Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 14
14 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Verkefnastjórn Gulleggsins skrifar um frumkvöðla Jafnvel mitt í kreppunni alræmdu má greina jákvæðar afleiðingar þeirra efnahagslegu hamfara sem Ísland hefur þolað. Það er í svona aðstæðum sem hugarflug einstaklinga fer af stað, sjálfsbjargarviðleitni blómstrar, hugvit og snjallar nýjungar fá byr undir báða vængi og beislinu er sleppt fram af sköpunargleðinni. Jákvæð athygli beinist að sprotaheiminum svokallaða, jarðvegi hugmynda og frumkvöðlastarfsemi, þar sem hugmyndir breytast í starfandi fyrirtæki sem hleypa nýju blóði í atvinnulífið og auka fjölbreytni verðmætasköpunar. Nú er tækifæri fyrir hugvitssama einstaklinga að leggja lóð sín á vogarskálar uppbyggingar. Þeir sem hafa hugmynd sem gæti mætt óuppfylltri þörf markaðarins á nýstárlegan hátt ættu að bretta upp ermar, því nú gefst frumkvöðlum kostur á að taka þátt í frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu 2010. Þátttakendum býðst að taka þátt í 7 vikna ferli námskeiða og ráðgjafar þar sem sérfræðingar veita ómetanleg ráð og þátttakendur geta stækkað tengslanet sitt svo um munar. Þátttaka í keppninni getur auðveldað áætlanagerð og undirbúning að stofnun fyrirtækis, greitt fyrir fjármögnun, veitt dýrmæta þekkingu fyrir skrefin fram undan, og einnig hljóta vinningshugmyndir peninga- og þjónustuverðlaun. Við í verkefnastjórn Gulleggsins 2010 vitum að þátttaka fyrirtækja í fyrri keppnum Gulleggsins hefur veitt þeim dýrmætt forskot og hvetjum nýja frumkvöðla til að nýta sér þann stökkpall sem keppnin er. Taktu framtíðina í eigin hendur og skráðu þig til þátttöku á www.gulleggid.is ekki síðar en 20. janúar. Adam Hoffritz, mannfræðinemi í HÍ, Anna K. Kristinsdóttir, viðskiptafræðinemi í HR, Guðmundur I. Einarsson, rafmagnstæknifræðinemi í HR, Ingibjörg L. Þórmundsdóttir, viðskiptafræðinemi á Bifröst, Sigurjóna H. Sigurðardóttir, stjórnmálafræðinemi í HÍ, Sonja H. Berndsen, lögfræðinemi í HR, Steinn Hafliðason, meistaranemi í hagfræði í HÍ, Sæunn I. Marinósdóttir, meistaranemi í alþjóðaviðskiptum á Bifröst, Kristján F. Kristjánsson, verkefnastjóri Gulleggsins. Hver er þín framtíðarsýn? Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn sem fram undan er í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrar- skilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma. Jafnframt er mikil- vægt að sátt ríki í samfélaginu um stjórn fiskveiða.“ Þannig hefst stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar í fiskveiðimálum. Skuldir sjávarútvegsins Eftir að þessi orð voru sett á blað hafa komið í ljós uggvæn- legar upplýsingar um skulda- stöðu sjávarútvegsins. Í opin- berum kynningarritum LÍÚ frá síðasta ári eru skuldirnar sagðar um 550 milljarðar króna. Svör hafa enn ekki fengist við fyrirspurn sem ég lagði fram á Alþingi skömmu fyrir jól um skuldir sjávarútvegsfyrirtækja. Því er erfitt að fullyrða nákvæm- lega um skuldastöðuna, en varla er hún lægri en samtök útvegs- manna hafa sjálf gefið upp. Til samanburðar má nefna að þetta er meira en helmingi hærri upphæð en ætla má að standi eftir af Icesave-skuldinni þegar eignir Landsbankans hafa verið gerðar upp. Sé miðað við sömu vexti lætur nærri að vaxtabyrð- in af skuldum sjávarútvegsins (án þess að greitt sé inn á lán) sé um 27 milljarðar á ári. Það jafn- gildir 88 mkr. á hvert mannsbarn í landinu, eða 156 mkr. á hvern launamann. Skuldir sjávarútvegsins eru vaxtaberandi skuldir sem að meginþorra til eru erlend lán. Því má segja að arðurinn af íslenskum sjávarútvegi renni úr landi. Við Íslendingar erum í þeim skilningi leiguliðar hinna erlendu kröfuhafa. Þannig er komið fyrir þessari undirstöðuatvinnugrein sem byggist á nýtingu fiskveiðiauð- lindar okkar – „gjöfinni“ dýru sem útvegsmönnum var færð í hendur þegar kvótakerfinu var komið á í núverandi mynd með því að veiðiheimildunum var skipt milli þeirra endur- gjaldslaust. Þeir sem fengu veiðiheimildirnar ókeypis hafa síðan hagnast á því að selja þær og leigja frá sér, og í mörgum til- vikum hagnast betur á útleigunni heldur en því að veiða fiskinn. Þá hafa veiðiheimildirnar verið veðsettar langt umfram greiðslu- getu atvinnugreinarinnar – þær hafa gengið sem hver annar við- skiptavarningur, leiguverðmæti, erfða- og skiptagóss. Hver á fiskinn í sjónum? Er þetta í einhverju samræmi við vilja löggjafans? Í fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaga segir skýrt og skorinort: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinn- ar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum mynd- ar ekki eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Þrátt fyrir þetta skýra ákvæði hafa staðið harðar deilur milli útgerðar og stjórnvalda í þrjá áratugi um eignarhald og ráð- stöfunarrétt á veiðiheimildunum. Útgerðarmenn vísa í 72. gr. stjórnarskrárinnar sem segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almennings þörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Þeir sem vilja breytingar á kvótakerfinu benda hins vegar á 75. grein stjórnarskrárinnar sem segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almanna- hagsmunir þess.“ Og hér stendur hnífurinn í kúnni. Löggjafinn álítur fisk- veiðiheimildirnar vera eign þjóðarinnar, útvegsmenn líta á þær sem einkaeign. Í þjóðarrétti er þung áhersla lögð á rétt þjóða til að njóta auð- linda sinna. Samkvæmt yfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna nr. 1803 frá 1962 á nýtingu náttúru- auðlinda „að þjóna hagsmun- um og auka velmegun fólks í viðkomandi ríki“. Um þetta verður nánar fjallað í greinum sem birtast hér í blaðinu næstu daga. Höfundur er varaformaður sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Gjöfin dýra – skuldabagginn Þá hafa veiðiheimildirnar verið veðsettar langt umfram greiðslugetu atvinnugreinar- inna – þær hafa gengið sem hver annar viðskiptavarning- ur, leiguverðmæti, erfða- og skiptagóss. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Í DAG | Sjávarútvegsmál Hlustið á okkur tala Þónokkrir liðsmenn Vinstri grænna hafa kvartað yfir skrifum í leiðara Fréttablaðsins í gær. Leiðarahöfundur hefur verið snupraður fyrir að vekja á því athygli að ekki hafi verið minnst á Icesave í ályktunum flokksráðs VG. Halla Gunnarsdóttir, fyrrum aðstoð- armaður Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra, kvartar yfir því að verið sé að einblína á álykt- anirnar, nær hefði verið að hlusta á umræður á fundinum. Hún er ekki ein um það. Samþykktar ályktanir eru það sem lesið er í þegar kemur að stefnu flokks. Þetta eru kannski skilaboð til sagnfræðinga framtíð- arinnar; hvað eruð þið að lesa í sam- þykktirnar? Þið hefðuð átt að vera á staðnum. Þar voru líflegar umræður og fjöldi sjónarmiða kom upp sem rataði reyndar ekki í ályktanirnar af því að … ja, það er nú það. Sérkennileg fundarstjórn Á fundi borgarstjórnar í gær lá fyrir vantrauststillaga á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. Menn þurfa ekki að vera mjög lærðir í fundarsköpum til að vita að slíka tillögu væri rétt að ræða strax. Það var hins vegar ekki gert, heldur tek- inn góður tími í að ræða sóknaráætlun Reykjavík- urborgar. Sérkennileg fundarsköp það. Meðal 100 bestu? Töluverð umræða hefur átt sér stað á póstlista Háskóla Íslands um hvaða kröfur eigi að gera til akademískra starfsmanna sem ráðnir eru, meðal annars þá staðreynd að enn sé hægt að ráða lektora sem ekki hafa lokið rannsóknarritgerð. Með slíku lagi verði erfitt fyrir skólann að vera einn af 100 bestu. Þá hefur ráðning Ástu Möller í stöðu forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála verið gerð að umtalsefni. Ekki verði séð að hún hafi reynslu af rannsókn- arstörfum á þessum vett- vangi. Þá geti verið óheppilegt að ráða manneskju með pólitískan feril í starfið. kolbeinn@frettabladid.isA lger kúvending hefur orðið á íslenskum atvinnumark- aði á fáeinum mánuðum. Ísland var þar til fyrir rúmu ári meðal þeirra landa í heiminum þar sem atvinnu- þátttaka var hvað mest. Sú staða sem nú blasir við er gerbreytt því þeir skipta nú þúsundum sem eru án atvinnu. Sú breyting sem afdrifaríkust kann að verða er þó að lang- tímaatvinnuleysi sem vart þekktist hér er að verða blákaldur raunveruleiki. Þannig stækkar nú ört sá hópur fólks sem hefur verið atvinnulaus í ár eða meira. Sá hópur þrettánfaldaðist frá desember 2008 til desember 2009, fór úr 255 manns í 3.224. Fyrirsjáanlegt er að á næstu tveimur mánuðum verði meira en fimm þúsund manns í þessum sporum og gangi svartsýnustu spár eftir gæti hópurinn sem hefur verið atvinnulaus í ár eða meira verið orðinn um 10 þúsund manns þegar líða tekur á árið. Í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum höfum við sjálf í takmarkaðan reynslusjóð að leita. Það breytir því þó ekki að við getum lært af reynslu annarra. Margir telja að ein afdrifaríkasta afleiðing kreppunnar í Finn- landi í upphafi tíunda áratugarins sé sú að segja megi að ein kynslóð hafi dottið út af vinnumarkaðinum. Þetta eru þeir sem voru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði þegar kreppan skall á, eða hefðu öllu heldur átt að vera að stíga þar sín fyrstu skref. Þetta unga fólk fékk ekki vinnu, árin liðu og það festist í viðjum atvinnu- og aðgerðaleysisins. Eyðileggingarmáttur langtímaatvinnuleysis er mikill og þekkt er sambandið milli langtímaatvinnuleysis og örorku. Það er því til mikils að vinna að komist verði hjá því að til verði hér hópur sem er vanvirkur á vinnumarkaði til langframa. Félagsleg ein- angrun og fátækt eru fylgifiskar langtímaatvinnuleysis og eftir því sem lengra líður verður erfiðara að rjúfa vítahringinn. Hrafnhildur Tómadóttir, deildarstjóri ráðgjafadeildar Vinnu- málastofnunar, bendir í frétt í blaðinu í dag á að þekkt sé hversu margir finni fyrir tilgangsleysi þegar fá tækifæri bjóðast og alvarlegast sé þegar fólk aðlagast atvinnuleysinu og staðnar þar. Fram kemur í fréttinni að nú sé unnið að sérstöku átaki til að afstýra því að félagslegar og sálfræðilegar afleiðingar þessa vanda vaxi mönnum yfir höfuð. Það er gleðiefni að fjármagn hafi fengist til að ráða tíu ráðgjafa sem sinna eiga ungu fólki sérstak- lega en skortur á fjármagni til að ráða ráðgjafa hefur einmitt hamlað mjög þeim stuðningi sem Vinnumálastofnun hefur getað veitt þeim sem til stofnunarinnar þurfa að leita. Atvinnuástandið var skárra á árinu sem leið en búist hafði verið við. Flest bendir því miður til að nýhafið ár verði þungt í þessu tilliti og erfitt er að segja fyrir um það hversu langt er þar til atvinna fer að aukast að nýju. Viðhald á virkni þeirra sem eru án atvinnu er meðal þeirra verkefna sem skipta sköpum um það hversu djúp og afdrifarík spor efnahagskreppan markar til framtíðar. Langtímaatvinnuleysi eykst nú hratt. Nauðsynlegt að viðhalda virkni STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.