÐIR 1609 Eitt af fyrstu fréttablöðum heims, Avisa Relation oder Zeitung, kemur fyrst út í Ágsborg. 1759 Þjóðminjasafn Bretlands er fyrst opnað almenn- ingi. 1943 Heimsins stærsta skrif- stofubygging, Pentagon í Arlington, Virginíuríki, er tekin í notkun. 1983 Bandalag jafnaðarmanna á Íslandi er stofnað að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar. 1994 R-listinn ákveður sam- eiginlegt framboð minni- hlutaflokkanna í Reykja- vík. 2001 Wikipedia, frjálst alfræðirit á Netinu, fer í gang. 2007 Byrginu er lokað. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hvet- ur fólk til að safna notuðum frímerkjum og gefa til hjálparstarfs í stað þess að henda þeim í ruslið. Sambandið stendur fyrir söfn- un á notuðum frímerkjum í samstarfi við Póstinn. Heiti verkefnisins er: Hendum ekki verðmætum! Söfnunin stendur til 31. janúar 2010 og er tekið við frímerkjum og umslögum á öllum póstafgreiðslum Póstsins um land allt. Æskilegt er að fá frímerkin á umslögum en einnig er tekið við stökum frímerkjum. Jarle Reiersen hefur séð um að koma frí- merkjunum í verð fyrir sambandið. „Ég á safnaravini hingað og þangað út um allan heim og sumir kaupa þetta í eigin söfn og síðan þekki ég frímerkjakaupmenn sem kaupa mörg merki og búa til frímerkja- pakka sem þeir síðan selja,“ segir Jarle og bætir við að töluverður markaður sé fyrir íslensk frímerki. Fjöldi útgefinna frímerkja á Íslandi er lítill og það stuðlar að því að verðið er hærra miðað við önnur frímerki. Á Íslandi eru framleidd um 100 þúsund eintök af hverju frímerki en í Bandaríkjunum nokk- ur hundruð milljónir. Jarle segir mest fást fyrir frímerkt umslag sem stimplað er á fámennum stöðum úti á landi. Allur ágóði frímerkjasöfnunarinnar verður notaður í þróunarstarf á sviði menntunar barna, unglinga og fullorðinna í Eþíópíu og Keníu. Á árinu 2009 skilaði frímerkjasöfnun SÍK tæplega 2 milljónum króna. Frímerkjum er einnig veitt móttaka allan ársins hring á skrifstofu SÍK, Grensásvegi 7, 2. hæð og í Litla húsinu, Glerárgötu 1, Akureyri. Frímerki til hjálparstarfs Mjólkursamsalan var stofnuð þennan dag árið 1935 og er því 75 ára í dag. Fyrirtækið heitir í dag MS og varð til árið 2005 við sameiningu Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík og Mjólkur- bús Flóamanna. Mjólkursamsalan rekur minja- safn að Bitruhálsi 1. Þar er að sjá myndir og gamla muni sem lýsa sögu Mjólkursamsölunnar og mjólkuriðnaðarins á Íslandi. Mjólkurbúðirnar skipa stóran sess í sögu MS, en þær voru á annað hundrað í Reykjavík. Aukin tæknivæðing og gjörbreytt að- staða hjá almennum matvöru- verslunum varð til þess að haust- ið 1976 var þeim öllum lokað. Í minjasafninu er að finna myndir úr mjólkurbúðunum og muni er tengdust þeim. Umbúðir utan um mjólk hafa breyst mikið. Mjólkin var fyrst seld í lausu máli og flutt í verslanir í stórum brús- um, sem síðan var ausið úr í þau ílát sem viðskiptavinirnir komu með. Seinna var mjólkin seld í glerflöskum, en vegna hörguls á þeim í seinni heims- styrjöldinni var aftur horfið til mjólkurbrúsanna. Árið 1959 var byrjað að pakka mjólk í hyrnur. Um 1970 komu ferhyrndu umbúðirnar í þeirra stað, en þær hafa verið notaðar síðan. ÞETTA GERÐIST: 15. JANÚAR 1935 Mjólkursamsalan stofnuð Bylgja Dís Gunnarsdóttir er ung söng- kona á uppleið. Auk þess að vera ein af hinum efnilega Óp-hópi sem held- ur sína fyrstu kvöldtónleika í Íslensku óperunni í kvöld er hún á leið til New York að syngja í einum þekktasta tón- leikasal heims, Carnegie Hall, 24. þessa mánaðar. „Já, ég var að vinna til verðlauna í Bandaríkjunum,“ segir Bylgja Dís þegar fyrst er forvitnast um tónleik- ana ytra. Hún kveðst hafa tekið þátt í alþjóðlegri söngvarakeppni sem nefn- ist Barry Alexander International Vocal Competition og verið ein af níu í efsta sæti í flokknum „professional adult“. Verðlaunin eru þau að koma fram á tónleikum í Carnegie Hall. Bylgja Dís nam í Söngskólanum í Reykjavík og hélt síðan til Glasgow þar sem hún útskrifaðist 2007. Hún hefur fengið verkefni í Bretlandi og söng í La Traviata hér heima, en hvaða þýðingu hefur það fyrir hana að komast á svið í Carnegie Hall? „Það er auðvitað gríðarlegur heiður. Tónleik- arnir verða teknir upp og myndaðir – af eina manninum í heiminum sem má taka myndir þar, að mér skilst – og að eiga upptökur með söng sínum í Carnegie Hall og góðar myndir af sér á sviðinu getur auðvitað komið sér ansi vel. Mér skilst líka að fylgst sé með þessum tónleikum af umboðs- mönnum svo það er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu.“ Hvað skyldi hún ætla að flytja í þessu fræga húsi? „Ég syng tvær stórar aríur, aðra eftir Wagner sem heitir Dich teure Halle og hina eftir Puccini sem heitir Sola perduta.“ Bylgja Dís segir svo skemmtilega vilja til að Rúnar Þór Guðmundsson tenór, sem líka er í Óp-hópnum, hafi lent í öðru sæti í keppninni og honum sé boðið að koma til New York í haust í aðeins öðruvísi dagskrá. Greinilegt er að Óp-hópurinn er skip- aður einvalaliði. Hann var stofnaður í september og hefur komið fram mánaðarlega síðan á hádegistónleikum í Íslensku óperunni við góðan orðstír. Á jólatónleika hans komu á fjórða hundrað manns. „Við erum átta í hópnum og öll nýlega komin úr söng- námi erlendis frá. Í stað þess að vera í stöðugri samkeppni í harkinu ákváð- um við að styðja við hvert annað. Það hefur gefist vel og getið af sér margt gott,“ segir hún. Í ljós kemur að auk þess frama sem henni og Rúnari Þór hefur hlotnast eru tvö önnur úr hópn- um komin með stór verkefni í febrú- ar. Hörn Hrafnsdóttir messósópran mun syngja í Aidu í Íslensku óper- unni og Jón Svavar Jósefsson barítón í Carmina Burana með Sinfóníunni. Nú eru óperettutónleikar hjá Óp- hópnum í kvöld og Auður Gunnarsdótt- ir er gestasöngvari. „Þetta er svolítið sviðsett þannig að við erum öll í partíi á sviðinu,“ lýsir Birna Dís glaðlega og bætir við að tónleikarnir verði endur- teknir á Stokkalæk á Rangárvöllum 29. janúar. gun@frettabladid.is BYLGJA DÍS GUNNARSDÓTTIR: Í FYRSTA SÆTI Í ALÞJÓÐLEGRI SÖNGVARAKEPPNI Treður upp í Carnegie Hall SÓPRANSÖNGKONAN Nóg hefur verið að gera við að æfa bæði fyrir tónleikana í kvöld í Íslensku óperunni og tónleikana í Carnegie Hall. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Karlakór Dalvíkur efnir til tónleika í kvöld ásamt Matta Matt og rokkhljómsveit í Salnum í Kópavogi. Á tónleikunum verða flutt lög eftir Queen og Bítlana en tónleikarnir hafa notið mik- illa vinsælda norðanlands. Lög Bítlanna verða flutt fyrir hlé en lög Queen verða sungin eftir hlé. Útsetningar eru í höndum stjórnanda kórs- ins, Guðmundar Óla Gunnars- sonar, og hefjast tónleikarn- ir klukkan 21. Miðaverð er 3.300 krónur. - jma Kór syngur Queen ROKKAR Karlakór Dalvíkur treður upp í Salnum í Kópavogi í kvöld. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Egilsdóttir fyrrum húsfreyja á Álfgeirsvöllum, sem lést föstudaginn 8. janúar, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 20. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Marinó Sigurðsson börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Lárus Þórarinsson fyrrv. flugumferðarstjóri Hverafold 19, Reykjavík, andaðist að heimili sínu laugardaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 15.00. Kristín Lárusdóttir Ásthildur Lárusdóttir Erna Lárusdóttir Einar Þór Lárusson Álfheiður K. Lárusdóttir Kristín Rúna Lárusdóttir tengdabörn, afabörn, langafabörn og langalangafabarn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.