Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 24
 19. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● þorrinn Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán. til lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent maí-okt. 2009. Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 59% 8,8% 32,2% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 91% lesenda blaðanna ● BORIÐ FRAM SEM SNAFS Brennivín er gjarnan drukkið með þorramatnum til að skola honum niður. Svartur miði einkennir flösk- una en upphaflegur tilgangur miðans var sá að gera flösk- una fráhrindandi. Brennivín er brugg- að úr gerjuðum kartöflum og kryddað með kúmeni. Lengst af sá ÁTVR um framleiðsl- una en svo tók Vífilfell við henni og nú síðast Ölgerð- in. Lengi vel var vinsælast að drekka brennivín í vatni eða kóki en nú er það oftast borið fram sem snafs. ● GOTT MEÐ HARÐ- FISKI Kryddsmjör er gjarnan notað með bökuðum kartöflum eða kjöti, en það hentar einnig ágætlega með harðfiski og getur verið skemmtileg tilbreyt- ing með þorramatnum. Auðvelt er að útbúa sitt eigið krydd- smjör með því að láta smjör standa á borði svo það verði mjúkt. Þá er hrært við það ýmsu kryddi og það svo sett aftur í kæli. Ýmsu er hægt að blanda saman við smjörið. Til dæmis hvítlauki, ferskum krydd- jurtum, karríi og jafnvel stöpp- uðum rauðrófum. Fallegt er að setja kryddsmjörið í falleg ílát, eins og til dæmis lítil glös og látið kólna í þeim í kælinum. Kryddsmjörið er borið kalt fram með harðfiskinum. ● ALLS KYNS GEYMSLU- AÐFERÐIR Þorramatur er flestallur sá matur sem unninn er með gömlum matvinnsluað- ferðum. Þorrinn, sem er fjórði mánuður vetrarmánaðar, sam- kvæmt gamla íslenska tímatal- inu, gat reynst mönnum erfiður hér áður fyrr þegar lífsbarátt- an var miklu harðari en hún er í dag. Þá reyndist mikilvægt að eiga mat í geymslu sem hafði verið unninn að hausti. Ýmsum aðferðum var beitt við að geyma matinn, hann var ýmist súrsaður, reyktur, kæstur eða þurrkaður. Dæmi um þorra- mat eru kæstur hákarl, súrir hrútspungar, svið, hangikjöt og harðfiskur. Kæstur hákarl er af mörgum talið mesta lostæti, en þegar matur er kæstur er hann látinn gerjast og byrja að rotna. Með þessu fæst fram sterkt bragð sem sumir eru sólgnir í. Ein aðferð til að njóta bragðsins til hins ýtrasta er að tyggja hann þrisvar sinnum lengur en annan mat og anda vel inn um nefið á meðan. Þá rífur hann í á svipaðan hátt og wasabi sem neytt er með sushi-réttum. Margir telja hákarlinn hollan og eru dæmi um það að kæstur hákarl slái á magaverk. Hins vegar er ófrískum konum ráðlagt frá því að neyta hans sökum þess hversu hátt kvikasilfursmagn hefur greinst í hákarli. Flestir neyta hans þó í litlu magni og láta aðeins einn bita nægja. Sumir eru sólgnir í sterka bragðið Sumum þykir kæstur hákarl rífa í svipað og wasabi sé hann tugginn lengi og andað vel inn um nefið á meðan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.