Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 4
4 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 7° 0° 1° 4° 3° 4° 0° 0° 21° XX° 15° 7° 23° -4° 3° 11° -2° Á MORGUN Víða allhvasst eða hvassviðri. FÖSTUDAGUR Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. 6 6 7 8 6 6 6 5 4 5 2 8 7 7 8 7 11 13 12 9 15 13 6 7 4 4 5 2 2 1 4 4 ROK OG RIGNING Á MORGUN Seinni partinn verður orð- ið nokkuð hvasst um suðvestanvert landið og mun rigningin ágerast eftir því sem líður á daginn. Á morgun hvessir enn frekar og um miðjan daginn verður víða allhvasst og stormur syðra. Veður gengur síðan niður aðfaranótt föstudags. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður BORGARMÁL Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, var víttur á borgarstjórnarfundi í gær eftir að hafa farið með níðvísu um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. Hann bar jafn- framt upp van- trauststillögu á Hönnu Birnu sem var vísað frá. Sagði Ólafur að Hanna Birna hefði sett sál sína að veði fyrir Landsbankann, og vísaði þar til þess að hún hefði gegnt starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins þegar Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbank- ans, var framkvæmdastjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, áminnti Ólaf ítrekað á fundinum og vítti hann að lokum formlega. - sh Vantrauststillögu vísað frá: Ólafur víttur fyrir níðvísu ÓLAFUR F. MAGNÚSSON LÖGREGLUMÁL Lögregla rannsakar nú hvort feðgarnir Karl Steingríms- son, kenndur við Pelsinn, og sonur hans, Aron Pétur, hafi framið stór- felld fjársvik þegar þeir seldu stórt hús við Skúlagötu 51 til Alþýðulýð- veldisins Kína nýverið til notkunar undir sendiráðsbústað. Meint svik nema tæpum 300 milljónum. Aron var handtekinn og yfir- heyrður vegna málsins í gær. Karl faðir hans, lögmaðurinn Gísli Gísla- son og fasteignasalinn Guðmundur Th. Jónsson gáfu skýrslu sjálfvilj- ugir. Þá var húsleit gerð á þremur starfsstöðvum mannanna. Það eru Arion banki, Glitnir og Íslandsbanki sem telja sig hlunn- farna í málinu. Bankarnir áttu veð- rétt í húsinu fyrir samtals rúman milljarð króna. Hinn 14. desember kynntu eigendur hússins bönkun- um 575 milljóna króna kauptilboð í húsið frá indversku fyrirtæki. Bönkunum leist ágætlega á tilboð- ið miðað við ástandið á fasteigna- markaði þótt það væri langtum lægra en veðkröfurnar. Þeir féllust því á að húsið yrði selt og afgangi skuldanna aflétt. Eftir að gengið hafði verið frá afléttingunni komust forsvars- menn bankanna að því í fréttum að húsið hefði alls ekki verið selt Ind- verjunum, heldur kínverska ríkinu undir sendiráðsbústað og að verðið hafi ekki verið 575 milljónir held- ur 870 milljónir. Í ljós kom að þau kaup höfðu gengið í gegn áður en skuldunum hafði verið aflétt. Grunur er um að búið hafi verið að ganga frá sölunni til Kínverja þegar fyrra kauptilboðið var kynnt bönkunum. Tilboð Indverjanna hafi því verið sýndartilboð sem lagt var fram til að eigendurnir gætu hagn- ast um tæpar 300 milljónir. Hafa forsvarsmenn bankanna meðal annars bent á að viðskipti við kínverska ríkið taki tæpast svo skamman tíma og hljóti að hafa verið í nokkurn tíma í undirbúningi. Þeir fóru því fram á lögreglurannsókn á málinu. Lögregla hefur lagt hald á 93 milljónir af hagnaðinum af meintu broti, sem lágu á bankareikningi. Þegar er búið að ráðstafa hluta fjár- ins til greiðslu opinberra gjalda. Ekki liggur enn fyrir hvort farið verður fram á kyrrsetningu ann- arra eigna mannanna til tryggingar fyrir því sem upp á vantar. Mennirnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum í gær. Ekki náðist í feðgana og lögmaðurinn Gísli Gíslason, sem nýverið fékk réttindi sín aftur eftir gjaldþrot, vildi ekkert tjá sig um málið. Jón Guðmundsson, faðir fasteignasalans Guðmundar og eigandi Fasteigna- markaðarins, sagði málið í raun ekki tengjast fasteignasölunni. Lögregla hafi bara viljað fá að sjá öll gögn til að öðlast heildarsýn á málið. stigur@frettabladid.is Rannsaka svikafléttu með sendiráðsbústað Lögregla tók í gær skýrslu af fjórum mönnum sem grunaðir eru um aðild að 300 milljóna króna svikafléttu með nýjan stærðarinnar sendiráðsbústað Kínverja. MIKIÐ MANNVIRKI Húsið er flennistórt. Það var í eigu feðganna Karls Steingrímsson- ar og Arons Karlssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KARL J. STEINGRÍMSSONARON KARLSSON VIÐSKIPTI Um tvö hundruð stofn- fjáreigendur í sparisjóðnum Byr hafa stofnað grasrótarsamtökin Samtök stofnfjáreigenda spari- sjóðsins. Tilgangur þeirra er að vinna að helstu hagsmunamálum stofnfjáreigenda Byrs og að við- halda viðgangi og vexti stærsta sparisjóðs landsins. Eitt af helstu viðfangsefnum félagsins er að gæta hagsmuna stofnfjáreigenda í tengslum við endurskipulagningu sparisjóða- kerfisins og huga að slæmri fjárhagsstöðu margra stofnfjár- eigenda sem skuldsettu sig við stofnfjárkaup undir árslok 2007, að því er segir í tilkynningu. - jab Samtök stofnfjáreigenda Byrs: Margir í slæmri skuldasúpu FRÁ FUNDINUM Samtök stofnfjáreig- enda í Byr voru stofnuð í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HJÁLPARSTARF Hver og einn Íslend- ingur hafði í gær gefið Rauða krossi Íslands 88 krónur til að sinna neyðaraðstoð á Haítí. Alls eru þetta 28 milljónir. Enn er fram- lag frá deildum RKÍ og framlag íslenska ríkisins ekki komið fram. Því kann svo að fara að heildar- framlög verði um eða yfir fimmtíu milljónir. „Þetta eru frábær viðbrögð,“ segir Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands. Söfnunin verði opin fram yfir helgi og líklega lengur því alþjóðlegi Rauði krossinn hefur nú sent út beiðni um neyðaraðstoð til þriggja ára, sem hljóðar upp á 12,5 milljarða króna. Hjá RKÍ söfnuðust um fimm- tíu milljónir í heildina vegna jarð- skjálftanna í Pakistan 2005, þar af 23 milljónir frá almenningi. Vegna tsunami-skjálftaflóðbylgn- anna í Asíu 2004 söfnuðust hátt í 170 milljónir. Verði heildarframlag Íslendinga í gegnum Rauða krossinn fimmtíu milljónir reiknast það sem rúmar 157 krónur frá hverjum Íslend- ingi. Tekið skal fram að fleiri félög safna nú hér á landi í þágu Haítí- búa, svo sem UNICEF. - kóþ Framlög til Haítí í gegnum Rauða kross Íslands nema nú 28 milljónum: Hver og einn gefið 88 krónur ALLT FARIÐ Talið er að um 200 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum sem var sjö á Richter. N O R D IC PH O TO /A FP STJÓRNMÁL Ákveðið hefur verið að þjóðaratkvæðagreiðsla vegna Icesave-laganna mun fara fram 6. mars næstkomandi. Hægt verður að kjósa utan kjör- fundar frá 28. janúar á skrifstof- um sýslumannsembætta. Íslensk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við hollensk og bresk yfirvöld um möguleikann á því að taka samn- ingana um Icesave upp og semja að nýju. Forsenda þess er sam- staða heima fyrir og hafa forystu- menn íslensku stjórnmálaflokk- anna fundað þrívegis vegna þess, síðast í fyrrakvöld. Þar var ákveð- ið hvernig skyldi skipa nýja samn- inganefnd ef til þess kæmi. - sh Icesave-dagsetning ákveðin: Þjóðaratkvæðið verður 6. mars DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Honum var gert að greiða fórnar- lambinu 200 þúsund í skaðabæt- ur. Maðurinn réðst á hinn á og við Hressingarskálann í Reykjavík og kýldi hann í andlitið. Fórnar- lambið nefbrotnaði. Fram er komið að árásarmaður- inn sló hinn í kjölfar þess að unn- usta hans tjáði honum að sá er fyrir árásinni varð hefði káfað á henni þegar þau dönsuðu saman. Hefur fórnarlambið neitað því. Dómurinn leit þó til þess við ákvörðun refsingar hver aðdrag- andinn var að líkamsárásinni. - jss Þrjátíu daga fangelsi: Nefbraut mann Margir vilja í verbúðir Margfalt færri en vilja munu fá leigt húsnæði í gömlu verbúðunum við Geirsgötu og á Grandagarði. Þannig barst 61 umsókn um fimm leigurými í verbúðunum við Geirsgötu og 32 umsóknir um átta leigurými í ver- búðunum við Grandagarð. Tillaga um úthlutun verður lögð fram á næsta fundi stjórnar Faxaflóahafna. REYKJAVÍKURBORG GENGIÐ 19.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,144 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125 125,6 205,06 206,06 179,15 180,15 24,07 24,21 21,971 22,101 17,687 17,791 1,3769 1,3849 196,24 197,4 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.