Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 12
12 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR STÆRSTUR OG MINNSTUR Stærsti maður heims, hinn tyrkneski Sultan Kösen, sem fyrir stuttu lagði leið sína til Íslands, stillti sér upp við hliðina á minnsta manni heims, Kínverjanum He Ping Ping, á sýningu í Istanbúl. NORDICPHOTOS/AFP Júlíus Vífill 2. sæti Júlíus Vífill býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu ... ... úr listalífinu Hann starfaði um árabil sem óperu- söngvari og hefur unnið ötullega að kynningu og framgangi menningar og lista. ... úr atvinnulífinu Hann er lögfræðingur að mennt og var lengi framkvæmdastjóri og stjórnar- formaður eins af stærstu innflutnings- og þjónustufyrirtækjum landsins. ... úr stjórnmálum Hann hefur verið atkvæðamikill borgarfulltrúi og setið tvö kjörtímabil í borgarstjórn. Hann hefur verið formaður menntaráðs, skipulagsráðs og Faxaflóahafna. Kosningaskrifstofa í Borgartúni 6, 4. hæð – www.juliusvifill.is – jvi@reykjavik.is Kjósum Júlíus Vífil í 2. sæti í prófkjörinu á laugardag STJÓRNMÁL Halla Gunnarsdóttir myndlistarmaður varð hlut- skörpust í lokaðri samkeppni um gerð styttu af ljóðskáldinu Tómasi Guðmundssyni. Sam- kvæmt tillögu Höllu verður gerð stytta af Tómasi í fullri stærð og henni komið fyrir á bekk við Reykjavíkurtjörn. Samkeppnin um styttuna af Tómasi fór fram eftir að borgar- stjórn samþykkti haustið 2008 að keppnin yrði haldin. Í greinargerð með tillögu Kjartans Magnússon- ar borgarfulltrúa var lögð áhersla á að Tómas Guðmundsson væri eitt af ástsælustu skáldum þjóðar- innar og oft kallaður borgarskáld- ið. Ljóðabók Tómasar, Fagra ver- öld, sló í gegn þegar hún kom út á árinu 1933. Þá var skáldið 32 ára. Tómas lést árið 1983. - gar Samkeppni um styttu af Tómasi Guðmundssyni: Tómasi skipað á bekk við Reykjavíkurtjörn EFNAHAGSMÁL Skattleggja á sér- eignarsparnað og nota afrakstur- inn til fjárfestingar í atvinnulífinu. Þetta segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann á jafnframt sæti í efnahags- og skattanefnd þingsins. Magnús Orri segir að um leið og ríkið sníði sér stakk eftir vexti þurfi að huga að uppbygg- ingu atvinnulífsins og tekjuaukn- ingu ríkisins til lengri tíma. „Og það vil ég gera með skattlagningu séreignarsparnaðar,“ segir hann og bætir við að þannig megi með einskiptisaðgerð, skattlagningu stofns séreignarinnar, færa ríkinu um 80 milljarða króna. Árlegar tekjur ríkisins af skattlagning- unni nemi svo um átta millj- örðum króna. „Þessa fjármuni á hins vegar ekki að nýta til að fjármagna hallarekstur ríkisins eins og sumir hafa lagt til, heldur til fjárfestinga í atvinnulífinu.“ Þar segir Magnús Orri meðal annars vert að horfa til langtímaverkefna á borð við rannsókna- og þróunar- starf fyrirtækja, fjármögnunar skattalegra hvata og leiða til að auka aðgang að lánsfé á viðunandi kjörum. Skattlagningu séreignarsparn- aðarins leggur Magnús Orri til í tengslum við fjárlagagerð næsta árs, en að auki segir hann nauð- synlegt að auka aðhald í útgjöld- um ríkisins. Hann bendir á að frá 2000 til 2009 hafi ekki tekist að hefta útgjaldavöxt ríkisins að neinu marki. „Ein helsta áskor- unin sem íslenskir stjórnmála- menn standa nú frammi fyrir er að standast þrýstihópa og ganga ákveðið fram við niðurskurð í fjár- lagagerð næsta árs,“ segir Magnús Orri. - óká MAGNÚS ORRI SCHRAM Stjórnarþingmaður leggur til skattlagningu séreignarsparnaðar í lífeyriskerfinu: Tekjurnar nýtist í atvinnufjárfestingu VERÐLAUNATILLAGAN Áætlað er að fullgerð stytta af Tómasi Guðmundssyni verði komin á sinn stað á bekk við Reykjavíkurtjörn í vor. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N STJÓRNSÝSLA Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forseta- skrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóð- höfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýs- ingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveld- inu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að kon- ungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum sam- skiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is Bréf forsetans ekki afhent Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forseta Íslands. Aðgangur verður ekki veittur að níu bréfum sem rannsóknarnefnd fékk til skoðunar. Bréfin verða ekki gerð opinber fyrr en eftir þrjátíu ár. FORSETINN Á INDLANDI Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti Nehru-verðlaununum á Indlandi í síðustu viku. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að traust í samskiptum ríkja gæti beðið hnekki ef bréf forseta til erlendra þjóðhöfðingja í þágu bankanna yrðu gerð opinber. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Tryggingamiðstöðin, TM, og Sparnaður gerðu í byrjun árs samkomulag um sölu á trygg- ingum hvort annars. Sparnaður er umboðsaðili Versicherungskamm- er Bayern. Fyrirtækið býður upp á lífeyristryggingar og fjármála- lausnir til einstaklinga og mun veita einstaklingum og fyrirtækj- um ráðgjöf um kaup á skaða- tryggingum TM. Með samstarfinu geta báðir aðilar boðið viðskiptavinum sínum víðtækara vöruframboð á sviði vátrygginga- og fjármála- þjónustu, að því er segir í tilkynningu. - jab TM og Sparnaður í samstarf: Selja tryggingar hvort annars SAMKOMULAG INNSIGLAÐ Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, og Gestur Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Sparnaðar, handsala samvinnuna. ÖRYGGISMÁL Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur ákveðið að styrkja björgunarsveit- ir á Austurlandi næstu tvö árin um 12,5 milljónir króna. Styrkur- inn verður stofnframlag í mennt- unarsjóð björgunarsveitarmanna á Austurlandi. Á síðasta ári veittu Alcoa Fjarða- ál og Samfélagssjóður Alcoa rúm- lega 56 milljónum króna til 65 samfélagsverkefna á Íslandi. Sjóð- urinn var stofnaður fyrir 56 árum og hefur frá upphafi veitt um 64 milljörðum króna til samfélags- legra verkefna í þeim löndum um allan heim, þar sem fyrirtækið starfar. - shá Austurland: Alcoa styrkir björgunarstarf Styrkir í Eyþingi Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki, en tilgangur þeirra er sagður að efla menningar- starfsemi og menningartengda ferða- þjónustu á Norðausturlandi. MENNINGARMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.