Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR 19. janúar 2010 — 15. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG AGENT FRESCO Rænd á tónlistarhátíð í Hollandi Íslenskir tónlistarmenn berskjaldaðir FÓLK 26 Avatar fékk Gull- hnöttinn Stórmynd James Cameron, Avatar, valin besta myndin á Golden Globe-hátíðinni. FÓLK 20 SOLVEIG THORLACIUS Fór á Hvannadalshnúk með 210 manna hópi • heilsa • prjónavörur Í MIÐJU BLAÐSINS FÓLK Bandaríski stórleikarinn Michael Madsen talar fyrir Egil Skallagrímsson í nýrri teikni- mynd sem ungverskir kvik- myndagerðarmenn eru að gera í samvinnu við íslenska fyrirtæk- ið Caoz. Búið er að taka upp leik- rödd Madsens en Arnar Þórisson hjá Caoz segir að það hafi komið sér á óvart hversu vel honum tókst upp að túlka Egil. „Hann bað mig um að fara með Höfuð- lausn á íslensku til að ná réttu stemningunni.“ - fgg / sjá síðu 26 Ný teiknimynd talsett: Michael Madsen er Egill Skallagrímsson ÞORRINN Þorramatur, skraut og skemmtilegar venjur Sérblað um þorrann FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. VIÐSKIPTI Skilanefnd Landsbankans mun á næstu vikum taka yfir hótel- rekstur NP Hotels í Danmörku og einkaþotur í eigu leigufyrirtækis- ins IceJet. „Samningar eru mjög langt komnir og við erum mjög sátt við það,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans. NP Hotels og IceJet eru bæði í eigu eignarhaldsfélagsins Nordic Partners. Undir NP Hotels heyr- ir lúxushótelið D‘Angleterre auk hótela og veitingastaða á borð við Kong Fredrik og Front. Nordic Partners keypti hótelið á haust- mánuðum 2007 og greiddi langt yfir uppsettu verði. IceJet hefur yfir að ráða fimm Dornier-þotum, sem hafa verið innréttaðar fyrir efnaða einstaklinga og gerðar út frá Bretlandi. Reynt hefur verið að selja þrjár þeirra síðustu mánuði. Umfangsmesti rekstur Nordic Partners felst í matvælaframleiðslu og útleigu á fasteignum í Lettlandi. Fram kom í Viðskiptablaðinu seint í fyrra að heildarskuldir eru í kring- um níutíu milljarðar króna. „Staðan í Lettlandi er litlu betri en hér. Reksturinn er gríðarlega erfiður og fyrirtæki þar hafa orðið fyrir miklum skakkaföll- um,“ segir Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums- Burðaráss, sem hefur unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Nordic Partners. Hann bendir á að róðurinn hafi þyngst við hrun fasteignamarkaðarins þar auk þess sem leiguverð hafi lækkað mikið en Nordic Partners á fjögur hundruð þúsund fermetra af leiguhúsnæði í Lettlandi. „Þetta hefur haft mikil áhrif á reksturinn,“ segir hann. Unnið er að samningum um örlög matvælafyrirtækjanna við Eystra- salt með stjórnendum Nordic Partners. Ekki er reiknað með breyting- um á eignarhaldi tékkneska mat- vælafyrirtækisins Hamé, sem er skráð sem systurfyrirtæki Nord- ic Partners. Gamli Landsbankinn fjármagnaði kaupin á Hamé líkt og flest annað hjá Nordic Partners. - jab Skilanefnd tekur yfir D‘Angleterre-hótelið Sögu viðskiptaveldisins Nordic Partners er að ljúka. Skilanefnd Landsbankans tekur lyklavöldin að hótelum og einkaþotum fyrirtækisins á næstu vikum. Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Þetta var ógeðslega gaman “ iSolveig Th Dásamlegt að vera utan þjónustusvæðisSolveig Thorlacius hefur gaman af útivist og gengur gjarnan á fjöll í nágrenni Reykjavíkur og víð gefst. Á síðasta ári ferðaðist Solveig ásamt 210 öðrum göngugörp Solveig tók þátt í æfingaáætlun á síðasta ári sem miðaði að því að undirbúa þátttakendur fyrir ferð á Hvannadalshnúk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA WWW.GARNSTUDIO.COM er sniðug heimasíða fyrir prjónaáhugafólk þar sem meðal annars má finna ókeypis prjónauppskriftir. Einnig er þar að finna þýðingar á prjónamáli úr dönsku, sænsku, norsku og finnsku. Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur www.heyrn.is * Tal fólks í margmenni* Hjal smábarns * Marr í snjónum Ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? GRÍPTU TIL ÞINNA RÁÐALáttu sérmenntaðan heyrnarfræðing mæla heyrnina og fáðu faglega ráðgjöf. DÚNDU þorrinnÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2010 Furðulegt góðgæti Íslenski þorramatur-inn á sér hliðstæðu víða um heim. SÍÐA 6 Vinsæl útflutningsvaraBandaríkjamenn og Asíubúar eru sólgnir í íslenska hrútspunga. SÍÐA 2 MATUR „Þessi útflutningur hefur smám saman verið að vinda upp á sig en mikill áhugi er á íslenskum eistum í Asíu sem og Bandaríkj- unum,“ segir Ágúst Andrésson hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga, um vaxandi vin- sældir hrútspunga erlendis. Djúpsteikir pungar þykja herramannsmatur í Bandaríkj- unum en í Asíu er allur gangur á því hvernig pungarnir eru matreiddir. - jma / sjá sérblað um þorrann Auknar vinsældir hrútspunga: Íslenskir pung- ar fluttir út MILT Í VEÐRI Vaxandi SA-átt og lítils háttar rigning eða skúrir en hægari og þurrt norðaustanlands. Bætir í úrkomu SA-lands í kvöld. Hiti víðast á bilinu 2-8 stig. VEÐUR 4 5 4 6 6 8 HJÁLPARSTARF Íslenska rústabjörg- unarsveitin á Haítí fór í könnun- arleiðangra um miðborg höfuð- borgarinnar Port-au-Prince í gær til að kanna hvort einhver fynd- ist þar á lífi í rústunum. Leit- in hafði engan árangur borið í gærkvöldi. Í utanríkisráðuneytinu er byrjað að huga að heimför sveit- arinnar, sem verður líklega í þessari viku. Tímasetningin liggur ekki fyrir, en að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur hjá Landsbjörgu er þumalputta- reglan sú að sveitir fari að tygja sig heim þegar 48 klukkustundir eru liðnar frá því að lifandi mann- eskja finnst í rústum. Þegar séu nokkrar sveitir farnar heim. Sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands pökkuðu í gærkvöldi þús- und skyndihjálparpökkum fyrir teymi sem veita eiga slösuðum aðstoð á Haítí. Verða gögnin send með vélinni sem gert er ráð fyrir að muni flytja íslensku sveitina heim. Þá verður einnig sendur loftkælibúnaður fyrir sjúkra- skurðstofur og annar búnaður fyrir sjúkrahús. Þá hefur athafnamaðurinn Jón Ólafsson sent 230 tonn af flösku- vatni á hamfarasvæðin. Áætlað er að vatnið berist til Haítí í dag. - sh / sjá síðu 6 Íslenska rústabjörgunarsveitin leitaði að lífi í rústum á Haítí í gær án árangurs: Byrjað að undirbúa heimferð Góð aðsókn á Brothers Sigurjón Sighvats- son, framleiðandi Brothers, segir kvikmyndina nálgast 30 milljóna dollara markmiðið. FÓLK 20 Fyrsti leikur á EM í kvöld Strákarnir okkar mæta Serbum í fyrsta leikn- um á EM í Austurríki. ÍÞRÓTTIR 22 Stjörnur og streita „Full ástæða er til að samgleðjast matreiðslumeistaranum sem fékk Michelin-stjörnu, fyrstur íslenskra matsveina, í síðustu viku,“ skrifar Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 12 HJÁLPARSTARF Framleiðendur sjónvarpsþátta Opruh Win- frey hafa óskað eftir afnotum af myndum og myndskeið- um af störfum íslensku rústa- björgunar- sveitarinnar á Haítí. Til stendur að fjalla um sveitina í þætti sem tileinkaður er björgunarstarfinu þar í landi á morgun. - sh Fá afnot af myndefni frá Haítí: Íslenska sveitin verður í Opruh OPRAH WINFREY MARGAR HENDUR VINNA LÉTT VERK Fjöldi sjálfboðaliða tók höndum saman í höfuðstöðvum Rauða kross Íslands í gær og pakkaði saman hjálpargögnum. Senda á þau til Haítí með vélinni sem gert er ráð fyrir að sæki íslensku rústabjörgunarsveitina. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.