Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 30
BAKÞANKAR Hólmfríður Helga Sigurðardóttir 18 19. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Var það svona sem fólk „gúgglaði“ í gamla daga? Ég er með 127 á vinalistanum mínum! Ég vil níu tópas- staup og tvo white russian Kemur þessi bjór í dag? Hei, Pondus, hvernig gengur? Þurý-Laila! Gengur ekkert smá vel, ég er með stjórn á þessu öllu! HVENÆR GETURÐU BYRJAÐ AFTUR!? Um leið og þú ert búinn að þurrka þetta upp! SAFN Alfræðiorðabækur Ísland ætti að verða fyrsta land í heimi til að hafa ríkisstjórn eingöngu skipaða konum. Þegar ég rakst á þessa hugmynd á vefsíðu einni, þar sem fólk leggur fram tillögur um hvernig megi bæta lífið í landinu, sá ég strax fyrir mér stórbætt samskipti við útlönd. Í almannatengslunum yrði lögð áhersla á að við íslenskar konur eigum allt aðrar formæður og -feður en þessir kolbrjál- uðu víkingar í teinóttu jakkafötunum sínum. Við erum keltneskar að upp- runa og þeir rændu okkur! Svo rúst- uðu þeir öllu og nú erum við mættar til að taka til eftir þá. Útlenskar samn- inganefndir myndu umsvifalaust leggjast kylliflatar fyrir snilli íslenskra kvenna. ÞRÁTT FYRIR hvað hugmyndin er snjöll mun sá sem tillöguna átti þó sennilega þurfa að bíða líf sitt á enda eftir því að sjá hana verða að veruleika. En nú nálgast sveitar- stjórnarkosningar og um leið möguleikinn til að hafa áhrif. Fyrsta skrefið í átt að draum- inum gæti verið að kjósa ein- göngu konur í prófkjörum. ANNARS FINNST MÉR próf- kjaratíminn alltaf jafn spaugi- legur. Fólk sem var einu sinni venjulegt, og ég rakst stundum á í Bónus, úrillt og vírað, nöldrandi í maka sínum eða við sjálft sig í hálfum hljóðum, er nú komið á auglýsingaspjöld með nýhvíttaðar tennur í frosnu brosi, augu í háglans og vatnsgreitt hár. ÞETTA FÓLK virðist vera komið til að redda málunum. Það ætlar að lappa upp á gömlu og góðu gildin, styðja við nýsköpun, standa vörð um fjölskyldur og reisa eldri borgurum þann stall sem þeir hafa unnið fyrir og eiga skilið. EN EITT er það vandamál sem frambjóð- endurnir standa sameiginlega frammi fyrir. Stór hópur fólks er orðinn ónæmur fyrir gylliboðum og yfirborðskenndum töfraboðskap. Þannig að ég er með hug- mynd fyrir ykkur, kæru frambjóðendur. Hvernig væri að koma frekar til dyranna eins og þið eruð raunverulega klæddir? Í frotteslopp og naríunum frá því í fyrra- dag. Segiði okkur hvað þið eruð að meina í alvörunni. Hvað ætliði að gera og hvernig ætliði að fara að því? EKKI FELA YKKUR á bakvið þessar glans- myndir. Við vitum nefnilega alveg að þið eruð jafn breyskir og við hin. Öll erum við dálítið ömurleg og þið líka. Sýnið bara í ykkur tennurnar, látið finna fyrir því hvað þið eruð frek, þrjósk og hversu vel þið hafið lagt refskákir stjórnmálaleiksins á minnið. Innst inni dáumst við hin að ykkur fyrir að nenna að standa í þessu. Öll erum við ömurleg Ég held að mér þyki þetta hérna flottast! Sem þýðir að ég gæti talað við 128 aðila í einu! Og við fáum tvö orð frá honum við kvöldverðar- borðið! Kannski við ættum bara að fá okkur lykla- borð? Mér líka! Mér líka! Glæsilegt Eru þá allir ánægðir? En að sjálfsögðu er þetta líka flott! Það finnst mér líka! Æi, nei! Fræðslufundir fyrir karlmenn sem hafa greinst með krabbamein Mjög vandaðir fræðslufundir sem miða að auknum skilningi og þekkingu á því breytingarferli sem verður í lífi karlmanna sem greinast með krabbamein. Tími: 8 skipti, hefst 27. jan kl: 17:30 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.