Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 8
8 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofn- un (VMST) gerir ráð fyrir því að langtímaatvinnuleysi muni ná til allt að tíu þúsund manns innan fárra mánaða. Hópurinn þrettán- faldaðist á síðustu tólf mánuðum. Unnið er að sérstöku átaki til að afstýra því að félagslegar og sál- fræðilegar afleiðingar þessa vanda vaxi mönnum yfir höfuð. Karl Sigurðsson, sviðsstjóri vinnumálasviðs Vinnumálastofn- unar, segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir geri VMST ráð fyrir því að langtímaatvinnuleysi nái til um tíu þúsund manns þegar líður á árið. „Þetta er háð því að mál þró- ist með sama hætti og á undan- förnum mánuðum – að stöðnunin á vinnumarkaðinum verði til lengri tíma. Auðvitað vonast maður til að eitthvað fækki í þessum hópi á móti.“ Á milli desembermánaða 2008 og 2009 þrettánfaldaðist hópur- inn sem hafði verið atvinnulaus í meira en ár. Í lok desember 2009 voru þeir 3.224 en voru 255 í sama mánuði 2008. Á næstu tveimur mánuðum er fyrirsjáanlegt að talan hækki í yfir fimm þúsund manns. Hrafnhildur Tómasdóttir, deild- arstjóri ráðgjafardeildar VMST, segir langtímaatvinnuleysi sér- stakt áhyggjuefni og stofnunin sé um þessar mundir að grípa til sér- staks átaks undir hennar stjórn. Fjármagn hefur fengist til að ráða tíu nýja ráðgjafa, ekki síst til að taka á vanda ungs fólks. Þar er áherslan á að bjóða fjölda úrræða til að stoppa þann vítahring sem farinn er af stað. Hrafnhildur segir að reynsla annarra þjóða sýni að eyðilegg- ingarmáttur langtímaatvinnu- leysis sé mikill og afleiðingar þess sjáist víða í þeim samfélög- um sem við vandann hefur glímt. Margir vitna til týndu kynslóð- arinnar eftir finnsku kreppuna á tíunda áratug síðustu aldar. „Þar er átt við óvirkni ungs fólks sem leiddi til þess að stór hópur kom aldrei út á vinnumarkaðinn,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur segir það þekkt hversu margir finna fyrir til- gangsleysi þegar fá tækifæri bjóðast og alvarlegast sé að þeir sömu aðlagast atvinnuleysinu og staðna þar. Því fylgir félagsleg einangrun. „Þetta á við alla, sama á hvaða aldri þeir eru. Fólk upp- lifir höfnun og finnst það einskis nýtt sem hefur áhrif á bæði and- lega og líkamlega heilsu. Þekkt er að atvinnuleysi leiðir til örorku fjölda manna þegar aðstæður eru þessar á vinnumarkaði.“ svavar@frettabladid.is eftir Lionel Bart Mbl., GB „HÚRRA FYRIR OLIVER! ÞJÓÐLEIKHÚSSINS“ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Hringdu í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is * * * * * * * Nýjar sýningar í sölu Lau 30/1 kl. 19:00 Ö Lau 6/2 kl. 15:00 U Lau 6/2 kl. 19:00 Ö Sun 14/2 kl. 15:00 U Lau 23/1 kl. 15:00 U Lau 23/1 kl. 19:00 U Fös 29/1 kl. 19:00 U Lau 30/1 kl. 15:00 U Sun 14/2 kl. 19:00 Ö Sun 21/2 kl. 15:00 Ö Sun 21/2 kl. 19:00 Ö Sun 28/2 kl. 15:00 Ö Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 Ö Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 Ö Sun 14/3 kl. 19:00 Sun 21/3 kl. 15:00 Sun 21/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 15:00 Lau 27/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 15:00 1 Hver gaf 230 tonn af vatni í neyðaraðstoð til Haítí? 2 Hvaða mynd hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta dramatíska myndin? 3 Hver er framkvæmdastjóri HSÍ? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 STJÓRNMÁL Á næstu vikum ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að birta upplýsingar um heildarframlög til flokksins allt aftur til ársins 2002. Nöfn þeirra sem styrkt hafa flokkinn verða einnig birt, að því gefnu að þeir samþykki að verða nafngreindir. Svo segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Rétt fyrir áramót birti Ríkis- endur skoðun upplýsingar frá stjórnmálaflokkunum um fram- lög og fjárhag þeirra allt aftur til 2002. Sjálfstæðisflokkurinn skar sig úr þar, því upplýsingar frá honum takmörkuðust við flokks- skrifstofuna eina og enginn styrk- veitandi var nafngreindur. „Ástæðan fyrir því að við gáfum ekki upp þessi nöfn var sú að þau eru mörg og við vorum, og erum enn, að leita samþykkis frá þeim sem veittu styrkina,“ segir Jónmundur og bendir á að flokkurinn starfi í 140 eining- um um allt land. „Við erum að hringja í þá, en þetta eru ansi mörg símtöl,“ segir hann. Að þessu loknu, vonandi á næstu vikum, verði Ríkis- endurskoðun svo sendar nýjar og ítarlegri upp- lýsingar. „Það stóð aldrei annað til, en tíminn var naumur þarna fyrir ára- mót og verkið mikið,“ segir hann. Spurður hvort einhvers konar átak verði gert í sambandi við kom- andi sveitarstjórnarkosningar, um að gamlir frambjóðendur skili inn upplýsingum aftur í tímann, segir Jónmundur að allir frambjóðend- ur hafi verið hvattir til að fara að tilmælum Ríkisendurskoðun- ar. „Síðan er það í höndum hvers og eins að sinna því verki,“ segir hann. Nokkur þeirra sem stefna á efstu sætin í höfuðborginni skiluðu Ríkisendur skoðun ekki upplýsing- um um styrki fyrir síðustu kosning- ar, svo sem þau Júlíus Vífill Ingv- arsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Kjartan Magnússon. - kóþ Framkvæmdastjórinn segir flokkinn fara í einu og öllu að forskrift Ríkisendurskoðunar: Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að birta allt JÓNMUNDUR GUÐ- MARSSON Frambjóð- endur flokksins hafa verið hvattir til að veita Ríkisendur- skoðun upplýs- ingar um styrki gegnum árin. Skráð atvinnuleysi desember 2008 - desember 2009 de s ´0 8 ja n ´0 9 fe b ´0 9 m ar ´0 9 ap r ´ 09 m aí ´0 9 jú n ´0 9 jú l ´ 09 ág ú ´0 9 se p ´0 9 ok t ´ 09 nó v ´0 9 de s ´0 9 10 8 6 4 2 0 4, 8% 6, 6% 8, 2% 8, 9% 9, 1% 8, 7% 8, 1% 8, 0% 7, 7% 7, 2% 7, 6% 8, 0% 8, 2% % Þúsundir án vinnu í rúmt ár Vinnumálastofnun hefur ráðist í átak til að stemma stigu við afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Tíu ráð- gjafar verða ráðnir. Allt stefnir í að tíu þúsund manns fylli hóp þeirra sem hafa verið án vinnu í ár. ÓÖRUGGT STARF Atvinnuástandið er hvað verst í byggingariðnaði. Langtímaatvinnu- leysi nær hins vegar helst til ungs fólks og þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TYRKLAND, AP „Ég er ekki guð, ég er ekki sonur guðs, ég er hinn eilífi kristur,“ segir Mehmet Ali Agca, sem hefur setið í fangelsi í nærri þrjá áratugi síðan hann reyndi að ráða Jóhannes Pál páfa af dögum í Róm árið 1981. Hann var látinn laus úr fang- elsi í Tyrklandi á mánudag og gisti fyrstu nóttina á lúxushóteli í höfuðborginni Ankara. Í gær hélt hann síðan til Istanbúl, en segist ætla að ræða við fjölmiðla á næstu dögum. Tyrknesk yfirvöld fylgjast með ferðum hans og hafa verulegar áhyggjur af geðheilsu hans. - gb Tilræðismaður páfa: Segist hafa boð- skap að flytja MEHMET ALI AGCA Laus úr fangelsi í Tyrklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.