Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 38
26 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Kvikmyndahátíðin Northern Wave Film Festival verð- ur haldin í þriðja sinn dagana 5. til 7. mars. Hátíðin fer fram í Grundar- firði. Líkt og fyrri ár verður hátíðinni skipt í tvo keppnisflokka, flokk stuttmynda og flokk tón- listarmyndbanda, en þetta er eina kvikmynda- hátíðin hér á landi sem hefur hleypt tónlistar- myndböndum að. Um tvö hundruð myndir voru sendar inn í ár og af þeim voru sjötíu valdar til sýn- ingar á hátíðinni. „Það tók valnefndina rúman mánuð að fara yfir allar þessar mynd- ir og stundum horfði hún á yfir tíu myndir á einu kvöldi. Við fengum send- ar myndir frá um þrjá- tíu löndum og það hefur aldrei verið eins fjölbreytt úrval af myndum hjá okkur og í ár. Hingað til hef ég þurft að biðja um stutt- myndir héðan og þaðan til að hafa þetta sem fjölbreyttast en nú virð- ist orðspor hátíðarinnar hafa náð til fleiri landa,“ segir Dögg Móses- dóttir, skipuleggjandi hátíðarinnar. Mikill fjöldi stuttmynda barst frá Spáni og Danmörku og segir Dögg það ávallt koma henni skemmtilega á óvart hversu sterkir Spánverjar eru í stuttmyndagerð. Dögg segir hátíðina vera óska- barn Grundfirðinga sem allir hafa lagst á eitt við að gera við- burðinn sem eftirminnilegast- an. „Við höfum fundið svolítið fyrir kreppunni núna í ár. Það er minna um styrkveitingar og þess vegna þurftum við að skera mikið niður og reynum að gera hlutina sjálf og reiða okkur á sjálfboða- liða. En ég held að menningarvið- burðir sem þessi séu mikilvægir landsbyggðinni því þeir fá fólk til að opna hugann gagnvart nýjum atvinnuleiðum.“ Sérstök stutt- myndakeppni verður fyrir íbúa Vesturlands sem sýndar verða í svokölluðum Vesturlandsflokki. „Keppnin er opin öllum íbúum Vesturlands. Hingað til hafa ekki borist neinar myndir en hver veit, fresturinn er ekki upprunn- inn og kannski fara myndirn- ar að streyma inn núna á næstu dögum.“ sara@frettabladid.is HORFÐU Á TÍU MYNDIR Á DAG FINNUR FYRIR KREPPUNNI Dögg Mósesdóttir stendur að baki stuttmyndahátíðinni Northern Wave Film Festival sem fram fer í Grundarfirði. Hún segist finna fyrir kreppunni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta verða meiriháttar tón- leikar eins og þeir hafa verið síðustu ellefu ár,“ segir Einar Bárðarson um hina árlegu tónleika fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, eða SKB, sem verða haldnir á laugardaginn. „Það besta við þá verður að afhenda pen- ingana í hléinu,“ segir hann. Allur ágóði rennur til SKB og allir sem koma að tónleikun- um gefa vinnu sína. Blaðamannafundur var haldinn í anddyri Háskóla- bíós í gær þar sem helstu flytjendurnir mættu á staðinn ásamt öðrum aðstandendum og lögðust tónleikarnir vel í mann- skapinn. Á meðal þeirra sem stíga á svið verða Sálin hans Jóns míns, Ingó og Veður- guðirnir, Buff, Dikta, Haf- dís Huld, Jóhanna Guðrún og félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan. Að sögn Einars eru Dikta og Hafdís Huld að koma fram í fyrsta sinn á tónleikunum auk þess sem Jóhanna Guðrún stígur þar á svið í fyrsta sinn í sex ár. Sálin hans Jóns míns er aftur á móti margreynd. „Sálin er búin að vera frá upphafi. Ég er farinn að líta á þá sem verndara tónleikanna,“ segir Einar í léttum dúr. Á undanförnum árum hafa yfir 30 milljónir króna safn- ast á þessum tónleikum og nú er markmiðið að sú upphæð hækki í 32,5 milljónir. Tón- leikarnir hefjast klukkan 16 í Háskólabíói og fer miðasala fram á Midi.is. - fb Vonast eftir rúmum 32 milljónum Í HÁSKÓLABÍÓI Hluti flytjendanna ásamt Óskari Guðbrandssyni, fram- kvæmdastjóra SKB, Einar Bárðarsyni og Þorvaldi Kolbeinssyni, rekstrar- stjóra Háskólabíós. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > ÚT AÐ BORÐA Börn leikkonunnar Kristie Alley buðu henni út að borða í tilefni af afmælinu hennar. Leikkonan sagði á Twitter-síðu sinni að hún hlakkaði mikið til að eyða kvöldinu með börn- um sínum. „Verð að taka mig til. Vil líta vel út svo börnin verði stolt af mér,“ skrifaði leikkonan. „T op pu r“ e r s kr ás et t v ör um er ki í ei gu T he C oc a- C ol a C om pa ny . © 2 01 0 Th e C oc a- C ol a C om pa ny . GÓ ÐA R Á KVA RÐAN IR, SLÆM AR ÁKVARÐANIR ÞÆR ERU AL LS STAÐAR, EN ÞAÐ ER E RFITT AÐ GRE INA ÞÆR Í SUNDUR ÞAR SEM ÞÆR ERU O FT Í SAMA BÚNINGI. ÞE SS VEG NA ÞAR FT ÞÚ TOPP. HANN HJÁLPAR TIL VIÐ AÐ HRE INSA HUGA ÞINN SVO ÞÚ G ETIR K OMIÐ AUGA Á ÞÆR GÓÐU OG FO RÐAST Þ ÆR SLÆMU. ÞVÍ M ÆTTI KA LLA TOPP HIN N AUÐ FLYTJANLEGA HUG HREINS ANDI HVATA GÓÐR A ÁKVARÐANA. FURÐULEG T EN SATT. HVAÐA VATN ERT ÞÚ AÐ DREKK A? Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Á næstu dögum færðu sendan segul með hollráðum gegn innbrotum. Segulinn er gott að setja á ísskápinn og nota sem gátlista fyrir heimilið þegar þú ferð að heiman. Hollráðin og nánari upplýsingar um Heimaöryggi er einnig að finna á oryggi.is. Hafðu öryggið í augsýn SEGULL FYRIR ÍSSKÁP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.