Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 12
12 19. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Árni Páll Árnason skrifar um styrki til að efla þjónustu við langveik og ofvirk börn Í desember 2009 var efnt til átaks til að efla þjónustu við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athygl- isbrest (ADHD) og fjölskyldur þeirra. Markmið samningsins er að þróa bætta og samþætta þjónustu við börnin í heimabyggð. Átakið byggist á aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem Jóhanna Sigurðardóttir, þáver- andi félagsmálaráðherra, hafði forgöngu um og var samþykkt á Alþingi árið 2007. Í henni er m.a. lögð áhersla á að auka samhæfingu og efla samstarf þeirra sem sinna þjónustu við langveik börn og börn með geðraskanir og þroskafrávik. Að átakinu standa félags- og tryggingamálaráðuneyti, heilbrigðis- ráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélögin í landinu. Langveik börn og börn með ofvirkni og athyglis- brest og foreldrar þeirra þurfa á fjölbreyttri þjón- ustu að halda. Oft hefur þó verið óljóst hver ber ábyrgð á að veita og greiða fyrir slíka þjónustu. Er það skólakerfið, stoðkerfi félagsmála, heilbrigðis- kerfið eða sveitarfélögin? Er aðstoð við ofvirkt barn í námi félagslegt úrræði eða menntaúrræði? Með átakinu er áhersla lögð á að tryggja þjónustu í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra, óháð því hvar þjónustan er flokkuð í stjórnkerfinu. Áherslan er á börnin sem þarfnast þjónustunnar, en ekki á hlutverk hvers ráðuneytis um sig. Ráðuneytin þrjú leggja öll fé til þessa verkefnis í sameiginlegan sjóð. Í honum bíða nú 80 milljónir króna úthlutunar. Sveitarfélög geta sótt um fé úr þessum sjóði til til- tekinna verkefna, sem þau skipuleggja og sinna. Nú er einstakt tækifæri til framþróunar í þjón- ustu við þessi börn. Mikilvægt er að sveitarfélög nýti þetta tækifæri og þrói metnaðarfull verkefni, í samvinnu við þau hagsmunasamtök foreldra sem sinnt hafa hagsmunagæslu fyrir börnin um langt skeið. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga, undir forystu félags- og trygginga- málaráðuneytisins, annast umsýslu verkefnisins. Auglýst var eftir styrkumsóknum frá sveitarfélög- unum í desember síðastliðnum og rennur umsóknar- fresturinn út 27. janúar. Félags- og tryggingamála- ráðuneytið veitir allar upplýsingar um verkefnið og forsendur fyrir styrkjum og eins eru aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu þess: http://www.felagsmal- araduneyti.is/. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Framþróun í þjónustu við börn ÁRNI PÁLL ÁRNASON Full ástæða er til að samgleðjast matreiðslumeistaranum sem fékk Michelin-stjörnu, fyrstur íslenskra matsveina, í síðustu viku. Í faginu eru margir sem bíða spenntir eftir mati Michelin ár hvert þegar rauða bókin þeirra kemur út. Að þessu sinni fengu fjórir matsölustaðir í Bretlandi stjörnu, þar á meðal Texture, sem er í eigu Agnars Sverrisson- ar. Stjarnan er gæðastimpill sem hefur umtalsverð áhrif á álit og afkomu veitingahúsaeigenda. Árið 1888 stofnaði Frakkinn André Michelin, ásamt bróður sínum, Michelin-fyrirtækið, sem er líklega stærsti framleiðandi hjólbarða í heiminum í dag. Aldamótaárið 1900 gáfu þeir út í Frakklandi fyrstu Michelin-bók- ina, til að aðstoða þá sem vildu ferðast um landið á bifreiðum, við að finna góða gistingu og matsölu- staði á ferð sinni um landið. Einnig fylgdu greinargóðar upplýsingar um bensínstöðvar, bensínverð og dekkjaverkstæði, sem og auglýs- ingar um Michelin-fyrirtækið. Útgáfan mæltist vel fyrir. Árið 1926 var fyrst merkt með stjörnu þar sem mælt var sérstaklega með veitingahúsi eða hóteli og upp úr 1930 komu síðan tvær og þrjár stjörnur til sögunnar. Enginn afsláttur Michelin er ekki eina fyrirtækið sem gefur veitingahúsum og hót- elum einkunnir, en það er tekið meira mark á þeirra stjörnum en annarra. Þar er enginn afsláttur. Fylgst er með þeim veitingahús- um og hótelum sem hafa fengið stjörnu/stjörnur af fagmönnum sem eru í þjónustu Michelin, en enginn veit hverjir þeir eru eða hvenær þeir koma. Og Michelin- stjarna er ekki fugl í hendi. Telji áðurnefndir fagmenn að slakað hafi verið á í þjónustu eða matar- gerð er stjarnan tekin af viðkom- andi veitingahúsi. Enginn staður fær þrjár stjörnur í einu, hversu góður sem hann er. Fyrst fær hann eina, síðan aðra ef frammistaðan býður upp á það, og ef hún er fram- úrskarandi, gæti hann fengið þá þriðju. En það eru ekki margir sem hljóta þá virðingu. Þannig munu nú vera 26 veitingahús í Frakklandi með þrjár stjörnur og 81 í heiminum öllum. Frakkinn Alain Ducasse er eini matreiðslumeistar- inn sem hefur náð þeim árangri að reka tvo þriggja Michelin-stjörnu veitingastaði, annan í París og hinn í Mónakó. Það er ekki lítið afrek. Matreiðslumeistarar sem eiga og reka slíka staði njóta gjarnan virðingar á við poppstjörnu, ráð- herra eða virtan listamann. Enda er litið á matreiðslu sem listgrein þegar hún er komin á þetta stig. Og það er hún líka. Ung kona, sem bjó í Belgíu um tíma, var að spjalla við hjón í hús- inu sem hún bjó í og það kom til tals að bróðir hennar hefði búið í landinu á annað ár. Þau spurðu hvað hann hefði verið að gera og hún sagði að hann væri matreiðslu- meistari og hefði unnið á veitinga- húsi. Maðurinn spurði hvað veit- ingahúsið héti og þegar hún sagði nafnið á því, horfði hann á hana í forundran: Gerirðu þér grein fyrir um hvern þú ert að tala?“ sagði hann, og var á svipinn eins og hún hefði nefnt nafn Bandaríkjafor- seta eða Gandhi. Hvort hún vissi að hann ræki stórkostlegan veit- ingastað, þriggja störnu Michelin- stað! Hvort bróðir hennar hefði örugglega unnið þarna? Hann var forviða yfir því að hún skildi ekki hvað þetta væri merkilegt, og lagði sig fram um að útskýra fyrir henni stöðu þessa manns og veitingastað- arins, eins og hún væri barn, sem skildi ekki fullorðinsheiminn. Mikil spenna Þó að það þyki eftirsóknarvert að fá þrjár stjörnur, hefur það líka í för með sér gífurlega spennu fyrir marga, því að það er með þetta eins og aðra upphefð, að það er áfall að hrapa úr henni, þó að það sé aðeins um eina stjörnu. Eftir- litið með þriggja stjörnu stöðun- um er mun meira og hvert smá- atriði verður að vera í lagi. Ekki aðeins maturinn, borðsalurinn, eldhúsið og þjónustan. Það er því ekki óalgengt, skilst mér, að mat- reiðslumeistarar séu sáttir með eina stjörnu eða tvær. Þá er viður- kenningin, virðingin og afkom- an í höfn og spennan og stressið viðráðanlegt. Þetta er áhugavert kerfi og dálítið framandi hér á landi. Mér finnst athyglisverð þessi stöðuga skoðun á frammistöðu. Hvernig væri til dæmis ef við fylgdumst með frambjóðendum til sveitar- stjórna og Alþingis sem kæmust til valda og áhrifa(fengju þar með eina stjörnu) og skoðuðum hvern- ig þau hefðu farið með það traust sem þeim var sýnt, áður en við gefum þeim tvær stjörnur? Það gæti orðið forvitnilegt. Stjörnur og streita JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Matur og Michelin E kki verður með góðu móti séð hvað flokksráð VG var að gera á Akureyri um helgina. Ályktanir flokksráðsfundar- ins eru alla vega með því furðulegra sem stjórnmálaflokk- ur hefur sent frá sér hin síðari ár. Er ástæða til að minna á að VG á fjórtán þingmenn og aðild að ríkisstjórn. Allir þeir sem ekki sátu flokksráðsfundinn hafa staðið í þeirri meiningu að Icesave sé mál málanna í stjórnmálunum. Lausn þess eða tilraunir til að koma málinu í einhvern farveg á ný sé það sem öllu máli skiptir fyrir íslenskt samfélag. Þessi skilningur er fyrst og fremst til kominn vegna ítrekaðra yfirlýsinga ráðherra ríkisstjórnarinnar þar um. Fjármálaráðherr- ann, formaður VG, hefur ekki talað um annað en Icesave í þær tvær vikur sem liðnar eru síðan forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að staðfesta Icesave-lögin. Og ekki lét formaðurinn sitt eftir liggja á fundinum. Beiski drykkurinn og það allt. Engu síður er ekki minnst á málið í ályktunum VG. Afsagnir ráðherra eru fátíðar á Íslandi. Ráðherra úr röðum VG sagði af sér embætti vegna Icesave! Fátítt er að þingflokkar klofni í veigamiklum málum. VG klofnaði í Icesave! Þrátt fyrir það er ekki minnst á málið í ályktununum. Það er í besta falli furðulegt að flokksráð VG hafi ekki séð ástæðu til að fjalla um og samþykkja einhverja leiðsögn til þing- manna sinna, ráðherra og ríkisstjórnarinnar í þessu stóra máli. Þar til annað upplýsist verður að telja að flokksmenn hafi hreinlega skort dug til þess. En menn sátu svo sem ekki auðum höndum nyrðra. „Fjölmiðlum er nú grímulaust beitt sem áróðurstækjum eigenda sinna,“ segja Vinstri græn og beina spjótum sínum að Morgunblaðinu og 365. Stjórnendur Ríkisútvarpsins fá líka að heyra það. Rykið var líka dustað af gömlum tillögum eins og um að ríkið kaupi grunnnet Símans og eignist enn fremur þá hluti í stærri orku- fyrirtækjum sem eru í einkaeigu. Ekki fylgja fyrirmæli um hvaða leiðir beri að fara í þessum efnum né heldur hvar skera beri niður í ríkisrekstrinum til að mæta tugmilljarða kostnaði við slík kaup. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu var að sjálfsögðu fordæmd og andstaðan við hugmyndir um að einkarekið sjúkrahús rísi í Mos- fellsbæ ítrekuð. Flokkurinn verður þó ekki sakaður um að hafa ekki aðra sýn í heilbrigðismálum en þá að vera á móti einkavæðingu. Flokksráðið vill nefnilega að kannaðir verði kostir þess að taka upp embætti héraðsljósmóður að nýju. Heilbrigðisráðherrann hlýtur að hafa nýtt gærdaginn í að skipa nefnd til að ganga í málið. Vinstri græn standa enn klár á andstöðu sinni við Evrópusam- bandsaðild. Eru ráðherrar, þingmenn og aðrir hvattir til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild á lofti og berjast einarðlega fyrir henni. Ekki er við öðru að búast en að flokksráðið verði tekið á orðinu þar. En hvaða sýn hefur VG á atvinnumálin – eða öllu heldur atvinnu- leysið? Á sautjánda þúsund hefur ekki vinnu. Tæplega tíu þúsund karlar og tæplega sjö þúsund konur. Jú, fundurinn á Akureyri ítrekar mikilvægi kynjasjónarmiða við forgangsröðun í atvinnu- málum. Þetta er veganestið. VG fór yfir pólitíska sviðið um helgina. Héraðsljósmæður BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR Kvöldlesningin Vinnueftirlitið hefur gefið út handbók um flutning á hættulegum farmi á vegum, eða svonefnda ADR-hand- bók. Þetta er mikill doðrantur, slagar hátt upp í sex þúsund síður. Höfund- ur bókarinnar er Víðir Kristjánsson, deildarstjóri efna- og hollustu- háttadeildar Vinnueftirlits- ins. Hann afhenti Kristjáni Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fyrsta eintak bókarinnar í gær. Þá vitum við hvað verður á náttborðinu hjá Kristjáni næstu vik- urnar, ef ekki mánuðina. Öllu haldið til haga Í vikunni sem leið skrifaði DV fréttir um Baldvin Valtýsson, útibússtjóra Landsbanka Íslands í London, launakjör hans og tengsl við Icesave- reikningana. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, sá ástæðu til að gera athugasemdir við þau skrif. Það var greinilega auðsótt mál því DV birti þær í blaði sínu í gær. Undir flennistórri frétt um að Páll sé að ljúga upp á DV. Öfug sálfræði? Nítján gefa kost á sér í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnar- kosningar í vor. Í þeim hópi er Jakobína Ingunn Ólafsdóttir. Jakobína er ekki bundin á klafa flokkslína; hún bauð sig fram fyrir Frjálslynda flokk- inn fyrir alþingiskosningar í fyrra en gekk síðan til liðs við Borgarahreyf- inguna. Nú hendir hún sér í slaginn hjá VG í Reykjavík, auk þess sem hún er skráð í Samfylkinguna. Jakobína bloggar á léninu kreppan.blog. is. Nýjustu færslurnar eru aðallega áhrínisorð í garð Steingríms J. Sigfús- sonar og Vinstri grænna, sem Jakobína sakar um heigulshátt gagnvart AGS og hræðsluáróð- ur. Spurning hversu vænleg slík slagorð eru í forvali hjá VG. bergsteinn@ frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.