Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 6
6 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR HAÍTÍ, AP Haítíbúar tóku fyrstu mat- væla- og vatnssendingum Banda- ríkjahers fagnandi þegar þeim var varpað niður úr þyrlu rétt fyrir utan höfuðborgina Port-au-Prince. Íbúarnir fögnuðu líka þegar sex bandarískar herþyrlur lentu á lóð hinnar illa skemmdu forsetahall- ar í borginni og tóku að koma sér þar fyrir. „Ef þeir vilja, þá geta þeir verið lengur núna en 1915,“ sagði Fede Felissant hárgreiðslumaður, sem fylgdist með. Árið 1915 kom Banda- ríkjaher einnig til Haítí og þá liðu 19 ár áður en hann hvarf á braut. Bandarískir ráðamenn hafa þó fullyrt að koma þeirra til Haítí nú eigi alls ekki að verða upphafið að langvarandi hersetu. Meira en tvö þúsund bandarískir sjóliðar hafa gengið til liðs við þá þúsund bandarísku hermenn sem fyrir voru á Haítí. Þar eru einnig níu þúsund lögreglumenn og friðargæsluliðar frá Samein- uðu þjóðunum, og von er á 3.500 í viðbót. Ekki veitir af, því vaxandi óþol- inmæði gætir meðal íbúa vegna þess hve hjálpargögn hafa borist hægt til landsins. Aðeins skammt frá forsetahöllinni, þar sem Banda- ríkjaher var að koma sér fyrir í gær, fóru hópar fólks um rænandi og ruplandi um miðborgina. „Svona er þetta bara. Við getum ekkert gert,“ segir Arina Bence lögreglukona, sem reyndi að halda almenningi frá ránssvæðinu til að fólk fari sér ekki að voða. Á einni hæðinni í borginni lokaði fólk hverfinu af með bílum og ungir menn voru fengnir til að fylgjast með mannaferðum. „Við treyst- um aldrei stjórnvöldum hér,“ sagði Tatony Vieux, einn íbúa hverfisins. „Aldrei.“ Rúm vika er liðin frá því að jarðskjálfti, sem mældist 7,0 stig, reið yfir Haítí með þeim afleið- ingum að stór hluti allra húsa höfuðborgarinnar og sumra nágrannabyggða lagðist í rúst. Talið er að allt að 200 þúsund manns hafi látið lífið, 250 þúsund hafi hlotið misalvarleg meiðsl og 1,5 milljónir hafi misst heimili sitt. Hjálparstofnanir telja að þriðjung- ur íbúa landsins, sem alls eru nærri tíu milljónir, þurfi á neyðaraðstoð að halda. Í gær var enn verið að ná fólki á lífi úr rústunum. Tveimur konum var bjargað úr hruninni háskóla- byggingu. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríski herinn hreiðrar um sig Bandaríkjaher er byrjaður að varpa matvælum og vatni úr lofti til íbúa á Haítí. Þrjú þúsund bandarískir hermenn eru komnir til Haítí. Erfitt hefur reynst að koma í veg fyrir gripdeildir. Enn tókst að bjarga fólki á lífi úr rústunum í gær. BRENNANDI KIRKJA Löggæslumaður á vegum Sameinuðu þjóðanna fylgist með mannaferðum meðan kirkja brennur að baki honum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Ríkisstjórnin ákvað í gær að fela samgönguráðherra og fjármálaráðherra að undirbúa útboð vegna breikkunar Suður- landsvegar og Vesturlandsvegar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er stefnt að því að ákvörð- un liggi fyrir síðar í vikunni. Framkvæmdir á Suðurlands- vegi eiga að hefjast í maí. Þar er ætlunin að leggja nýjan tveggja akreina veg fyrir umferð á leið í austur á kaflanum milli Litlu Kaffistofunnar í austri og Lög- bergsbrekku ofan við Lækjar- botna í vestri. Kaflinn er 6,5 kíló- metra langur. Einnig á að bæta vegaxlir á núverandi vegi. Hann mun þjóna sem tveggja akreina vegur fyrir umferð í átt að borg- inni eftir að framkvæmdum lýkur haustið 2011. Á Vesturlandsvegi verður breikkaður 1,5 kílómetra kafli frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi. Jafnframt á að stækka hringtorg- ið við Álafossveg og ljúka við undirgöng og göngustíga í grennd við Varmá. Kostnaður við framkvæmdirnar á Vesturlandsvegi er áætlaður um 500 milljónir en um 1,4 milljarð- ar á Suðurlandsvegi. Í þeirri tölu er ekki gert ráð fyrir mislægum gatnamótum við Bláfjallaveg og Litlu kaffistofuna. - pg Áætlað að framkvæmdir á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi hefjist í vor: Breikka Þjóðveg 1 næst borginni SUÐURLANDSVEGUR Samgönguráðherra stefnir að því að ákveða útboð um framkvæmdir á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi fyrir helgi. „Íslenski Rauði krossinn hafði samband við mig um hvort ég gæti starfað með þýska Rauða krossinum við að koma upp spítala í Port-au-Prince. Það er verið að reisa þessa læknamiðstöð núna og ég mun starfa þar sem almennur læknir í mánuð ef allt gengur vel,“ segir Friðbjörn Sigurðsson, læknir á Landspítalanum, sem hélt áleiðis til Haítí í nótt. Friðbjörn segir ástæðuna fyrir för sinni að hann hafi setið námskeið Rauða krossins og því hafi hann verið á lista yfir fólk sem tilbúið er að taka að sér sérstök verkefni eins og þetta. „Ég hef líka dvalið í landinu áður og erfiðara að segja nei þess vegna.“ Friðbjörn dvaldi á Haítí fyrir tveim- ur áratugum á þeim tíma sem hann stundaði sérnám í lyflækningum í Bandaríkjunum. Þá dvaldi hann á Albert Schweitzer-sjúkrahúsinu sem er inni í miðju landi. Friðbjörn segir það hafa verið mikla lífsreynslu. „Vera mín í landinu á þeim tíma verður þó örugglega hátíð miðað við það sem bíður mín nú,“ segir Friðbjörn. Friðbjörn flaug af landi brott með vél utanríkisráðuneytisins í nótt. Vélin, sem nær í íslensku alþjóða- björgunarsveitina, er hlaðin hjálpar- gögnum sem sjálfboðaliðar hafa gengið frá síðustu sólarhringa. Friðbjörn segist vera í launalausu leyfi frá LSH á meðan hann dvelur erlendis en, eins og venja er til, greiðir Rauði krossinn Friðbirni laun þann tíma sem hann dvelur á Haítí. - shá Íslenskur læknir til starfa í höfuðborg Haítí á vegum íslenska Rauða krossins: Gat ekki sagt nei við kallinu FRIÐBJÖRN SIGURÐSSON Mun starfa á sjúkrahúsi í höfuðborg Haítí sem almennur læknir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SJÁVARÚTVEGUR Skipin sem stunda gulldepluveiðar fundu um helg- ina töluvert magn í Skerjadýpi. Gulldeplan var hins vegar óveið- anleg vegna mikillar átu og hafa skipin haldið áfram veiðum í Grindavíkurdýpi þar sem hún hefur helst verið í veiðanlegu magni. Ingunn AK og Faxi RE, skip HB Granda, eru nú að landa tólf hundruð tonna afla á Akranesi og Lundey NS er væntanleg með fimm til sex hundruð tonn. Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey, segir komna leiðinda- brælu og erfitt fyrir uppsjávar- skipin að athafna sig. - shá Gulldepluveiðarnar: Frekar treg veiði og bræla Getur Ísland unnið EM í Austur- ríki? Já 72% Nei 28% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú slasað þig vegna hálku? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.