Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 18
 19. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● þorrinn Misjafnar skoðanir eru uppi um ágæti hákarlsins. Í föstudagsvari Vísindavefjar Háskólans má finna niðurstöður tilraunar sem vefur- inn stóð fyrir á því hvort fólki þyki í alvörunni hákarl góður. Fyrsti hluti könnunarinnar var unninn þannig að starfsmað- ur vefjarins sótti þorrablót og spurði: Finnst þér hákarl góður í alvöru eða ertu bara að þykjast til að gefa í skyn að þú sért sval- ari en þú ert? 100 prósent svar- enda sögðu að sér fyndist há- karlinn góður en allmargir neit- uðu að svara. Svarhlutfall var 7 prósent. Tveir skvettu úr glasi fram- an í starfsmann Vísindavefjar- ins og þrír sögðu honum að hypja sig heim. Í öðrum hluta könn- unarinnar var falinni myndavél komið fyrir við hákarlsbakkann og kom í ljós að stór hluti þeirra sem fengu sér hákarl á diskinn hentu honum í ruslið. - keþ Er hákarlinn góður? ● FJÓRÐI MÁNUÐUR VETRAR Þorri er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Þorri hefst í þrettándu viku vetrar og alltaf á föstudegi. Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur en þann dag var sú hefð að bóndinn hoppaði í kringum bæinn á nærhaldinu einu fata. Einnig var hefð að húsmóðirin færi út kvöldið áður og byði þorranum inn í bæ. Til eru heimildir um að betri matur hafi verið gefinn fyrstu daga þorra og góu, en nú hefur sú hefð komist á að hjón gefi hvort öðru blóm þessa daga. Síðasti dagur þorra er nefndur þorraþræll. Þorri er nefndur í heimildum frá miðöldum sem persónugervingur vetrarins og þar er einnig minnst á þorrablót, en ekki er vitað um hvað þau snerust. Þorrablót eru svo tekin upp sem veislur „að fornum sið“ undir lok 19. aldar. Skiptar skoðanir eru á ágæti hákarls- ins eins og könnun Vísindavefs leiddi í ljós. Góðar danshljómsveitir eru gulli betri, ekki síst á þorranum þegar þörfin fyrir að sletta úr klauf- unum er mikil hjá almenningi eftir að hafa úðað í sig þjóðlegum mat. Poppararnir í Poppsmiðj- unni á Akranesi eru meðal þeirra sem gera út á dansleikjamarkaðinn. Talsmaður þeirra er Bjartur Logi Finnsson söngvari og hann er spurður hvort vertíðarstemning sé hjá sveitinni núna. „Já, það má segja það,“ svarar hann glaðlega. „Við verð- um um næstu helgi á Höfn í Horna- firði og svo ætlum við í útrás til Evrópu og spila á þorrablóti Ís- lendingafélagsins í Lúxemborg.“ En hvernig tónlist telur Bjart- ur Logi passa best með svona forníslenskum mat? Verða þeir fé- lagar með fimmundarsöng eða fara popp og súrir pungar bara vel saman? „Já, félagar mínir eru vel menntaðir menn og vel spilandi. Það fá allir eitt- hvað við sitt hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Þetta er bara alhliða tónlist sem allir geta dans- að við, á hvaða aldri sem þeir eru. Við erum með allt frá völsum og rælum upp í rokktónlist.“ Poppsmiðjan er þriggja ára gömul hljómsveit. Auk sígildra danslaga hafa liðsmenn sveitarinn- ar haslað sér völl sem lagasmiðir og leyfa frum- sömdu efni að fljóta með á böllunum að sögn Bjarts Loga. Sum lögin hafa verið í spilun á öldum ljósvakans, jafnvel komist á vin- sældalista. „Sú ást“ sem kom út síðastliðið sumar er dæmi um slíkt lag. Þess má geta að Bjartur Logi er náfrændi Stebba Hilmars og með áþekka rödd. Hann er líka söngv- ari með hljómsveit Hauks Þor- valdssonar á Höfn og skýst upp á svið með henni þegar þörf er á. - gun Ætla að spila fyrir Íslendinga í Lúx Poppsmiðjan: Logi Guðmundsson trommuleikari, Sigurþór Þorgilsson bassaleikari, Bjartur Logi Finnsson söngvari, Erlingur Viðarsson gítarleikari og Einar Harðarson gítarleikari. MYND/MICHAEL CLAXTON ● HOLLUR OG GÓÐUR Súrmatur er af mörgum talinn úldinn og óhollur matur, sem er fjarri sanni. Súrmatur er matur sem hefur verið lagður í skyrmysu í nokkra mánuði. Við súrsun er maturinn lagður í mysu, en þá síast vítamín úr mysunni í matinn, auk þess sem sýran verndar ýmis bætiefni í matnum. Hér áður fyrr fór matvælaframleiðslan fram á haustin og breyta þurfti aðferðum til að geta geymt matinn stóran hluta ársins. Þar sem menn bjuggu við salt- skort var brugðið á það ráð að leggja matinn í súr. Í dag þegar súrmat- ur er súrsaður er stöðugt fylgst með pH-gildi hans og þegar sýrustigið í matvælunum er komið niður í pH 4- 4,5 geta sjúkdómsvald- andi örverur ekki fjölgað sér og maturinn verður því öruggur til neyslu. Súrsaðir hrútspungar eru einn vinsælasti þorramaturinn en framleiðslufyrirtæki þorra- matar segjast hafa súrsað hvern pung sem þau komust yfir. Minna framboð var af hrútspungum í sláturhúsunum í ár en áður vegna útflutnings þar sem eistu hafa náð miklum vinsældum erlendis. „Framleiðslan á þorramat í ár er svipuð og árið á undan en reyndar höfðum við minna af pungum til að spila úr. Hingað til höfum við getað keypt punga af öðrum sláturhúsum í framleiðsluna. Vegna útflutnings úr landi var staðan ekki þannig núna,“ segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri hjá Norðlenska. Súrsaðir hrútspungar voru sam- kvæmt skoðanakönnun Bænda- blaðsins á síðasta ári eftirlætis- þorramatur landans og Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Kjarnafæðis, segist kannast við að erfiðara hafi verið að útvega punga í ár. „Við þurftum að hafa meira fyrir því að útvega pungana í ár þótt við teljum að það verði nóg handa öllum,“ segir Auðjón. Guðmundur Svavarsson, sölu- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, segist finna fyrir auknum áhuga og tilhneigingu neytenda til að kaupa þjóðlegan mat og súra sviðasult- an sé ekki síður vinsæl en súru hrútspungarnir. Guðmundur segir að hver pungur sé súrsaður en þeir eru ekki í útflutningi og sækja ekki aðföng til annarra sláturhúsa. Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga ásamt afurðastöð Hvammstanga sér um þriðjung af allri slátrun í landinu en Ágúst Andrésson, forstjóri afurðastöðv- arinnar, segir að fyrirtækið flytji öll eistu úr landi. „Þessi útflutn- ingur hefur smám saman verið að vinda upp á sig en mikill áhugi er á íslenskum eistum í Asíu sem og Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. Djúpsteikt eistu eru orðin vinsæll réttur í Bandaríkjunum en í Asíu er allur gangur á því hvernig eist- un eru matreidd að sögn Ágústs. „Þetta er fínn gjaldeyrir sem við fáum þarna inn í landið og við höfum markaðssett eistun sérstak- lega síðustu tvö árin.“ - jma Hver pungur nýttur Öll eistu sem afurðastöð KS og Hvammstanga ræður yfir eru flutt úr landi en Asíubúar og Ameríkanar eru hrifnir af afurðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ingvar Gíslason, markaðsstjóri hjá Norðlenska, segist hafa fundið fyrir því að erfið- ara væri að fá punga í súrsun nú í ár en árið þar á undan. ERTU ORKULAUS? Viltu finna orkubreytingu STRAX! Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða. Énaxin total er frábær jurtaformúla með Rhodiolu ásamt dagskammti af vítamínum og steinefnum Þægilegt, aðeins 1 tafla á dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.