Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. janúar 2010 11 AFGANISTAN, AP Að minnsta kosti fimm manns létu lífið þegar tali- banar gerðu sprengjuárás í mið- borg Kabúl, höfuðborg Afgan- istans. Sjö árásarmannanna létu einnig lífið og nærri fjörutíu manns særðust. Sprengjuárás var gerð á versl- unarmiðstöð og í framhald- inu stóðu yfir skotbardagar í nokkrar klukkustundir fyrir utan nokkur ráðuneyti og inni í verslunarmiðstöðinni. Árásin er sú alvarlegasta síðan í október þegar hópur vopnaðra manna réðst á gistihús í borginni sem starfsfólk Sameinuðu þjóð- anna hefur notað og drápu þar ellefu manns, þar á meðal þrjá starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Árásin í gær var gerð sama dag og nokkrir ráðherrar í nýrri ríkis- stjórn Hamids Karzai sóru emb- ættiseiða sína. Eftir rúma viku hefst í London alþjóðleg ráðstefna um Afganistan, þar sem leitað verður leiða til að styrkja stjórn Karzais og takast á við talibana. Talsmaður talibana, sem nefn- ir sig Zabiullah Mujahid, sagði við fréttastofuna AP að tuttugu vopn- aðir menn, sumir búnir sjálfsvígs- vestum, hafi haldið inn í borgina í þeim tilgangi að ráðast á for- setahöllina og fleiri opinberar byggingar. - gb Sprengjuárásir og skotbardagar í höfuðborg Afganistans: Mannskæð árás talibana í Kabúl ELDARNIR SLÖKKTIR Verslunarmiðstöðin í Kabúl sem talibanar réðust á. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GETRAUN Jóhannes Karl Sigursteins- son, stjórnandi hjá birtingardeild auglýsingastofunnar EnnEmm, hlaut fyrstu verðlaun í jólagetraun söludeildar Fréttablaðsins, sem um jólin var með lauflétta get- raun meðal auglýsenda byggða á staðreyndum um lestur dagblaða á Íslandi. Á meðal spurninganna var hvaða blaði sé dreift til rúmlega áttatíu þúsund heimila á hverjum degi. Þátttakan var framar vonum og augljóst að auglýsendur eru vel að sér þegar kemur að lestri dag- blaða á Íslandi. Um 250 manns tóku þátt í jólaleiknum, að því er fram kemur í tilkynningu frá sölu- deild Fréttablaðsins. Jóhannes hlaut að launum ferð og gistingu fyrir tvo í Kaupmannahöfn í Dan- mörku eða London í Bretlandi. - jab VERÐLAUNIN AFHENT Jón Laufdal, auglýsingastjóri Fréttablaðsins, afhenti Jóhannesi Karli verðlaunin í byrjun ársins. Jólagetraun Fréttablaðsins: Vissi mest um lestur dagblaða DÓMSMÁL Rúmlega tvítugum manni hafa verið dæmdar 300 þús- und krónur í skaðabætur vegna ólögmætrar handtöku. Maðurinn var einn margra sem handtekinn var eftir fólskulega líkamsárás á tvo lögreglumenn í Hraunbæ í október 2008. Hann sat saklaus í fangaklefa í nítján klukkustundir. Alls voru sjö manns dæmdir í fangelsi vegna árásarinnar í Hraunbæ. Maðurinn sem um ræðir var handtekinn ásamt þrem- ur öðrum eftir að hafa yfirgefið samkvæmið þar sem árásin átti sér stað. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið tilefni til að handtaka mann- inn úr því að hann þvertók fyrir að hafa komið að árásinni eða halda honum svo lengi. - sh Fær bætur frá ríkinu: Sat saklaus inni í 19 klukkutíma Tólf í prófkjör Tólf bjóða sig fram í prófkjöri Sjálf- stæðis flokks fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar á Álftanesi næsta vor. Þeir eru Bjarni Ragnarsson tölvunarfræðingur, Björn Halldórsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, Elísabet Blöndal, Elías J. Bjarnason fram- kvæmdastjóri, Guðjón Andri Kárason sölufulltrúi, Guðmundur G. Gunnars- son bæjarfulltrúi, Guðmundur Rúnar Kristjánsson leikstjóri, Hjördís Jóna Gísladóttir kennari, Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri, Kristinn Guðlaugsson bæjarfulltrúi, Snorri Finnlaugsson fjármálastjóri og Þórhallur Hákonarson fjármálastjóri. PRÓFKJÖR Á ÁLFTANESI STJÓRNMÁL Ríkisendurskoðun birti fyrir helgi upplýsingar og eyðublöð fyrir frambjóðendur í prófkjöri eða forvali fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar, 29. maí. Frambjóðendur eru minntir á að kosti prófkjörsbaráttan meira en 300 þúsund krónur skuli skila fjárhagslegu uppgjöri, eigi síðar en sex mánuðum frá því að kosn- ingar fara fram. Heildarkostnað- ur má ekki fara yfir eina milljón, að viðbættu álagi miðað við fjölda kjósenda í kjördæminu. Óheimilt er að taka á móti hærri framlögum en 300 þúsund- um króna. - kóþ Lög um stjórnmálasamtök: Frambjóðendur minntir á lögin F í t o n / S Í A Í GÓÐUM MÁLUM Hollustan og heilsan eru málið á nýju ári. Ívar og Arnar mæla með reglulegri hreyfingu og hollum bita á Nesti. Renndu við og fáðu þér fitusnauðan og næringarríkan mat og drykk þegar þér hentar. Þá ertu í alltaf í góðum málum. Á NÝJU ÁRI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.