Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 32
20 19. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Stórmyndin Avatar var val- in besta dramatíska myndin á Golden Globe-verðlauna- hátíðinni sem var haldin í Los Angeles. Leikstjórinn James Cameron var einnig verðlaunaður. Það eru samtök erlendra frétta- manna í Hollywood sem standa á bak við Golden Globe-verðlaunin, sem þykja gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóta Óskarsverðlaun- in 7. mars næstkomandi. „Þetta er besta starf í heimi,“ sagði Cameron þegar Avatar var kjörin besta myndin. „Starf okkar snýst um að skemmta áhorfendum úti um allan heim.“ Cameron vann einnig Golden Globe fyrir að leik- stýra Titanic og í framhaldinu fékk myndin ellefu Óskarsverðlaun. Avatar hefur þénað 1,6 milljarða dollara, eða um tvö hundruð millj- arða króna. Talið er að hún muni sigla fram úr Titanic í þessari viku, sem þénaði á sínum tíma 1,8 millj- arða dollara, og verða um leið tekjuhæsta mynd sögunnar. The Hangover var kjör- in besta myndin í söng- leikja- eða gamanmynda- flokki auk þess sem Up var valin besta teikni- myndin. Hin margverðlaun- aða Meryl Streep var valin besta leikkonan í söngleik eða gaman- mynd fyrir hlut- verk sitt í Julia & Julia og Sandra Bullock var valin besta dramatíska leikkonan fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. Þetta voru henn- ar fyrstu Golden Globe-verðlaun. Það sama var uppi á teningnum hjá Jeff Bridges sem vann fyrir myndina Crazy Heart. Robert Downey Jr. var kjörinn besti leikarinn í söngleikja- eða gaman- flokki fyrir hlutverk sitt í Sherlock Holmes. Mo´Nique var valin besta aukaleikkonan í dramaflokki fyrir hlutverk sitt í Precious og hinn austurríski Chris- toph Waltz sigraði í karla- flokki fyrir eftirminni- lega frammistöðu í Inglorious Basterds. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson fram- leiddi, var tilnefnd til tvennra verðlauna en fékk hvorug. Sömu- leiðis var The Hurt Locker, þar sem Karl Júlíusson sá um leik- myndina, sniðgengin. Mad Men var valinn besti dramaþátturinn í sjónvarpi og í flokki söngleikja- eða gaman- þátta stóð Glee uppi sem sigurveg- ari. Báðir þættirnir eru sýndir á Stöð 2. Michael C. Hall úr Dexter, sem er sýndur á Skjá einum, fékk Golden Globe sem besti leikarinn í dramaþætti og Julianne Margulies vann sömu verðlaun fyrir The Good Wife en þeir verða einnig sýndir á Skjá einum. Besti leikarinn í söngleikja- eða gamanþætti var kjörinn Alec Baldwin fyrir 30 Rock og í kvennaflokki vann Toni Collette fyrir United States of Tara. Báðir þættirnir eru sýndir á Skjá einum. Avatar fékk Gullhnöttinn JEFF BRIDGES Fékk sín fyrstu Golden Globe- verðlaun fyrir Crazy Heart. SANDRA BULLOCK Bull- ock fékk verðlaun fyrir hlut- verk sitt í The Blind Side. AVATAR James Cameron ásamt framleiðanda og aðalleikurum Avatar þegar þau tóku á móti Golden Globe-verðlaununum. NORDICPHOTOS/GETTY „Við settum okkur það markmið að ná þrjátíu millljón dollara markinu og mér sýnist við vera að ná því,“ segir Sigurjón Sighvatsson, einn af framleiðendum kvikmyndar- innar Brothers en hún hefur fengið prýðilega dóma í bandarískum fjöl- miðlum þótt myndin hafi ekki náð neinum Golden Globe-styttum á sunnudagskvöldið. „Það voru vissu- lega vonbrigði, maður hélt að U2 myndi nú rúlla þessu upp en svona er þetta,“ segir Sigurjón en írsku rokkrisarnir voru tilnefndir fyrir lag kvikmyndarinnar, Winter. Þá var Tobey Maguire einnig tilnefnd- ur sem besti karlleikari í aukahlut- verki en sá á eftir styttunni til Jeff Bridges. Sigurjón kveðst vera nokkuð sáttur við aðsóknina en segir að mikið vilji alltaf meira. „Myndin fékk mjög góða dóma og aðsóknin var mjög góð. En svo kom Avatar og hún gerði eiginlega það sem enginn bjóst við að myndi gerast, hún gleypti gjörsamlega alla aðsókn,“ útskýrir Sigurjón. Brothers skartar auk Maguire þeim Jake Gyllenhaal og Natalie Portman í aðalhlutverkum en myndin verður frumsýnd í Bret- landi um helgina. Sigurjón kveðst bjartsýnn á gott gengi enda er írskur leikstjóri myndarinnar, Jim Sheridan, í miklum metum þar, að ekki sé talað um Bono og félaga. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð á forsýn- ingum og ég held að myndin eigi eftir að ganga vel í Evrópu, þetta er ádeila á Ameríku og Ameríkanar eru ekk- ert sérstaklega mikið fyrir að láta deila á sig. Evrópubúar kunna hins vegar vel að meta slík- ar myndir.“ - fgg Brothers gengur vel í miðasölu Leikhópurinn Munaðarleysingj- arnir sýna nú þrillerinn Mun- aðarlaus eftir enska leikskáldið Dennis Kelly í Norræna húsinu. Sýningin hefur gengið vel og spurst út. Tekin var upp sú nýbreytni að hafa aðgangseyrinn tekjutengd- an. Þannig borgar lágtekjufólk 2.000 kr., meðaltekjufólk 3.000 kr. og hátekjufólk 5.000 kr. Að sögn Vignis Rafns Valþórssonar leikstjóra virðist lágtekjufólk aðallega mæta í leikhús um þess- ar mundir, en sumir játa þó á sig hærri tekjur þegar þeir horfa í augu fátækra listamannanna sem settu verkið upp án styrkja. Tekjutengd leiksýning MUNAÐARLEYSINGJARNIR Bjóða upp á tekjutengda leiksýningu. Þýska ofur- fyrirsætan Claudia Schiffer á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Matthew Vaughn. Hin 39 ára blondína er komin fimm og hálfan mánuð á leið og á von á sér í maí. „Við erum himinlifandi og getum ekki beðið eftir því að bæta nýjum meðlimi í fjölskylduna,“ sagði hún. Schiffer og Vaughn, sem gengu í hjónaband árið 2002, eiga fyrir hinn sex ára Caspar og hina fimm ára Clementine. Þriðja barnið á leiðinni CLAUDIA SCHIFFER Ofurfyrirsætan á von á sínu þriðja barni. ÁNÆGÐUR Sigurjón er ánægður með árangur Brothers en hún mun sennilega ná þrjátíu milljóna dollara markinu í miðasölu í Bandaríkjunum. Myndin verður frumsýnd í Bretlandi um helgina. Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna16ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI 10 10 16 12 12 12 12 V I P L L L L L L „…meinfyndin”  - B.S. fréttablaðið „…það var lagið”  - DÓRI DNA dv YFIR 58.000 GESTIR! VERTU ÞÍN EIGIN HETJA „…ellen page er stórkostleg”  new york daily news „…mynd sem þú verður að sjá”  - Roger Ebert SHERLOCK HOLMES kl. 5:40 - 8 - 10:40 BJARNFREÐARSON kl. 8 - 10:20 FRÁ LEIKSTJÓRA ROCK‘NROLLA & SNATCH – GUY RITCHIE  - NEW YORK DAILY NEWS BESTI LEIKARI ROBERT DOWNEY JR. „…BÍÓMYND SEM UNDIRRITAÐUR GETUR MÆLT MEД  - T.V. KVIKMYNDIR.IS „…FYNDIN OG VEL LEIKIN...”  S.V. MBL. SHERLOCK HOLMES kl. 5:20D - 6:15D - 8D - 9 - 10:20 - 10:40D SHERLOCK HOLMES kl. 5:20 - 8 - 10:40 WHIP IT kl. 5:40 - 8 BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 - 10:20 PRINSESSAN OG FROSKURINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 SORORITY ROW kl. 8 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 10:30 SHERLOCK HOLMES kl. 5:30D - 8D - 10:10D - 10:40D BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 WHIP IT kl. 10 PRINSESSAN OG FROSKURINN M/ ísl. Tali kl. 6 PRINSESSAN OG FROSKURINN M/ Ensku. Tali kl. 8 ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 600 GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D OG BEINAR ÚTSENDINGAR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 7 L 10 10 L DYHAT MORGANS kl. 4.40 - 8 - 10.20 MAMMA GÓGÓ kl. 4 - 6 - 8 - 10 AVATAR 3D kl.4.40 - 7 - 8 - 10.20 AVATAR 2D LÚXUS kl. 4.40 - 8 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 3.40 - 5.50 SÍMI 462 3500 DYHAT MORGANS kl. 10 MAMMA GÓGÓ kl. 8 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 6 AVATAR 2D kl. 6 - 9 7 L L 10 L 10 L L L L L 16 MAMMA GÓGÓ kl. 6 - 8 - 10 AVATAR3D kl. 6 - 9.30 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ FRUMGRÁTURINN kl. 10 Enskur texti LJÚFA PALOMA kl. 8 Enskur texti NIKULÁS LITLI kl. 6 Enskur texti ÞAÐ VAR EKKI ÉG, ÉG ... kl. 10.20 Enskur texti EDRÚ kl. 8 Enskur texti MORÐKVENDI kl. 6 Enskur texti SÍMI 530 1919 16 16 14 L L L HARRY BROWN kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE ROAD kl. 5.30 - 8 - 10.20 TAKING WOODSTOCK kl. 8 - 10.30 ALVIN & ÍKORNARNIR 2 kl. 6 íslenskt tal ALVIN & THE CHIPMUNKS 2 kl. 6 enskt tal JULIE & JULIA kl. 8 - 10.35 SÍMI 551 9000 .com/smarabio 600 600 600 600 600 Á EINU AUGNABLIKI BREYTTIST HEIMURINN... ...AÐ EILÍFU! 90.000 GESTIR! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI YFIR 25.000 GESTIR! AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. Í Háskólabíói 15.-28. janúar www.af.is 600 Gildir ekki í 3D eða Lúxus - bara lúxus Sími: 553 2075 DID YOU HEAR ABOUT THE MORGANS? kl. 8 og 10.10 L MAMMA GÓ GÓ kl. 6, 8 og 10 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 6 L AVATAR 3D - POWER kl. 6 og 9 10 POWERSÝNING KL. 9500 kr. 500 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.