Fréttablaðið - 20.01.2010, Side 1

Fréttablaðið - 20.01.2010, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ALÞJÓÐLEGA BÍLASÝNINGIN Í DETROIT hófst 11. janúar og stendur til 24. janúar. Þar eru kynntar allar helstu nýjungarnar í bílaheiminum. Til að mynda sýndi Volvo hugmyndabíl af gerðinni Volvo C30 BEV sem er önnur kynslóð af hugmyndarafbílnum C30 BEV en bíllinn var frumkynntur í haust. www.brimborg. is „Í raun er mjög erfitt að segja til um hvað stóð upp úr í þessari ferð því þetta var allt svo stórkostlegt. Þetta er flottasta og skemmtileg-asta borg í heimi,“ segir Signý Kol-beinsdóttir hönnuður sem heim-sótti stórborgina Tókíó í Japan í sumarlok 2007 ásamt Heimi Snorrasyni, eiginmanni sínum, og Snorra, syni þeirra, sem þá var tveggja ára. Ferðalag fjölskyldunnar át isér þan Snorri skemmti sér allra best og er enn þá að tala um Japan, þrem-ur árum síðar. Við komumst fljót-lega að raun um að borgin er ekki hættuleg,“ segir Signý.Eitt af því sem heillaði Signýju við borgina var framandleikinn. „Hún er svo allt öðruvísi en annað sem ég hef kynnst. Það er dálít-ið eins og allar reglur séu brotnar en samt gen sendill, báðir í Stussy-fötum og með derhúfuna á hlið, að afgreiða sendingu. Þegar því var lokið hneigðu þeir sig fyrir hvor öðrum, þessir gríðarlegu töffarar. Þetta þótti mér alveg frábært. Svo týnd-um við snuðinu hans Snorra í miðri mannþrönginni einn daginn ogáður en við vissum af h Mikil virðing og kurteisiSigný Kolbeinsdóttir hönnuður dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í þrjár vikur í Tókíó í Japan sumarið 2007. Hún hreifst mjög af borginni og íbúunum, en minna af risavöxnum mýflugum sem stungu hana í skógi. Signý hlaut styrk til að kynna sér japanska hönnun í Tókíó. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON s g Mjódd UPPLÝSINGAR O MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 — 15. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG SIGNÝ KOLBEINSDÓTTIR Hreifst af fólki, hönnun og arkitektúr í Tókíó • á ferðinni • fjallganga Í MIÐJU BLAÐSINS Styrkja hjálpar- starf á Haítí Allur ágóði tónleika sem haldnir verða á Nasa í kvöld rennur til Rauða krossins. TÍMAMÓT 17 Ekki kominn með nýtt starf Þórhallur Gunnarsson sagði óvænt upp störfum á RÚV. FÓLK 26 SARA MARÍA JÚLÍUSDÓTTIR Hættir rekstri verslunar innar Nakta apans Fer í frí með fjölskylduna til Flórída FÓLK 26 Nýtt gel á markað Björgvin Páll og Logi Geirsson byrja EM með nýjum gel-vörum. FÓLK 22 ...er að eiga alltaf lýsi VERTU MEÐ Á BYLGJUNNI OG FACEBOOK STJÓRNSÝSLA „Satt best að segja finnst mér menn taka mjög illa í hugmyndir um eitthvað sem minnkar þeirra fríðindi. Ég er dálítið hissa á því,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem vill að borgarfulltrúar og æðstu embættismenn greiði fyrir afnot af sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn. „Ég fór þarna fyrir nokkru síðan yfir helgi og þegar ég ætlaði að fara að borga var mér sagt að við ættum ekki að borga fyrir þetta,“ segir Þorleifur sem kveðst hafa rætt lengi um þetta mál óformlega í bæði borgarstjórn og forsætisnefnd borgarinnar þar sem hann hefur nú lagt fram tillögu um að þeir sem noti bústaðinnn greiði fyrir það leigu. „Ég vildi helst að þetta yrði leyst í róleg- heitum þannig að við fengjum að borga fyrir þetta og það yrðu settar einhverjar reglur, kannski svipaðar og gilda um félaga í Starfs- mannafélagi Reykjavíkur. En það hefur ekki verið gert þannig að ég greip til þess á síðasta fundi að gera þessa tillögu formlega,“ útskýrir Þorleifur. Borgarráðsbústaðurinn stendur út af fyrir sig nálægt klasa bústaða sem Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar á og nokkrum bústöðum í eigu Orkuveitunnar og Faxaflóa- hafna. Þorleifur segir borgarráðsbústaðinn heldur stærri en hina bústaðina. Þar séu þrjú svefnherbergi miðað við tvö í starfsmanna- bústöðunum. Heitur pottur er við öll húsin. „Þessi bústaður er kannski betur mubleraður en þetta er ekkert lúxusdæmi,“ lýsir Þorleifur. Forsætisnefnd hefur ekki afgreitt tillögu Þorleifs heldur vísað henni til Ólafs Hjörleifs- sonar, skrifstofustjóra borgarstjórnar. Aðspurður segir Ólafur að þar með eigi hann að útfæra hugmyndir um framtíðarskipan mála varðandi bústaðinn. Hvorki hafi fylgt fyrirmæli frá forsætisnefndinni um að taka eigi upp gjald né um að halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Eins og fyrr segir eru það borgar fulltrúar og æðstu embættismenn sem geta dvalist í borgarráðsbústaðnum. Þorleifur segir að emb- ættismennirnir sem um ræði séu til dæmis sviðsstjórar, skrifstofustjóri borgarstjóra, skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlög- maður. „Þetta eru embættismenn sem eru með 800 þúsund krónur til milljón í mánaðarlaun,“ undirstrikar Þorleifur Gunnlaugsson. - gar Útvaldir fá ókeypis gistingu í sumarbústað borgarinnar Borgarfulltrúar og valdir embættismenn fá ókeypis afnot af svokölluðum borgarráðsbústað á Úlfljótsvatni. Borgarfulltrúi VG leggur til að greitt sé fyrir gistinguna en segir undirtektir í borgarkerfinu afar dræmar. RIGNING OG MILT Í dag verður strekkingur suðvestan og austan til, annars hægari. Víða rigning og mikil suðaustanlands en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti 2-8 stig. VEÐUR 4 4 5 6 6 7 VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofnun (VMST) hefur fengið fjármagn til að fjölga starfsráðgjöfum um tíu. Sérstakt átak verður gert á næstu mánuðum til að hjálpa þeim sem hafa verið atvinnulaus- ir í langan tíma. Ungt fólk er þar í forgrunni. Gert er ráð fyrir því að langtíma atvinnuleysi muni ná til allt að tíu þúsund manns innan fárra mánaða. Á milli desember- mánaða 2008 og 2009 þrettánfald- aðist hópurinn sem hafði verið atvinnulaus í meira en ár. Í lok desember 2009 voru þeir 3.224 en voru 255 í sama mánuði 2008. Hrafnhildur Tómasdóttir, deildarstjóri ráðgjafardeildar VMST, segir langtímaatvinnu- leysi sérstakt áhyggjuefni og stofnunin sé um þessar mundir að grípa til sérstaks átaks undir hennar stjórn. Boðinn verður fjöldi úrræða til að stoppa þann vítahring sem fjöldi fólks er kominn í og er horft til fólks á öllum aldri þó að ungt fólk njóti forgangs í byrjun verkefnisins. - shá / sjá síðu 8 Allt stefnir í að tíu þúsund manns fylli hóp þeirra sem hafa verið án atvinnu í ár: Átak gegn atvinnuleysisvánni SKOPPA OG SKRÍTLA FÆRA ÚT KVÍARNAR Yfirmaður Kalla kanínu stýrir útrásinni Þróa efni fyrir Bandaríkjamarkað FÓLK 26 Tevez refsaði United Manchester City vann 2-1 sigur á United í deildarbikarnum. ÍÞRÓTTIR 21 HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta gerði jafntefli við það serbneska á Evrópumótinu í Austurríki í gær, 29-29, eftir að hafa glutrað niður fjögurra marka forystu á síðustu fimm mínútum leiksins. Snorri Steinn Guðjónsson mis- notaði vítakast á síðustu sekúndu leiksins. „Við Óli horfðum hvor á annan og hann benti á mig. Þá var það mitt að taka vítið,“ segir Snorri Steinn. „En mótið er ekki búið. Þetta var þó jafntefli en ekki tap og ætlum við nú að vinna þá leiki sem við eigum eftir í riðlinum.“ Íslenska liðið var yfir allan leikinn og Guðmundur Þ. Guð- mundsson þjálfari var svekkt- ur í leikslok. „Við vorum alger- lega með þá. Þess vegna er þetta svona svekkjandi,“ segir hann. „Við eigum erfiðan leik gegn Austurríki næst og þurfum bara að taka hann.“ - esá / sjá síðu 21 Sárt jafntefli gegn Serbum: Ætla að vinna hina leikina VONBRIGÐI Í LINZ Eftir að hafa leitt leikinn allan tímann tók að halla undan fæti hjá íslenska liðinu þegar skammt var til leiksloka. Áhyggjurnar urðu æ sýnilegri í andlitum þjálfara og leikmanna á bekknum og vonbrigðin leyndu sér ekki að leik loknum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /L EE N A M A N H A R T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.